Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 05.12.2007, Síða 6
6 5. desember 2007 MIÐVIKUDAGUR Jólaóskir MENNTUN Frammistaða nemenda eftir landshlutum hefur breyst milli ára, samkvæmt PISA 2006. Nemendur á Vestfjörðum, Norð- urlandi vestra og Norðurlandi eystra sýna bestu frammistöð- una. Nemendur í Reykjavík og nágrenni sýna því ekki lengur bestu frammistöðuna. Á Aust- urlandi og í Reykjavík og nágrenni hefur færni nemenda hrakað síðustu sex árin og sér- staklega er það áberandi í lestri. Sigurbjörn Marinósson, for- stöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands, segir að það séu mikil vonbrigði að sjá að aust- firskum nemendum fari aftur en erfitt sé að segja til um hvers vegna það sé. „Fæst orð hafa kannski minnsta ábyrgð til að byrja með en við munum örugg- lega skoða þetta. Skólarnir eru sífellt að reyna að veita betri þjónustu og við höfum staðið í þeirri trú að við værum á réttri leið,“ segir hann. Gunnlaugur Sverrisson, fræðslufulltrúi í Fjarðabyggð, segir að niðurstaðan sé auðvitað ekki góð og erfitt sé að koma með skýringar. Í skólunum í Fjarðabyggð séu að meðaltali fleiri einstaklingar með les- blindu en að landsmeðaltali og það hafi kannski áhrif. Það skýri þó ekki að lesskilningur fari niður á við, hann ætti frekar að standa í stað. Þá hafi erlendum nemendum fjölgað hlutfallslega mikið síðustu þrjú til fjögur árin út af stóriðjuframkvæmd- unum, einnig uppi á Héraði, og það geti verið ein skýring. Þess- ir nemendur þurfi auðvitað að fá sinn tíma til að ná fótfestu. - ghs Frammistaða eftir landshlutum hefur breyst milli ára samkvæmt PISA: Austfirðingum hrakar í lestri MENNTUN Niðurstöður PISA 2006 sýna að fimmtán ára Íslendingar eru fyrir neðan meðaltal OECD- ríkjanna í náttúrufræði, lestri og stærðfræði. Finnskir nemendur koma best út úr könnuninni og eru langhæstir, Svíar eru rétt fyrir ofan meðaltal OECD og Danir rétt fyrir neðan það. Íslendingar eru nokkru fyrir neðan meðaltalið og Norð- menn eru enn neðar. Staða Íslands miðað við aðrar þjóðir hefur versnað í þessari könn- un miðað við könnunina árið 2000, sérstaklega síðustu þrjú árin. Þeim þjóðum hefur fjölgað sem standa sig betur en Íslendingar, sérstak- lega í lesskilningi. Íslenskum nem- endum fer aftur í lesskilningi og stærðfræði og vísbendingar eru um að færni þeirra í náttúrufræði fari minnkandi. „Niðurstöðurnar valda mér ákveðnum vonbrigðum. Íslenskt menntakerfi er gott og þetta er ekki áfellisdómur yfir því. Í ljósi þeirrar áherslu sem við höfum lagt á menntakerfið á síðustu fimmtán árum hefði ég viljað sjá betri árang- ur,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra og kveðst hafa mestar áhyggjur af les- skilningi nemenda. „Þar erum við greinilega að slaka á. Við höfum verið að gera ýmislegt til að efla lesskilning og lestrar- kunnáttu en það er ekki nóg. Við munum fara vel yfir niðurstöðurn- ar en engin ástæða er til að taka undir gagnrýni á PISA heldur nýta okkur frekar þær niðurstöður til að byggja upp skólakerfið okkar enn frekar,“ segir Þorgerður Katrín. Ráðherrann ætlar að grípa til aðgerða. Fyrir utan það að efla kennaramenntunina og fara yfir kennsluhætti almennt verður eftir- litshlutverk ráðuneytisins aukið, reglulega verða gerðar úttektir og mat á öllum skólastigum. Hugsan- lega þarf að fara í átak en fyrst og fremst verður að efla rannsóknir og þróun á skólanum. Í næstu viku verður sent bréf til sveitarfélag- anna, kennaramenntunarstofnana, Kennarasamband Íslands og for- eldrasamtakanna og beðið um umsögn og tillögur. Þá verður stað- ið að málþingi og fundahaldi. Gagnrýnt hefur verið hvernig staðið er að PISA, meðal annars að of mikið sé gert úr því hvernig hvert land kemur út og að borin séu saman meðaltöl. Þá hefur verið sett spurningarmerki við það hvað sé verið að mæla og hvort það skipti máli sem mælt sé. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í gær. ghs@frettabladid.is Nemum fer aftur í lestri og stærðfræði Fimmtán ára unglingum fer aftur í lestri og stærðfræði og vísbendingar eru um minnkandi færni í náttúrufræði. „Vonbrigði,“ segir menntamálaráðherra og hefði viljað sjá betri árangur. Hún tekur ekki undir gagnrýni á PISA. TEKUR EKKI UNDIR GAGNRÝNI Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti niðurstöður PISA 2006 ásamt Júlíusi K. Björnssyni, forstöðumanni Námsmatsstofnunar, og starfsmönnum ráðuneytisins í gær. „Engin ástæða er til að taka undir gagn- rýni á PISA,“ segir Þorgerður Katrín. Lengst til vinstri er Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LOFTSLAGSMÁL Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að draga úr losun iðnríkja á gróðurhúsalofttegundum um 20 til 40 prósent fyrir árið 2020. Þetta kom fram í máli Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráð- herra á Alþingi í gær, þegar mark- mið ríkisstjórnarinnar í loftslags- málum voru kynnt. Þessa dagana funda ríki heims í Balí í Indónesíu um hvað taki við í loftslagsmálum þegar Kyoto-bók- unin fellur úr gildi áramótin 2012 og 2013. Þórunn sagði stjórnvöld myndu leggja höfuðáherslu á að ná samstöðu um nýtt samkomulag sem fæli í sér skuldbindingar fyrir öll helstu losunarríki heims. Þingmenn Vinstri grænna lýstu yfir mikilli óánægju með yfirlýs- inguna. Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, sagði að þar væru hvergi að finna skuldbind- ingar af hálfu Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda. Hann kallaði yfirlýsinguna „silkium- búðir utan um ekki neitt“, og sagði að Ísland ætlaði sér að sækja um áframhaldandi ef ekki auknar undanþágur til losunar gróðurhúsalofttegunda. „Enn sem komið er virðist engin stefna í reynd hafa verið mótuð og þetta er einhver vandræðalegasta til- raun til að breiða yfir það sem ég hef lengi séð,“ sagði hann. - sþs Stefna ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum var kynnt á Alþingi í gær: Vilja koma böndum á losun iðnríkja ■ Samkomulag ríkja heims um annað skuldbindingartímabil loftslagssamnings, eftir að Kyoto- bókunin fellur úr gildi, taki mið af tilmælum um að koma þurfi í veg fyrir að hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir tvær gráður frá því sem var fyrir upphaf iðnbyltingar. ■ Samkomulagið feli einnig í sér að stærstu losendur í hópi þróun- arlanda dragi úr vexti losunar. ■ Í samningaviðræðum sem fram undan eru verði áfram byggt á sveigjanleikaákvæðum Kyoto- bókunarinnar, meðal annars til að tryggja hagkvæmni aðgerða sem draga eiga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. ■ Ísland styðji einnig aðgerðir sem miða að því að draga úr eyðingu regnskóga. HELSTU ÁHERSLUR UMHVERFISRÁÐHERRA Kynnti markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BANDARÍKIN, AP Óvissa er ríkjandi í kapphlaupinu um forsetafram- boð fyrir repúblikana í þeim þremur ríkjum þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram. Í skoðanakönnun- um í Iowa, New Hampshire og S-Karolínu er enginn með afgerandi forskot. Það er Mitt Romney, ekki Rudy Giuliani, sem annars hefur mest fylgi meðal repúblik- ana á landsvísu, sem hefur forystu í New Hampshire. Í fyrri forsetakosningum hefur það sýnt sig vera mjög mikilvægt fyrir frambjóðendur að koma vel út úr fyrstu forkosningunum. - aa Forsetaframboð repúblikana: Enginn með skýra forystu MITT ROMNEY Ert þú skráð(ur) á Facebook eða MySpace? Já 30% Nei 70% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér notkun fingrafarales- ara í mötuneytum grunnskóla eðlileg? Segðu skoðun þína á visir.is Á móti áfengisfrumvarpi Stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands skorar á alþingismenn að greiða atkvæði gegn frumvarpi til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum um sölu áfengis og tóbaks. Í ályktun frá Félagsráðgjafafélaginu segir að mikilvægt sé að íslensk stjórnvöld styðji við forvarnastefnu í áfengismál- um með því að koma í veg fyrir sölu áfengis í matvöruverslunum. FÉLAGSRÁÐGJAFAR Samið við lestarstjóra Deutsche Bahn, sem rekur þýsku járnbrautirnar, greindi í gær frá því að fyrirtækið hefði náð samkomulagi við verkalýðsfélag lestarstjóra um nýjan kjarasamning sem gengið verði frá á næstu vikum. Verkfallsaðgerðum lestarstjóra, sem valdið hafa miklum röskunum á lestarumferð í landinu á liðnum vikum, verði hætt. ÞÝSKALAND KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.