Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 46
Rithöfundurinn Elísabet Jökuls-
dóttir lýsti því yfir í viðtali við
Fréttablaðið á laugardaginn að hún
hefði sótt fundi hjá SLAA, samtök-
um kynlífs- og ástarfíkla. Frétta-
blaðið kynnti sér starf samtakanna í
kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins
gátu ekki komið fram undir nafni
þar eð starf samtakanna byggist á
nafnleysi, líkt og SÁÁ.
„Ég var nítjan ára þegar ég mætti á
minn fyrsta fund og þar til fyrir
nokkru var ég yngsti meðlimurinn,“
segir viðmælandi Fréttablaðsins
sem hefur verið meðlimur í samtök-
unum í þrjú ár. Hann segist hafa
verið ungur þegar hann gekk í gegn-
um biturt samband og í kjölfarið
hafi hann hafið örvæntingarfulla
leit að einhverjum sem gæti bjarg-
að sér, einhverjum sem gæti gert
hann hamingjusaman. „Mig langaði
svo mikið að vera í sambandi og
varð innilega ástfanginn á tveggja
mánaða fresti,“ segir hann.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins sækja að meðaltali 22 ein-
staklingar fundi hjá SLAA í hverri
viku, þeir geti þó verið færri en líka
fleiri. Elsti meðlimurinn í samtök-
unum er í kringum sextugt en sá
yngsti er að verða tvítugur.
Viðmælandi Fréttablaðsins
segir þennan sjúkdóm vera
afleiðingu af vanlíðan í
samfélaginu á tímum klám-
væðingar og alls þess kyn-
ferðislega áreitis sem berji
á okkur í dag. Þetta geri
það að verkum að karlar
jafnt sem konur eigi erfitt
með að fóta sig í kynferð-
islegu sambandi og
hafi brostna sjálfs-
mynd. Hann bendir meðal annars á
fyrirmyndir eins og Paris Hilt-
on sem fjölmiðlar halda á
lofti. „Hjá henni snýst allt
um útlitið og að fá viður-
kenningu hins kynsins
en þetta eru einmitt
sterk einkenni þesa
sjúkdóms,“ segir hann.
Jafnframt sé töluverð-
ur skortur á vandaðri
fræðslu um kynhegð-
un, ekki þá um
hegðun kynfær-
anna og hvernig
þau virki
saman heldur
samskipti
kynjanna og
hvers sé
hægt að ætl-
ast til af
sambandi.
Viðmælandi blaðsins segir að þekk-
ingarleysi ríki gagnvart þessum
sjúkdómi og að fólk skilji ekki
hvernig sé hægt að vera fíkill í
kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á
ekkert sameiginlegt með því klám-
fengna kynlífi sem fíklarnir stunda
og sú fallega mynd af ástinni sem
flestir deila í huga sér á ekkert
sameiginlegt með þörfinni sem
fíklarnir eru haldnir.“ SLAA fylgir
tólf spora kerfi AA-samtakanna og
á heimasíðu samtakanna má sjá
fróðleik um þennan sjúkdóm. Við-
mælandi Fréttablaðsins segir að öll
umfjöllun um starf samtakanna sé
vissulega af hinu góða en telur að
enn sé langt í land að ná til þeirra
sem virkilega þurfi á því að halda.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Á vefsíðunni kassi.is er nú til á upp-
boði blár Ópalpakki, sem telst vænt-
anlega til þeirra síðustu sinnar teg-
undar. Það er Hreinn Birkisson,
átján ára námsmaður á Akureyri,
sem býður dýrgripinn upp, en degi
eftir að uppboðið hófst var fjárhæð-
in fyrir ópalpakkann komin upp í
fimmtán hundruð krónur.
Hreinn hefur haft pakkann í
fórum sínum frá því að framleiðslu
á bláu Ópali var hætt árið 2005. „Ég
frétti að það væri hætt að framleiða
þetta og fór og keypti mér tvo pakka.
Ég geymdi annan, svona bara upp á
grínið og til minningar,“ útskýrir
Hreinn. „Ég fann pakkann svo allt í
einu uppi í skáp hjá mér og datt í
hug að bjóða hann upp. Mér fannst
það fyndið, svona fyrir vini og
félaga,“ segir Hreinn, sem átti ekki
von á miklum undirtektum.
Pakkinn sem Hreinn vill selja
rann út í október 2006 og flipi hans
er opinn. „Pakkinn er samt enn þá
lokaður, ég er ekki búinn að smakka
úr honum,“ segir Hreinn. Enn er
vika eftir af uppboðinu, og því ekki
ólíklegt að verðið muni hækka um
nokkra þúsundkalla. „Það væri ekki
leiðinlegt,“ segir Hreinn og hlær
við.
Nýlega var stofnaður áskorunar-
listi á vefsamfélaginu Facebook,
sem yfir 2.500 manns hafa nú skráð
sig á, með það að markmiði að knýja
fram endurreisn blás Ópals. Hreinn
kveðst ekki vera á þeim lista enn
sem komið er en segist þó gjarnan
vilja sjá bláan Ópal í búðarhillum á
ný. „Mér sýnist að minnsta kosti ein-
hverja langa í það aftur,“ segir hann
kíminn.
Hægt er að bjóða í Ópalpakkann á
síðunni www.kassi.is, undir Áhuga-
mál-frítími og Safnarar.
Býður upp útrunninn bláan Ópal
„Ég er alltaf úti í bæ en þegar
ég hef tíma þá er það Rás 2.
Ég hef gaman af góðum djass
og sérstaklega hafði ég gaman
af djasshátíð sem var núna í
haust.“
„Ég veit um heimsstyrjaldir sem
hafa tekið styttri tíma en þessi bóka-
skrif,“ segir rithöfundurinn Valur
Gunnarsson um bók sína, Konungur
norðursins: Harmsaga Ilkka Hamp-
urilainen, sem kemur út á föstudag-
inn. Valur hefur eytt síðustu átta
árum við skrif bókarinnar og ferð-
ast víða til að viða að sér efniviði.
Hann segist hreinlega ekki hafa
vitað hvað hann var að hætta sér út
í. „Þetta er svarthol sem er búið að
gleypa líf mitt. Ég get svo sem sjálf-
um mér um kennt því ég valdi að
skrifa bók sem gerist í mismunandi
löndum og á mismunandi tímum. Ég
ætlaði alltaf að skrifa bók um mann
sem situr á bar,“ segir Valur.
Þrátt fyrir að þetta sé fyrsta bók
höfundarins, og enn þá óútgefin,
hefur hún þegar vakið athygli á
erlendri grundu. Á bókamessunni í
Frankfurt nýlega voru útgefendur
frá Búlgaríu afar áhugasamir og
heimtuðu að bókin yrði þýdd hið
fyrsta. Auk þess sýndu fulltrúar frá
Ítalíu og Danmörku bókinni áhuga.
„Hún kemur sem sagt fyrst út á
heimsmálunum, íslensku og búl-
görsku. Svo er verið að athuga minni
málsvæði,“ segir Valur hlæjandi.
Hann segist engar skýringar kunna
á þessu. „Ítalir eru náttúrlega alger
andstaða Finna, tala mikið og hátt.
Danir koma að vísu við sögu í bók-
inni sem andstæðingar og þrælar
Svíakonungs. Ég veit eiginlega ekki
neitt um Búlgaríu, það er eitt af
fáum Evrópulöndum sem ég hef
ekki komið til.“
Búlgarar áhugasamir um Konung norðursins