Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 27
fasteignir fréttablaðið5. NÓVEMBER 2007 9 Hundraðasti íbúðareigandinn á Arnarneshæðinni fékk góðan glaðning frá fasteignasölunni Húsakaupum. A rnheiður Runólfsdóttir brosti hringinn á fimmtu-dag þegar hún fékk sím- tal sem tjáði henni að mikill og góður glaðningur myndi fylgja íbúðinni sem hún hafði keypt við Árakur á Arnarneshæð af fast- eignasölunni Húsakaupum. Ástæðan var sú að hún er hundr- aðasti íbúðareigandinn á hæð- inni. „Ég fór síðar um kvöldið að efast um að þetta gæti verið satt en svo reyndist það allt saman rétt,“ segir Arnheiður, sem keypti tveggja herbergja íbúð þar sem hún ætlar að búa ásamt hundi og ketti. Ekki er hlaupið að því að finna íbúðir þar sem dýr eru leyfð en Arnheiður gefur hunda- eftirlitsmanninum í Garðabæ tíu í einkunn fyrir liðleika. „Hann fór sjálfur á staðinn og tók íbúðina út og tilkynnti mér að þarna mættu vera dýr,“ segir Arnheiður en hún hafði skoðað nokkuð af íbúð- um á netinu áður en hún ákvað að skoða við Árakur. „Mér fannst hún fyrst nokkuð dýr en um leið og ég kom inn í hana vissi ég að þetta var sú eina rétta,“ segir hún glaðlega. Arnheiður stefnir á að flytja um miðjan mánuðinn úr miðbæ Reykjavíkur í Garðabæinn. Hún segir ákvörðun sína um að flytja í Garðabæ byggjast á því að vera nálægt fjölskyldu sinni sem öll er að flytja á svipaðar slóðir auk þess sem stutt er í útivistar- svæði. Gjafirnar sem Arnheiður fékk með íbúðinni voru ekki af verri endanum. „Ég fékk þvotta- vél og þurrkara frá Eirvík, Bang&Olufsen hljómflutnings- græjur, parkett frá Harðviðarvali og garðhúsgögn frá Ísleifi Jóns- syni,“ segir Arnheiður en það ætti að reynast henni hægðarleikur að flytja þar sem hún fær flutnings- þjónustuna einnig gefins. Gjafirnar segir hún kær- komnar. „Ég var búin að skoða græjurnar frá Eirvík og langaði mikið í þær. Ákvað hins vegar að láta það ekki eftir mér,“ segir hún hlæjandi. Heppinn kaupandi á Arnarneshæð Sigrún Þorgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Hanza, og Jón Grétar Jónsson, framkvæmda- stjóri Húsakaupa, afhenda Arnheiði gjafabréf fyrir veglegum innflutningsgjöfum. Fr um Viltu breyta til og komast úr rigningunni? • Auðveld og arðbær fjárfesting • Þú verð- ur leiddur alla leið í ferlinu • Til sölu flottur veitingastaður í fullum rekstri MALLORCA-SPÁNI • EINSTAKT ÚTSÝNI Á STÐANUM • SÝNILEG STAÐSETTNING UPPLÝSINGAR UM VELTU OG FRAMLEGÐ ER GEFINN EF VIÐKOMANDI HEFUR ÁKVEÐNA LÖNGUN AÐ SKOÐA ÞETTA BETUR. Sjón er sögu ríkari. ODDNÝ - FASTEIGNARÁÐGJAFI HJÁ CASA FIRMA GEFUR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM EIGNINA: Gsm: 861-2140 + oddny@firmus.is - mailto:oddny@firmus.is Fasteigna- firma- & atvinnutækjasala. Guðmundur Þórðarson hdl., löggildur fasteignasali Hlíðarsmára 14, 201 Kópavogi. Veffang: firmus.is Sími: 517 2600; fax: 517 2604 TIL SÖLU VEITINGAHÚS OG ÍBÚÐ Á SPÁNI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 861 2140 Björn Guðmundsson, lögg. fasteignas. Fr um Strandgötu 29 - Akureyri - www.byggd.is Sími 464 9955 Gistiheimili í fullum rekstri í hjarta Akureyrar til sölu EAGLE CREEK Til leigu 270 fm hús við þennan frábæra golfvöll. 20 mín. frá Disney. Í húsinu eru 4 svefnherbergi með svefnaðstöðu fyrir 8 manns, einnig er rimla- rúm fyrir barn. Í garðinum er einkasundlaug og aðstaða til sólbaða. Nánari upplýsingar eru í síma 690 7060 Fr um

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.