Fréttablaðið - 12.11.2007, Side 48

Fréttablaðið - 12.11.2007, Side 48
 Árangur íslensku keppendanna á alþjóðlega bad- mintonmótinu Iceland Express International sem lauk í gær var mjög góður og stjarna mótsins var Ragna Ingólfsdóttir sem vann tvö gull í einliðaleik og tvíliðaleik. Síðasti leikur mótsins var mest spennandi úrslitaleikurinn en þar unnu Ragna og Katrín Atladóttir þær Söru Jónsdóttur og Tinnu Helgadóttur í jöfnum og skemmti- legum leik. Ragna Ingólfsdóttir fylgdi eftir sigri á opna ungverska mótinu um síðustu helgi með því að vinna einliðaleikinn með sannfærandi hætti. Ragna vann alla leiki sína 2- 0 og í úrslitaleiknum vann hún dönsku stelpuna Trine Niemeier 21-11 og 21-3. Aðeins klukkutíma seinna var Ragna mætt í annan úrslitaleik þar sem að hún tryggði sér sitt annað gull, nú í tvíliðaleik kvenna. Það þurfti því að leika oddalotu til að knýja fram úrslit í leiknum og hana sigruðu þær Ragna og Katrín 21-17. „Ég er eig- inlega alveg búin og gat varla spil- að þessa oddalotu,“ sagði Ragna eftir að sigurinn var í höfn. „Ég er ótrúlega ánægð og mjög sátt með helgina. Ég bjóst eigin- lega ekki við þessu. Ég vann þetta mót í fyrra og varð í öðru sæti í tvíliðaleiknum og það var erfitt að koma inn í svona mót og þurfa að verja titilinn,“ sagði Ragna sem var ánægð með stuðninginn. „Sal- urinn var ótrúlega mikið með mér og það er erfitt fyrir hina spilar- ana að spila undir slíku. Fólk var duglegt við að hvetja mig og það skipti miklu máli. Ég hélt líka ein- beitingu allan tímann þrátt fyrir að vera komin langt yfir.“ Ragna þakkar breyttu hugarfari góðan árangur að undanförnu. „Ég var orðin svolítið stressuð um hvort að ég myndi halda mér inni á Ólympíuleikunum eftir að ég meiddist. Ég fór til Einars Gylfa sálfræðings og hann kenndi mér að hugsa öðruvísi og það var bara viku fyrir Unvgerjaland. Ég byrjaði strax að hugsa um það sem hann sagði og í Ungverjalandi gekk þetta alveg upp. Það var gott að fá svona utanaðkomandi hjálp því maður fattar það ekki alltaf sjálfur hvað er að. Ég var í góðu formi og búin að spila mikið þannig að það var ekki líkaminn sem var að halda aftur að mér,“ sagði Ragna. Árni Þór Hallgrímsson, lands- liðsþjálfari var ánægður með mótið. „Ég er sérstaklega ánægð- ur með stelpurnar. Það var óvænt að fá tvö íslensk lið í úrslit í tví- liðaleiknum,“ sagði Árni sem gat ekki neitað því að afrek Rögnu stæði upp úr. „Ragna er búin að vera að ströggla í haust en þetta er allt að smella hjá henni. Hún er núna farin að hlaupa og hreyfa sig eins og hún gerði áður og núna nær hún þessum boltum við netið sem hefur verið vandamál hjá henni í haust. Það er frábært hjá henni að vinna tvö mót í röð og ekki síður að leggja þrjár danskar stelpur. Við höfum oft átt í erfiðleikum með Danina því við höfum borið mikla virðingu fyrir þeim. Mér fannst í leikjunum hjá Rögnu á móti dönsku stelpunum að þær báru alveg gríðarlega virðingu fyrir Rögnu og náðu kannski ekki sínu besta og það var eins og þetta hefði snúist við,“ sagði Árni Þór eftir mótið. Ragna Ingólfsdóttir vann bæði einliðaleik og tvíliðaleik á alþjóðlega badmin- tonmótinu Iceland Express International. Ragna vann alla átta leiki sína og 16 af 17 lotum en var gjörsamlega búin í mótslok eftir erfiða en ánægjulega helgi. Maurice verður orðinn skuggalegur eftir áramót Ragna Ingólfsdóttir sýndi mikið öryggi á leið sinni að gullinu á alþjóðlega badminton- mótinu Iceland Express Inter- national. Ragna vann sannfær- andi sigur og sýndi hversu öflugur spilari hún er orðin. Ragna segist hafa lagt áherslu á að hugsa um einn leik í einu en það var einkum einn leikur sem hún var stressuð fyrir. „Ég vissi að ef ég myndi vinna fyrstu þrjá leikina þá myndi ég spila undanúrslitaleik við vin- konu mína frá Eistlandi sem var raðað númer tvö í mótið. Það var svolítið erfitt því við erum alltaf saman í herbergi úti. Ég var svo- lítið stressuð fyrir þann leik en var alveg róleg fyrir úrslitaleik- inn,“ sagði Ragna sem vann vin- konu sína Kati Tolmoff 21-14 og 21-5 og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum þar sem hún sigraði auðveldlega danska stúlku. Var bara stressuð fyrir einn leik Eftir ótrúlega lélegan fyrri hálfleik Stjörnunar í EHF keppni kvenna í handbolta í gær gegn franska liðinu Mios Biganos áttu þær hreint frábæran seinni hálfleik og voru nálægt því að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit. Þær unnu upp níu marka forystu en þurftu að sætta sig við eins marks tap, 29-30. Fyrri hálfleikur Stjörnunar var martröð. Þær skoruðu fyrsta markið en það var í eina skiptið í langan tíma sem þær áttu eftir að leiða leikinn. Þegar munurinn var orðinn fjögur mörk, 9-13, var eins og Stjarnan biði eftir að flautað væri til hálfleiks á meðan Mios raðaði inn mörkunum á auðveldan hátt. Þegar hálfleiksflautan gall loksins var munurinn orðinn níu mörk, 10-19. Það var auðvelt fyrir Stjörnuna að gera aðeins betur í seinni hálf- leik enda fordæmið úr fyrri hálf- leik ekki til að hrópa húrra fyrir. Þegar munurinn var orðinn sjö mörk, 18-25, var eins og Stjarnan mætti loks til leiks. Vörnin hrökk þá heldur betur í gang og Grecu fór að verja í markinu, þær skor- uðu sjö mörk í röð og jöfnuðu leik- inn 25-25. Spennustigið í húsinu var orðið mjög hátt undir lokin á meðan Stjarnan gerði það sem hún gat til að ná forystunni sem hún þurfti. Þær náðu eins marks forystu undir lokin, 29-28, og áttu mögu- leika á að bæta við markinu sem til þurfti en létu verja frá sér á ögurstundu. Mios fór upp hinum megin og kláruðu leikinn með marki og eins marks sigri, 29-30. Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði liðið sitt bara hafa leikið þrjá hálfleiki af fjórum gegn franska liðinu. „Evrópuleikir eru fjórir hálfleikar og því miður leikum við ekki nema þrjá í þessu einvígi. Það getur verið að einhver þreyta að hafi spilað inn í en vilja- leysið á tímabili í leiknum var fyrir neðan allar hellur,“ sagði Aðalsteinn við Fréttablaðið eftir leik og bætti við. „Við höfum lent í þessu áður og þetta er eitthvað sem við þurfum að læra en samt sem áður grátleg niðurstaða.“ Spiluðum bara þrjá fjórðunga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.