Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 32
„Frítt í Strætó fyrir námsmenn“ er athyglisverð tilraun borgaryfir- valda til að blása lífi í almennings- samgöngur. Slagorðið „frítt í strætó“ teiknað á plaköt í sósíal- realískum stíl mun þó að öllum lík- indum hrökkva skammt til að toga bifreiðaeigendur út úr kapitalísk- um hversdeginum. Ástæðan gæti verið sú að 5.000 kr. afsláttur í strætó breytir ekki heimilisbók- haldi þeirra sem þegar hafa ákveðið að reka bifreið. Líkja mætti „frítt í strætó“ við þá aðgerð að ætla að stemma stigu við drykkjuskap með því að bjóða upp á ókeypis djús á skemmtistöðum. Til þess að takast af alvöru á við vandann þarf að ráðast beint á rótina og hækka verðið á áfengi. Meðal partíljónið er aðeins tilbúið að eyða ákveðinni fjárhæð í áfengi á hverju kvöldi. Þannig mætti fækka þeim drykkj- um sem það væri til- búið að greiða fyrir og beina því að til dæmis hóflega verðlögðu kaffi sem ágætum valkosti. Hið sama gildir um samgöngur í Reykjavík. „Frítt í strætó“ er eins og djús á barnum sem meðal sam- kvæmisljónið hefur ekki áhuga á að drekka jafnvel þótt það sé ókeypis. Áhrifaríkast er að auka kostnaðinn við notkun einka- bifreiðarinnar jafnframt því að bjóða upp á góðan, hóflega verð- lagðan strætó sem valkost. Ástæðan er sú sama og með partístandið að flestir hafa ákveðið hámark í huga sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir samgöngur í hverjum mánuði. Niðurgreiðsla samfélagsins til bíleigenda er umtalsverð. Eftir því sem lóðaverð hækkar á þéttbyggð- um svæðum gerist sú spurning áleitnari hvort forsvaranlegt sé að fletja hraðbrautarmannvirki út á stórum eftirsóttum lóðum. Eðlilegt væri að bíleigendur borguðu hæfi- lega leigu af slíku landsvæði sem annars bæri rentur með öðrum hætti samfélaginu til heilla. Hið sama ætti að gilda um bifreiðar sem lagt er á dýrmætu landsvæði. Meðal bíll þekur um 10 fermetra af landi þegar honum er lagt. Hundr- að þúsund íslenskir bílar þekja milljón fermetra. Miðað við leigu- verð á húsnæði í miðborginni mætti rukka bíleiganda um fimmtán til tuttugu þúsund á mánuði fyrir að teppa verðmætt land. Loks mætti nefna almenn óþægindi og leiðindi sem fylgja umferð bifreiða fyrir aðra en þá sem nota þær. Hljóð- og loftmengun er hvimleið og jafnvel heilsuspillandi. Bið á umferðar- ljósum og í umferðarteppum kostar þjóðfélagið mörg ársverk í minnk- aðri framleiðni. Umferðargötur hefta og tefja umferð vegfarenda sem ekki nota bifreiðar. Í útópísku frjálsu markaðssam- félagi mundi allur slíkur beinn sem óbeinn kostnaður velta yfir á bif- reiðanotandann og hafa þar með áhrif á hvort hann teldi forsvaran- legt að greiða fyrir ávinninginn af notkuninni. Íbúar flestra stórborga í heiminum hafa fyrir löngu svarað reikningsdæminu með kröfu um skilvirkt almenningssamgangna- kerfi sem lágmarkar samfélags- legan kostnað af samgöngum og hámarkar skilvirkni. Færri bílar á haus og gott almenn- ingssamgangnakerfi eru skilyrði fyrir þróun og þéttingu Reykjavíkur í átt að 500 þúsund manna heims- borg. Líklegt er að íslensk heims- borg ráði úrslitum um það hvort Íslendingar haldi áfram að vera sérstök þjóð á öld alþjóðavæðingar- innar. Höfundur er námsmaður í Stokkhólmi. Nú þegar eitt ár er liðið frá brottför hers- ins vaknar sú spurning hvenær á að hefjast handa við hreins- un gamalla hern- aðarmannvirkja, t.d við Aðalvík, á Vestfjörðum, eða á Heiðarfjalli á Langanesi? Hér ætla ég að fjalla um gömlu herstöðina sem stendur á Straumnesfjalli við Aðalvík. Sú stöð hefur staðið auð siðan 1959 og er ekki mikið augnakon- fekt séð úr lofti. Þessi hús sem komu frá Hollandi í forsteyptum einingum standa þaklaus og rusl, svo sem brotajárn, allt í kring. Samkvæmt leynisamningi sem var gerður 1951, sömdu Kanar sig frá hreinsun. Þetta kom í ljós er leynd var lyft af þesum samningi skömmu eftir að herinn fór 2006. Slíkur samningur jaðrar við land- ráð í mínum huga, en svona var þetta, þessir menn tóku hollustu við Kanann fram yfir föðurlands- ást. Mér eru Vestfirðir kærir, enda ættaður þaðan í föðurætt, því skora ég á Þórunni Sveinbjarnar- dóttur, núverandi umhverfisráð- herra, að beita sér fyrir því að gerð verði áætlun um hreinsun þessara ljótu kaldastríðs minnis- merkja, og síðan verði hreinsun boðin út. Þarna þarf að brjóta niður og urða þessar steinbygg- ingar og aðskilja járn frá og koma i förgun. Hvað mengun varðar, er mjög trúlegt að hún sé til staðar en mikil mengun var fylgifiskur Banda- ríkjahers hvar sem hann hafði og hefur aðstöðu um víða veröld. Hornstrandir eru náttúruperla sem sífellt fleiri ferðamenn, bæði innlendir sem erlendir kjósa að sækja heim. Þarna er náttúru- fegurð með eindæmum, mikið af fuglum og kyrrð fyrir þá sem vilja komast burt fra menguðum stór- borgum. Skemmst er þess að minnast er goðsögnin mikla, rokk- stjarnan Mick Jagger, sótti Vest- firði heim. Umferð á þessar slóðir á eftir að stóraukast og því er brýnt að þvo þennan ljóta blett af Vestfjörðum. Höfundur er bifreiðastjóri. Hreinsað til eftir herinn Milljón fermetrar af bílum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.