Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 18
Flatskjáir eru víða að leysa skávarpana af hólmi í fundar- herbergjum og stjórntæki fundabúnaðar verða æ full- komnari en jafnframt ein- faldari. Þetta segir Sævar Haukdal, sölustjóri Sense, sem er þjónustufyrirtæki á sviði netlausna. Sævar segir starfsmenn Sense fást við uppsetningu á fundarher- bergjum bæði með fjarfundabún- aði og án. Mörg eigi herbergin það sameiginlegt að stórir flat- skjáir séu að taka við af mynd- vörpum og að tækin til að láta búnaðinn virka verði æ einfald- ari. „Fólk gerir kröfu um að tækin séu þægileg í notkun. Það eru svo margir að nýta sér þau sem hafa mismikla þekkingu á tækni,“ segir Sævar. Fjarfundabúnaður hefur verið á markaði um árabil að sögn Sævars. „Fyrstu stjórnkerfin fyrir fjarfundi- og kennslu sett- um við upp 1994 en það hefur orðið gríðarleg þróun síðan þá, til einföldunar fyrir almenning,“ segir hann og lýsir nýjasta búnað- inum sem tiltækur er til þeirra nota í dag. „Fólk getur verið á nokkrum ólíkum stöðum í heimin- um en allt verið að ræða saman og skoða sömu gögnin. Það getur séð hvert annað og horft á sömu glærusýningu. Stjórnkerfi fjarfundabúnaðarins hentar líka öllum. Maður getur verið með einn lítinn snertiskjá og ýtt á einn hnapp, þá kviknar á fjarfunda- kerfinu og réttur inngangur hefst. Á sama snertiskjá er hægt að velja númer í minninu til að hringja í þá sem maður á fund með, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þannig er allur bún- aður samtvinnaður í eitt og sama kerfið.“ Flesta fundi sem haldnir eru landa á milli segir Sævar fara fram á ensku en hefur ekki orðið var við þýðingarvélar sem þýði jafnóðum talað mál. Sævar segir sérsvið Sense vera hljóð-, mynd- og stjórnbúnaðar- lausnir fyrir fyrirtæki og heimili. „Við erum með verslun á jarð- hæðinni í Hlíðasmára 3 þar sem áhersla er lögð á að þjónusta ein- staklinga og á annarri hæðinni erum við með tæknihóp sem sér um sölu og leigu á búnaði til fyrir- tækja.“ -Sagðir þú leigu? „Já, við leigj- um út alls konar búnað, bæði til funda- og ráðstefnuhalds, túlka- búnað, skjái og skjávarpa. Einnig leigjum við út búnað til að dæla efni funda beint inn á netið, á heimasíðum fyrirtækja. Þar getur fólk séð mynd af manninum sem er í ræðustól, heyrt í honum og séð glærurnar sem hann er að kynna, allt á sama tíma. Það er mikið um það núna hjá útrásar- fyrirtækjum.“ Halló, mikilvægur fundur Hin virta dómnefnd óháðra blaðamanna frá European Imaging & Sound Association (EISA) hefur veitt Philips viðurkenningu fyrir tækniþróun og nýsköpun á sviði afþreyingar tækni fyrir heimili með þessum eftirsóttu tækniverðlaunum. Já, við erum hreykin enn og aftur! PHILIPS VINNUR EISA VERÐLAUNIN 2007-2008 FYRIR HÁSKERPU LCD European Full-HD LCD-TV 2007-2008 „...skilar hreint ótrúlegum gæðum í fullri High Definition upplausn. Jafnvel fíngerðustu smátriði eru skýr og greinileg í 1920x1080p upplausn. Öll hreyfing er skýrari og eðlilegri með hjálp hinnar framúrskarandi Perfect Pixel HD Engine myndtækni frá Philips“, eins og segir í skýrslu EISA nefndarinnar um 47PFL9752D. Philips 47PFL9732D sem eykur línufjölda og skerpu sem minnkar glampa SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 569 1500 AKUREYRI - G HÚSAVÍK - SELFOSSI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.