Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.11.2007, Blaðsíða 10
Nýttu þér þetta TILBOÐ og stofnaðu rei kning á spron.is15% vaxtaauki! A RG U S / 07 -0 82 7 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Útflutningsráð Íslands býður fatahönnuðum upp á þátttöku í námskeiði sem ætlað er að auka þekkingu þeirra á útflutningi. Námskeiðið er ætlað hvort tveggja einstaklingum sem og stærri fyrirtækjum. Markmið verkefnisins er að auka markaðsvitund þátttakenda með kennslu árangursríkra vinnubragða hvað varðar vöruþróun, hefðbundna markaðssetningu og markaðssetningu á netinu, uppbyggingu vörumerkis og þátttöku í sýningum, svo eitthvað sé nefnt. Mikil áhersla er lögð á virka þátttöku í verkefninu. Tilgangur verkefnisins og áherslur eru eftirfarandi: • Veita leiðsögn í undirstöðuatriðum er varða útflutning á fatahönnun. • Gera fólki kleyft að nýta þekkinguna í framkvæmd. • Veita hagnýtar upplýsingar sem varða þætti eins og framkomu og undirbúning fyrir sýningar. Vinnufundirnir verða þrír og standa í tvo daga í senn. Fyrsti fundurinn mun fara fram 12.-13. nóvember á Hótel Glym og næsti fundur 27.-28. nóvember á sama stað. Þriðji fundurinn verður haldinn í janúar 2008 í Reykjavík. Gjald fyrir þátttöku í námskeiðinu er 12.500 kr. Innifalið í því eru fyrirlestrar, ráðgjöf á milli vinnufunda, námsgögn, fæði og gisting á meðan vinnufundum stendur. Þátttakendur bera sjálfir kostnað af ferðum til og frá vinnufundum. Nánari upplýsingar veitir Bergur Ebbi Benediktsson á skrifstofu Útflutningsráðs í síma 511 4000 eða á netfanginu bergur@icetrade.is Fatahönnun í útrás P IP A R • S ÍA • 7 21 76 Námskeið í útflutningi fyrir íslenska fatahönnuði 12.-13. nóvember og 27.-28. nóvember á Hótel Glym. Þriðji fundurinn verður haldinn í janúar 2008 í Reykjavík. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B TASKI swingogólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV Talsverður munur er á afborgunum lána í erlendri mynt og húsnæðisláni hjá Íbúða- lánasjóði. Meðalgreiðslubyrði af láni í erlendri mynt er rúmlega níu þúsundum króna hærri á mánuði fyrsta árið en af láni hjá Íbúðalána- sjóði. Hún lækkar hins vegar hratt, er 3.850 krónum hærri fyrstu fimm árin og er orðin lægri eftir fimm ár. Greiðslubyrði af láni upp á tíu milljónir króna sem tekið er í dag í evrum til fjörutíu ára með 2,25 pró- senta vaxtaálagi er að meðaltali 73.777 krónur fyrsta árið en lækkar svo hratt og er komin niður í 67.770 krónur að meðaltali eftir 1-10 ár. Meðalgreiðslubyrði öll fjörutíu árin er 47.747 krónur. Miðað er við gengi í gær en gengissveiflur og grunn- vextir geta skapað áhættu, greiðslu- byrði breytist og hækkar í krónum talið ef gengið fellur. Meðalgreiðslubyrði af láni, sem tekið er hjá Íbúðalánasjóði með vexti upp á 5,10 prósent til fjörutíu ára miðað við fjögurra prósenta verðbólgu, er 64.356 krónur á mán- uði fyrsta árið. Eftir fimm ár er greiðslubyrðin að meðaltali komin niður í 70.950 krónur en meðal- greiðslubyrði á mánuði er 89.434 krónur allan lánstímann. Í þessu dæmi er það verðbólgan sem skap- ar áhættuna, greiðslubyrðin hækk- ar í takt við hana. Ef gengið fellur um tíu prósent daginn eftir að evrulánið í dæminu hér að ofan er tekið hækkar afborg- unin um tíu prósent. Þannig hækkar greiðslubyrðin úr 73.389 krónum í 81.139 krónur á mánuði. Fái lántak- inn hins vegar laun sín í evrum á móti láni kemur hann út á sléttu. Ef hann fær 100 prósent launa í evrum hagnast hann eftir gengisfallið. Ef gengið hins vegar styrkist tapar hann. Þess vegna fylgir því gengis- áhætta að taka laun í erlendri mynt. Þá hefur gengisfall áhrif á verðbólguna til lengri tíma litið og hækkar því greiðslubyrði Íbúðalánasjóð- slánsins. Hans Adolf Hjartarson, sérfræðingur hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum, segir að séu menn með laun í evrum sé skynsamlegt að vera með lán í evrum til jafns við laun- in. Ekki sé komin mikil reynsla á erlendu lánin á Íslandi enda aðeins verið í boði til nokkurra ára. „Þetta snýst um meðalgreiðslubyrði á mánuði og hvað fólk greiðir að lokum til baka.“ Lántakinn greiðir tæpar 43 milljónir króna til baka af Íbúða- lánasjóðsdæminu en tæpar 23 milljónir í hinu dæminu. Evrulaun þurrka út gengisáhættu lána Greiðslubyrði af erlendu láni er hærri til að byrja með en lækkar hratt og er mun lægri til lengri tíma litið en af Íbúðasjóðsláni. Ef krónan fellur hækkar greiðslubyrðin sem því nemur. Laun í evrum þurrka út gengisáhættuna. Danskir háskólar eru byrjaðir að krefja nemendur um gríðarlega há gjöld sem danska stjórnarandstaðan hefur mótmælt hástöfum. Dæmi eru um að dansk- ir háskólar rukki nemendur um gjöld sem nema um fjögur til sex hundruð þúsund íslenskum krón- um fyrir tveggja ára nám í einstök- um deildum. Þetta á helst við um alþjóðlegt nám sem fellur undir Erasmus Mundus-verkefnið. Samkvæmt dönskum lögum er óheimilt að krefja danska háskóla- stúdenta um skólagjöld og þess vegna vilja telja margir meina að þetta fyrirkomulag stangist á við núgildandi lög. Menntamálaráðherra Dana, Helge Sander, hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins en hann heldur því fram að háskólanám sé nemendum enn að kostnaðarlausu eins og lög gera ráð fyrir. Raun- veruleikinn er hins vegar allt annar, því háskólarnir geta auð- veldlega krafið nemendur sína um þau gjöld sem þeim hentar með því að nefna þau eitthvað annað en skólagjöld, til dæmis skipulags- gjöld. Ýmsir stjórnmálamenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og Charlotte Fischer er ein þeirra. Hún segir að gjöldin vinni gegn alþjóðavæðingu Dana þar sem þau stuðli að stéttaskiptingu í námi og komi í veg fyrir að allir hafi jafn- an aðgang að sama námi. Innheimta dulbúin skólagjöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.