Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 22

Fréttablaðið - 15.11.2007, Page 22
hagur heimilanna Hreinræktaður bastarður á spottprís Just4Kids var oftast með lægsta verðið í verðkönnun Fréttablaðsins á leikföng- um. Toys „R“ Us var oftast með hæsta verðið. Fátt af þeim leikföngum sem kanna átti voru til í Leik- bæ, sem er í sömu eigu og Just4Kids. Mestu munar á verði á Barbie Island Princess-dúkku, sem kallast Rosella, af þeim leikföngum sem Fréttablaðið kannaði verðið á í fjórum verslunum sem selja leik- föng. Í Hagkaupum kostaði hún 3.999 krónur, en 2.980 krónur í Just4Kids. Munurinn er því 1.019 krónur. Á öðrum vörum munaði mun minna, allt niður í níu króna verðmun á Öskubusku Barbie Disney-prinsessu. Í Toys „R“ Us og Hagkaupum kostaði Öskubuska 1.999 krónur en 1.990 krónur í Just4Kids. Hvorug dúkkan var til í verslun- um Leikbæjar, en bæði var farið í Leikbæ í Kringlunni og Leikbæ í Smáralind. Af sex leikföngum var reyndar aðeins til eitt í Leikbæ í Smáralind, Lego Bionicle Barraki, en í Leikbæ í Kringlunni var einnig til Playmobil-sjóræningjaeyja. Úrval af leikföngum í Leikbæ var mun minna en í öðrum verslunum sem farið var í og voru bæði leik- föngin með hæsta verðið. Fjögur leikföng af sex voru ódýrust í Just4Kids, sem var opnuð um síðustu helgi í Garðabæ. Lego Bionicle Barraki var ódýrari í Hag- kaupum og ekki var til Littlest Pet Shop-dreki, eða annað sambærilegt Littlest Pet Shop-leikfang, en þau eru vinsæl meðal ungra stúlkna. Einungis var hægt að kaupa slík leikföng í stærri pakkningum. Þá var í einu tilfelli, Rosella Barbie Island Princess, dýrara þegar kom að kassa en auglýst var í hillu og munaði þar um 300 krónur. Vöruúrvalið er mikið í Just4Kids, þar má meðal annars finna veru- legt magn af sælgæti sem stillt er upp við afgreiðslukassana. Í fjórum tilfellum var hæsta verðið í Toys „R“ Us í Kópavogi. Þá var Playmobil-sjóræningjaeyja ekki til í versluninni. Af þeim leik- föngum sem verðið var kannað á var það aðeins Rosella Barbie Island Princess sem ekki var dýrust í Toys „R“ Us. Á strimlinum kemur þó fram að verð á dúkkunni eigi að vera 3.999 krónur en gefinn er 1.000 króna afsláttur. Nokkur misbrestur var á í versluninni að upplýsingar um verð væru auglýstar í hillum. Fimm leikföng af sex voru til í Hagkaupum. Þar af voru tvö leik- föng dýrust og tvö ódýrust. Auglýst hilluverð á Lego Bionicle Barraki var 1.499 krónur, en rukkað var um 1.149 krónur. Farið var í allar verslanir um hádegi á þriðjudag. Tekið var niður hilluverð, þar sem það sást, og einnig fenginn útskriftarstrimill. Allt verð í greininni miðast við útskriftarstrimil. Bara fyrir börn oftast með lægsta verðið Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, fatahönn- uður hjá Nikita, lumar alltaf á kaffi og súkkulaði. Allir velkomnir! Tónleikadagskrá í tilefni 20 ára afmælis Nýrrar dögunar í Neskirkju 15. nóvember 2007 kl. 20.00 Fram koma: Guðrún Ásmundsdóttir leikkona Kór Neskirkju í Reykjavík, stjórnandi Steingrímur Þórhallsson organisti Sólveig Unnur Ragnarsdóttir sópran Pamela De Sensi þverflautuleikari Stefán Helgi Stefánsson tenór Davíð Ólafsson bassi Erna Blöndal söngkona Örn Arnarson tónlistarmaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.