Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 36
Daniel Craig, best þekktur sem hinn ódauðlegi James Bond,
segist í viðtali við breska tímaritið GQ hafa strengt þess heit að
gangast aldrei undir lýtaaðgerð. Hann segir að stjörnur sem
leggist undir hnífinn eigi á hættu að líta út eins og viðrini þegar
þær eldist.
„Maður verður bara að halda áfram þó að hlutir fari að standa út,
eða hanga niður. Það er vissulega erfitt, því það líkar engum að
eldast,“ segir hann. „Fólk getur farið í
fegrunaraðgerðir þegar það er yngra, en
þegar þú ert 60 eða 70 ferðu að líta út
eins og viðrini. Þú endar á því að líta út
eins og lesbísk stóra systir, og það er
bara rangt!“ segir Craig.
Bond-leikarinn verður fertugur á
næsta ári og viðurkennir í viðtali við
GQ að hann kvíði því ógurlega, þar sem
honum líki ekki stórafmæli.
„Þegar ég varð þrítugur var ég
ótrúlega pirrandi. Eins og allir hugsaði
ég: „Ég veit ekki hvað ég vil gera. Ég
get ekki ákveðið mig.“ Það hefur
ekki breyst mikið,“ segir
Craig.
Craig hefur nýverið
samþykkt að leika í
fjórum Bond-myndum til
viðbótar. Sú næsta
verður frumsýnd í
nóvember á næsta ári.
Fasteignasalinn Júlíus Jóhannsson og
félagi hans Stefán F. Jónsson, sem starf-
ar sem sölustjóri hjá Pennanum
Eymundsson, hafa verið tónlistarmann-
inum Einari Ágústi Víðissyni til halds og
trausts við gerð hans fyrstu sólóplötu,
„Það er ekkert víst að það klikki“.
„Þetta byrjaði sem hugmynd um að ég
og Júlli, sem höfum verið að spila
saman sem trúbadorar, myndum gefa
út kassagítarplötu,“ segir Einar
Ágúst. „Svo vildi Júlli að ég myndi
gefa út sólóplötu og Stebbi myndi
hjálpa til. Þessir tveir strákar hjálp-
uðu mér mikið að komast á lappirnar
í edrúmennskunni og þeir vildu
hjálpa með að fjármagna og gefa plöt-
una út.“
Einar Ágúst er með fleiri verkefni í
burðarliðnum og hafði það sitt að
segja varðandi áhuga Júlíusar og Stef-
áns. „Þegar þeir sáu að ég væri með
aðra plötu tilbúna á næsta ári með göml-
um íslenskum vögguvísum til styrktar
Konukoti, sáu þeir að ég var að meina
það að ég ætlaði að vera tónlistarmaður
og gefa út plötur næstu tuttugu til þrjá-
tíu árin,“ segir hann. „Þeir hafa það
mikla trú á mér blessaðir strákarnir.“
Stefán Hilmarsson syngur með Einari
í einu lagi á plötunni og náðu þeir vel
saman að sögn Einars. „Þetta er búinn
að vera æskudraumur minn frá því ég
byrjaði að syngja. Hann er „idolið“ mitt.
Það þurfti ekki mikið til að fá hann til að
koma og syngja með mér í einu lagi.“
Sálarlagið „Ekki“ er einnig á plötunni
í flutningi Einars og fékk hann góðfús-
legt leyfi frá Stefáni og Guðmundi Jóns-
syni til að notast við það.
Hjálpuðu Einari Ágústi á lappirnar
Natalie Portman, sem hefur getið
sér gott orð fyrir leik sinn í Star
Wars-myndunum, Closer og V For
Vendetta, ætlar að leikstýra sinni
fyrstu mynd á næstunni.
Myndin nefnist A Tale of Love
and Darkness og segir frá
endurminningum Amos Oz sem
ólst upp í stríðshrjáðri Jerúsal-
emborg á fimmta og sjötta
áratugnum. Um leið og æska hans
er rakin er fæðing Ísraels sögð í
bakgrunninum. Portman er sjálf
fædd í Ísrael og á ísraelskan
föður en bandaríska móður.
