Fréttablaðið - 12.11.2007, Qupperneq 47
Lögfræðingur
Kevins Federline,
fyrrverandi eigin-
manns Britney
Spears, segir að
Britney hafi ekki
brugðist við á
réttum tíma í átta
tilfellum af fjór-
tán þegar hún átti
að gangast undir
eiturlyfjapróf.
Hún hefur auk
þess verið áminnt
þrisvar sinnum
af dómaranum,
Scott Gordon,
fyrir að ekki sé
hægt að ná í hana
í síma.
Lögfræðingur
Spears, Anne
Kiley, hefur látið
hafa eftir sér að eiturlyfjaprófin
séu ekki í anda stjórnarskrár
Bandaríkjanna og bætti því við
að þótt söngkonan hafi ekki tekið
prófin þýði
það ekki að
hún sé að nota
eiturlyf. Britn-
ey hefur ekki
nema klukku-
stund frá því
fyrirskipunin
kemur til þess
að mæta í
prófin. Kiley
bætti því auk
þess við að tíu
sinnum hafi
Spears staðist
slík próf. Hún
sagði ástæð-
una fyrir örum
skiptum
Spears á síma-
númerum
vera þá að
símanúmerið
hennar félli oft í rangar hendur
og því neyddist hún til að fá sér
nýtt númer með reglulegu milli-
bili.
Britney úti á þekju
Leikarinn Tómas Lem-
arquis er búsettur í Berlín
um þessar mundir en hann
lauk nýverið við að leika að-
alhlutverkið í kvikmyndinni
Luftbusiness í leikstjórn
svissneska leikstjórans
Dominique de Rivaz.
„Myndin var tekin upp í Lúxem-
borg og fjallar um þrjá stráka sem
búa nánast á götunni og lifa á smá-
djobbum eins og að labba með
hunda fyrir ríka fólkið,“ segir
Tómas en reiknað er með að mynd-
in komi fyrir augu áhorfenda næsta
vor. „Svo frétta þeir af því að á net-
inu geti þeir selt sig til þess að
græða peninga.“ Myndin er á
þýsku og Tómas eyddi níu mánuð-
um í að undirbúa sig fyrir hlut-
verkið með því að læra þýskuna.
„Ég var allt síðasta ár í Berlín og er
kominn hingað aftur núna. Ég
kunni ekki orð í þýsku áður en tala
málið ágætlega núna þótt ég sé
ennþá með hreim. Mér líkar mjög
vel hérna og bý í stórkostlegri íbúð
með frönskum vini mínum sem
starfar sem ljósmyndari.“
Tómas situr ekki auðum hönd-
um þótt tökum á myndinni sé lokið
því hann er að vinna að heimildar-
mynd um myndlistarmanninn
Ketil Larsen, undirbýr sig fyrir
hlutverk í spænskri mynd og er að
fara að halda myndlistarsýningu í
Berlín. „Myndin um Ketil er ekki
alveg tilbúin. Okkur vantar fjár-
magn en erum á lokasprettinum.
Ólöf Arnalds er að vinna að tón-
listinni og myndin gæti verið til-
búin strax í desember ef fjáröfl-
unin gengur vel. Annars er ég að
undirbúa myndlistarsýningu í
ungu galleríi hér í Berlín og fer
auk þess í ræktina á hverjum degi
til þess að undirbúa mig fyrir hlut-
verk í spænskri mynd sem verður
tekin upp næsta sumar. Þar þarf
ég að vera í góðu líkamlegu formi,“
segir Tómas en myndin fjallar um
mann sem hefur ekki líkamlegar
tilfinningar og skynjar þar af leið-
andi ekki sársauka. „Þar þarf ég
að tala spænsku en þarf ekki að
læra hana eins vel og þýskuna
enda er hlutverkið frekar þögult.“
Hann segir að auk þessa sé ýmis-
legt í burðarliðnum, kvikmyndir í
bæði Austurríki og Frakklandi,
þótt hann vilji sem fæst orð um
það hafa. „Maður er bara rólegur
á meðan hlutirnir eru á byrjunar-
stigi enda er kvikmyndagerð besti
skóli í þolinmæði sem ég hef fund-
ið hingað til.“