Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 13

Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 13
 Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, hefur viðurkennt opinberlega að honum svipi til Darth Vader, illmennisins úr Stjörnustríðsmyndunum. „Ég hef verið spurður hvort þetta viðurnefni angri mig,“ sagði varaforsetinn í ræðu nýverið. „Svarið er nei. Darth Vader er eitt af því skásta sem ég hef verið kallaður undanfarið.“ „Ég spurði varaforsetann hvaða búningi hann ætlaði að klæðast á hrekkjavöku í ár,“ sagði George Bush Bandaríkjaforseti á fundi á dögunum. „Hann sagðist þegar vera í honum. Svo muldraði hann eitthvað um myrku hlið máttar- ins.“ Bush uppnefnir varaforsetann Lögmenn sem starfa hjá fyrirtækjum og félagasam- tökum eru 34 prósent starfandi lögmanna. Um 38 prósent þessara lögmanna starfa hjá hinu opin- bera en meirihlutinn, 62 prósent, er hjá fyrirtækjum og félaga- samtökum. Af þeim eru lang- flestir hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í Lögmanna- blaðinu. Hlutfallslega fleiri konur en karlar starfa hjá opinberum aðilum en jafnari skipting er innan fjármálafyrirtækja. Um þriðjungur kvenna á aldrinum 30- 39 ára, eru framkvæmdastjórar eða forstöðumenn en 36,4 prósent karla. Konur eru oftar deildar- stjórar eða yfirlögfræðingar en karlar. „Samkvæmt því eru konur í yngri aldurshópunum að vinna á,“ segir Hrafnhildur Stefáns- dóttir lögmaður í blaðinu. Ungu konurnar eru að vinna á Borgarráð hefur samþykkt kaup á einkahlutafélaginu Austurstræti 22 ehf. og eignast þar með byggingarrétt við Austur- stræti 22. Eignin fer því úr eigu afkomenda Haraldar sem rak Haraldarbúð á fyrri hluta síðustu aldar. Eigendur skemmtistaðarins Pravda lýstu á sínum tíma áhuga á að halda rekstri áfram í húsinu. „Niðurstaðan varð sú að húsið er ónýtt og leigusamningur því úr gildi fallinn,“ segir Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður. Eignamiðlun mat verðmæti byggingarrétt- arins á 170 milljónir króna. Umsamið kaup- verð er 263 milljónir króna en með kaupunum fylgja vátryggingabætur að fjárhæð 95 milljónir. Nettókaupverð fyrir byggingarrétt á lóðinni er því 168 milljónir. Kristbjörg segir samninginn um Austur- stræti hafa verið forgangsverkefni og að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort nauðsyn- legt sé að borgin eignist Lækjargötu 2, en þær hugmyndir sem komið hafi fram um uppbygg- ingu hússins séu í samræmi við hugmyndir borgarinnar. Á borgarráðsfundi lagði borgarstjóri fram erindisbréf um skipun stýrihóps vegna uppbyggingar í Kvosinni. Hópnum er gert að þróa frekar skipulagshugmyndir í Kvosinni og kanna kosti þess að stofnað verði þróunarfé- lag um framkvæmd og framvindu verkefnis- ins að hluta til eða í heild. Úr eigu afkomenda Haraldar í Haraldarbúð 39 ára gamall breskur maður kom í leitirnar í vikunni, daginn eftir að fjölskylda hans taldi sig hafa verið viðstadda líkbrennslu hans. Í október fann lögreglan í Nottingham lík óþekkts manns. Starfsmaður á nærliggjandi geð- sjúkraheimili taldi þetta vera mann sem hún hafði annast seinustu sex mánuðina. Var því haft samband við fjölskyldu mannsins, líkið brennt í lík- brennsluofni og útför haldin. Daginn eftir fann lögreglan manninn sprelllifandi og misskilningurinn kom í ljós. Birtist lifandi eftir líkbrennslu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.