Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 15.11.2007, Qupperneq 82
N1 deild karla í handbolta Eimsbikar kvenna Þýski handboltinn Iceland Express kvenna Haukamenn og Vals- menn skildu jafnir, 22-22, í spenn- andi og skemmtilegum leik á Ásvöllum í N1-deild karla í gær- kvöldi. Haukar höfðu forystuna nánast allan tímann en Valsmenn hristu af sér slenið í seinni hálfleik og gátu alveg eins tekið bæði stigin. Jón Karl Björnsson virtist vera búinn að skora sigurmark Hauka fjórtán sekúndum fyrir leikslok með sínu eina skoti í leiknum þegar hann skoraði af öryggi úr vítaskoti. Valsmenn, sem höfðu unnið upp fimm marka forskot Hauka frá því í fyrri hálfleik, voru hins vegar ekki á því að fara tómhentir heim. Þeir tóku hraða miðju og Baldvin Þorsteinsson skoraði jöfnunarmarkið með snúningi úr mjög erfiðri stöðu fjórum sekúndum fyrir leikslok. Haukarnir reyndu að skora sigur- markið en tíminn var of naumur og þeir náðu ekki góðu skoti. Valsliðið breytti stöðunni úr 18- 14 í 19-20 á 13 mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik og komst þá yfir í fyrsta sinn síðan í upp- hafi leiks. Haukarnir voru ekki á því að gefa frá sér sigurinn og lokamínútur leiksins voru upp- fullar af umdeildum atvikum, mistökum og góðum tilþrifum eins og toppleikir eiga að vera. „Mér fannst við vera að spila mjög vel í 45 mínútur og þá sér- staklega varnarlega. Við vorum grimmir, með góðar færslur og markvarslan var góð. Sóknarleik- urinn var líka lengst af góður og skipulagður en við missum aðeins haus þegar þeir fara í ská 5:1 vörn. Þá fóru menn að taka óvönd- uð skot og við vorum ekki að spila það sem við vorum búnir að æfa á móti þessari vörn. Það kemur smá örvænting í liðið, leikurinn leysist upp, það voru nokkur vafa- atriði sem féllu þeim í hag og þeir náðu að komast inn í leikinn. Svo fannst mér gríðarlegur karakter í mínum mönnum eftir að hafa lent einu marki undir að komast í þá stöðu að geta klárað leikinn,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. „Í lokin var þetta reynsluleysi yngri leikmanna. Maður bíður ekki eftir frákasti í svona stöðu heldur hleypur strax til baka. Það var gríðarlega sárt að klára þetta ekki. Þetta var skemmtilegur leikur, mikil barátta og mikil spenna. Það ætluðu allir sér að vinna þennan leik. Ég vil ekki segja að við höfum átt sigurinn skilinn en við vorum sterkari aðillinn lengstum í leiknum,“ sagði Aron, sem er samt mjög sáttur með gengi og stöðu Hauka- liðsins í dag. Magnús Sigmundsson varði mjög vel í marki Hauka og það sem meira er, hélt 13 af 18 skot- um sem hann varði. Fannar Þór Friðgeirsson var yfirburðamaður í Valssókninni og hélt sínum mönnum á floti lengst- um. Hann skoraði meðal annars sex síðustu mörk liðsins fyrir hlé og sá til þess að Valur var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik. „Ég hélt við værum að ná und- irtökunum í leiknum en við vorum óheppnir og svolitlir klaufar í lokin. Það var sterkt hjá okkur að koma til baka og við hefðum alveg getað klárað þetta því við vorum komnir yfir í leiknum. Ég ákvað að taka af skarið því það var svo- lítið deyfð yfir þessu. Hefðum við tapað þessum leik hefðum við dottið aftur úr í toppbaráttunni. Ég vona að þetta stig telji á end- anum,“ sagði Fannar eftir leikinn en hann skoraði 11 mörk úr 17 skotum í gær og öll þeirra utan af velli. Fannar lék manna best í Vals- liðinu en Ólafur Gíslason varði einnig vel í leiknum og þá sér- staklega í seinni hluta síðari hálf- leiks. Baldvin Þorsteinsson tryggði Val stig gegn Haukum með því að skora jöfnunarmark fjórum sekúndum fyrir leikslok en aðeins tíu sekúndum áður héldu Haukamenn að Jón Karl Björnsson hefði tryggt þeim sigur. Jarðarför Gabriele Sandri, stuðningsmanns Lazio sem lögreglumaður skaut til bana á sunnudag, fór fram kl. 12 í Róm í gær. Samkvæmt ítalska blaðinu Corriere dello Sport komu þar saman, ásamt ættingjum Sandris, þúsundir stuðningsmanna ekki bara Lazio heldur einnig erki- fjendanna í Roma og annarra liða víðs vegar að frá Ítalíu til að votta hinum látna virðingu sína. Stuðningsmenn sameinast í sorg HK tyllti sér á topp N1- deildar karla í gærkvöldi með góðum 24-20 sigri á