Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 42

Fréttablaðið - 05.11.2007, Side 42
T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA - 9 0 7 1 3 4 2 Bikarkeppni karla í handb.: Áskorendakeppni Evrópu: Ragna Ingólfsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í badminton, sigraði í einliðaleik á Opna ungverska badmintonmót- inu sem fram fór í Búdapest í gær. Ragna vann svissnesku stelpuna Jeaninie Cicognii 21-13 og 21-18 í úrslitaleiknum og segja má að sigur Rögnu sé góður áfangi á leið hennar til að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikun- um. Vann mót í Ungverjalandi Barcelona lenti ekki í teljandi vandræðum með Real Betis í gær og vann, 3-0. Thierry Henry kom Barca yfir um miðjan fyrri hálfleik og Ronaldinho kláraði leikinn með tveim glæsilegum mörkum beint úr aukaspyrnu í síðari hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu sex mínúturnar í leiknum. Glæsimörk hjá Ronaldinho Framarar lögðu Aftur- eldingu örugglega, 30-21, í 16 liða úrslitum Eimskipsbikars karla í handbolta í gær. Þótt bikarleikur hafi hann heitið var enga bikar- stemningu að finna í húsinu. Aftureldingarmenn komu mjög vel stemmdir til leiks og spiluðu virkilega sterka vörn á upphafs- mínútunum. Þeir voru búnir að ná þremur hraðaupphlaupum og skora úr tveimur þeirra áður en Framarar svo mikið sem náðu skoti á markið. Safamýrarpiltar sneru þá tafl- inu við, skoruðu sex mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-2. Mestur var munurinn fimm mörk í fyrri hálf- leik en góður kafli frá Aftureld- ingu undir lok hans gerði þeim kleift að minnka muninn í tvö mörk í hálfleik, 14-12. Framarar skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og litu aldrei til baka. Þeir juku við forskotið jafnt og þétt með Guðjón Drengs- son í fararbroddi en hann skoraði 7 mörk, mörg hver á einkar glæsi- legan hátt. Mörk hans voru það eina fallega sem sást í leiknum sem var ekki mikið fyrir augað. Leikmenn beggja liða virtust illa stemmdir í leiknum sem var langt frá því að líkjast einhverju sem á að heita bikarleikur. Eini ljósi punktur leiksins, Guð- jón Drengsson, sagði þetta ekki hafa verið jafn auðvelt og tölurnar gáfu til kynna um. „Þetta var ekki auðvelt. Við vorum að lenda í erf- iðleikum í fyrri hálfleik þar sem Afturelding náði að minnka mun- inn í tvö mörk. Þá spýttum við aftur í lófana og ákváðum að gera þetta almennilega sem og tókst,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið eftir leik. Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aft- ureldingar, sagði sína menn hafa brotlent. „Mér fannst hvorugt liðið tilbúið í þennan leik og dapurt af okkar hálfu að nýta það ekki,“ sagði Bjarki. „Þegar við náðum ekki að nýta okkur það í seinni hálfleik þegar Framararnir voru byrjaðir að brotna þá eiginlega brotlentum við sjálfir.“ Öruggur Framsigur í tilþrifalitlum bikarleik Bikarmeistarar Stjörn- unnar nældu sér í farseðil í átta liða úrslit Eimskipsbikarsins í gær þegar liðið lagði HK, 24-23, í mikl- um baráttuleik í Mýrinni í gær. Handboltinn sem liðin buðu upp á var ekki merkilegur en leikurinn var hnífjafn og spennandi allt til enda. Bæði lið tókust hraustlega á, drengilega sem ódrengilega, og leikurinn var alvöru bikarleikur. Liðin héldust í hendur nánast allan fyrri hálfleikinn og aðeins munaði tveim mörkum á liðunum í leikhléi, 13-11. Lítið skorað enda var sóknarleikur liðanna glæp- samlega slakur. Hann var hægur, tilviljanakenndur og leikmenn gerðu sig seka um slæm mistök hvað eftir annað. Sama var upp á teningnum í síð- ari hálfleik og það var ekki fyrr en rúmlega tíu mínútur lifðu leiks sem Stjarnan náði þriggja marka forskoti, 19-16, en það var mesti munurinn á liðunum allan leikinn. Reyndar var það mjög slakt af Stjörnunni að vera ekki búið að slátra leiknum en Petkevicius varði ekki skot í seinni hálfleik fyrr en fimm mínútur lifðu leiks og lykilleikmenn á borð við Straz- das og Eitutis voru í tómu rugli. Strazdas vaknaði undir lokin, skor- aði fjögur mörk í röð á meðan Pet- kevicius varði sín einu fjögur skot í síðari hálfleik. HK fékk nokkur tækifæri til að jafna undir lokin en klúðraði þeim öllum. Það var reyndar furðulegt að Eitutis skyldi taka lykilskot undir lokin þegar Strazdas var sjóðheitur. Ragnar Njálsson tók síðasta skotið úr aukakasti en það fór rétt yfir markið og Stjörnumenn fögn- uðu hreint ógurlega. Leikmenn HK voru svekktir og tóku gremju sína út á góðum dómurum leiks- ins, Antoni Gylfa Pálssyni og Hlyni Leifssyni. „Þetta var fulltæpt fyrir minn smekk en svona er bikarkeppnin,“ sagði brosmildur þjálfari Stjörn- unnar, Kristján Halldórsson. „Menn tókust vel á, kjaftshögg og rifrildi milli þjálfara. Það fylgir þessu. Reyndar er Patti alger snill- ingur í að æsa menn upp. Það var gaman að þessu,“ sagði Kristján kíminn en hann sagðist alls ekki hafa verið nógu ánægður með leik sinna manna en sigur væri það eina sem skipti máli í bikar. Það er óhætt að segja að kappið hafi borið fegurðina ofurliði í leik Stjörnunnar og HK í Eimskipsbikarnum í gær. Fallegur handbolti þurfti að víkja fyrir alvöru bikarbaráttu og slagsmálum sem endaði með eins marks sigri Stjörnunnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.