Portman
leikstýrir
Kassi með öllum átta hljóð-
versplötum hljómsveitarinnar
Nýdönsk ásamt aukaplötunni
Grænmeti og ávextir kemur út í
dag. Á aukaplötunni eru lög á
borð við Nostradamus, Hólmfríð-
ur Júlíusdóttir og Kirsuber sem
hafa verið á ýmsum safnplötum í
gegnum tíðina,
Einnig fylgir kassanum sextíu
blaðsíðna textabók við öll lögin á
plötunum og er þetta stærsta
textabók sem hefur fylgt plötu
hér á landi.
Í tilefni af tuttugu ára starfsaf-
mæli sínu hefur Nýdönsk einnig
gefið út safnplötuna 1987-2007
sem inniheldur 38 lög og eru tvö
þeirra ný, Verðbólgin augu og
Afneitum draumunum. Safnpakk-
inn inniheldur tvær plötur og
einn DVD-mynddisk með öllum
myndböndum sveitarinnar.
Níu plötur
frá Nýdönsk
Kynningar-
fundurOrkuveita Reykjavíkur boðar til opins kynningarfundar vegnamats á umhverfisáhrifum nýrra virkjana á Hengilssvæðinu,við Hverahlíð og í Bitru. Fundurinn verður í höfuðstöðvum
Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 17:00.
• Í allri starfsemi OR er gengið út frá umhverfismálum — Orkuvinnsla í sátt við umhverfið www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
3
98
41
1
1/
07
Bítillinn Paul McCartney
ætlar að sækja um fullt
forræði yfir fjögurra ára
gamalli dóttur sinni eftir
yfirlýsingar Heather Mills,
fyrrverandi eiginkonu hans,
í sjónvarpi undanfarið.
„Paul óttast að Heather sé búin
að missa það og þarfnist hjálpar.
Hún hefur lýst því yfir að líf
hennar sé í hættu. Ef það er satt
þá er Bea líka í hættu og hún
ætti því að vera hjá pabba
sínum,“ segir náinn vinur bítils-
ins Paul McCartney í viðtali við
breska blaðið News of the World.
Heather Mills, eiginkona Pauls,
hefur farið mikinn í sjónvarps-
viðtölum síðustu daga. Eins og
Fréttablaðið hefur greint frá
segist hún hafa íhugað að svipta
sig lífi. Þá segir hún jafnframt
að hún óttist að verða ráðin af
dögum. Út á við hefur Sir Paul
McCartney ekki gefið mikið
fyrir yfirlýsingar hennar en í
raun mun hann vera með bögg-
um hildar.
Paul McCartney hefur þegar
ráðfært sig við lögfræðinga
vegna málsins. Hann er sann-
færður um að skilnaðarmál hans
og Heather, sem er að miklu leyti
til rekið í fjölmiðlum, hafi slæm
áhrif á dóttur þeirra. „Það er
neyðarúrræði að sækja um fullt
forræði en Paul er mjög hrædd-
ur um barnið. Honum finnst
hann ekki hafa um neitt að velja
lengur. Hann reyndi að tala um
fyrir Heather áður en hún fór í
þessi viðtöl en hún hlustaði
ekki,“ segir vinur McCartneys.
Þá er Sir Paul afar sár yfir því
að Bea hafi snúist gegn fjöl-
skyldu hans vegna gjörða Heath-
er. Það á sérstaklega við um dótt-
ur hans, hina 36 ára gömlu Stellu,
sem Heather kallaði öllum illum
nöfnum á dögunum. Vinur hans
telur að þegar öllu er á botninn
hvolft sé þetta ekki umhverfi
sem Bea litla eigi að alast upp í.
Þess vegna vill hann fá fullt for-
ræði. „Bea er svo ung og brot-
hætt. Paul er hræddur um að
þessi læti skaði hana fyrir lífs-
tíð.“