Aftureldingu í sveiflukenndum leik. Sóknarleikur Aftureldingar var gjörsamlega týndur framan af leik. Liðinu tókst aðeins að skora 2 mörk á fyrstu 20 mínútunum en það var bót í máli fyrir gestina úr Mosfellsbæ að sóknarleikur HK var ekki mikið betri. Góður sprettur Aftureldingar síðustu mínútur hálfleiksins sá til þess að úrslitin voru ekki svo gott sem ráðin þegar hálfleiksflautið gall. Liðið skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og minnkaði muninn í fjögur mörk, 11-7. HK virtist ætla að gera út um leikinn snemma í seinni hálfleik og náði fljótt sex marka forystu, 14-8. Afturelding náði að minnka muninn í þrjú mörk, 14-11, en þá kom annar góður sprettur hjá HK og munurinn var skyndilega orð- inn átta mörk þegar hálfleikurinn var hálfnaður, 20-12. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Afturelding að gera leikinn spenn- andi á ný þegar þrjár mínútur voru eftir en þá munaði aðeins þremur mörkum á liðunum. HK hélt haus til leiksloka og náði að innbyrða fjögurra marka sigur og efsta sæti deildarinnar. Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, vandaði Helga Hallssyni og Sigurjóni Þórðarsyni, afleitum dómurum leiksins, ekki kveðjuna í leikslok. „Við vorum tveimur færri allan leikinn. Þessi dómarar hafa dæmt illa hjá mér áður í vetur en þetta var þeirra langversti leikur. Við áttum ekki góðan leik frekar en HK en við fengum ekkert hjá dómurunum,“ sagði Bjarki eftir leik. Gunnar Magnússon, aðstoðar- þjálfari HK, var öllu sáttari í leiks- lok en Bjarki. „Það má segja að okkur hafi skort drápseðlið í dag. Við áttum að gera út um þennan leik mikið fyrr. Þegar við komumst átta mörkum yfir eigum við að róa leikinn í stað þess að gefa færi á okkur en það verður að segjast að þetta Aftureldingarlið gefst aldrei upp. Við vissum að þeir yrðu erfiðir,“ sagði Gunnar. HK-sigur í sveiflukenndum leik í gær KR situr eitt að þriðja sæti Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta eftir, 83-75, sigur á Grindavík í DHL höllinni í gær. Grindavík leiddi nánast allan leikinn en KR sigldi fram úr á lokasprettinum. KR byrjaði leikinn betur en Grindavíkurkonur voru fljótar að svara fyrir sig og taka frum- kvæðið í leiknum. Grindavík var mun frískara og léttleikandi en KR seiglaðist áfram og var aldrei langt frá gestunum. Eitt stig skildi á milli liðanna eftir fyrsta fjórðung og í hálfleik var aðeins tveggja stiga munur, gestunum í vil, 41-43. Byrjun seinni hálfleiks var eins og spegilmynd þess fyrri. KR kom sterkara til leiks en Grindavík lét ekki slá sig út af laginu og hélt forystunni, sem var að mestu leyti Tiffany Rober- son að þakka. Tiffany fór að hitta úr hverju skotinu á fætur öðru og sá um að halda KR fyrir aftan á töflunni. Þegar fimm mínútur voru eftir af lokafjórðung náði KR loks for- ystu, 74-72. Um sama leyti hætti Roberson að hitta eins og allt Grindavíkurliðið og Monique Martin tók við keflinu KR-meg- inn en hún skoraði 33 stig í leiknum. Forystuna lét KR ekki af hendi það sem lifði leiks og innbyrti 83-75 sigur og tryggði sér 3. sæti deildarinnar um leið. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, sagði að leikskipulag sitt hefði gengið upp. „Okkar leikskipulag var að stöðva þriggja stiga skytt- urnar þeirra og hamast í þeirra bestu mönnum. Það tókst að mestu leyti og því náum við þess- um sigri hér í kvöld,“ sagði Jóhannes við Fréttablaðið eftir leik. „Grindavík náði að stöðva okkur framan af enda með hörku- lið. Það var stressandi að hafa þær fyrir framan sig allan leik- inn en ef maður þolir ekki smá spennu í svona leik ætti maður nú að vera að gera eitthvað annað,“ sagði Jóhannes. Keflavík er áfram á toppnum eftir sigur á Hamri í Hveragerði þrátt fyrir að leika án bandaríska leikmanns síns Keshu Watson. KR-konur einar í þriðja sæti Stuðningsmenn Barce- lona eru búnir missa trúna á Frank Rijkaard og vilja fá Jose Mourinho til að taka við af Hollendingnum. Stærsta blaðið í Katalóníu, Sport, gerði skoðanakönnum meðal stuðningsmanna Barcelona og 66 prósent þeirra sögðust enga trú hafa á því að Rijkaard gæti rifið liðið upp á ný. Vilja Mourinho
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.