Fréttablaðið - 05.12.2007, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 5. desember 2007 13
HESTAMENNSKA Íslenski hesturinn skipaði
veglegan sess á alþjóðlegri hestasýningu í
Stokkhólmi í Svíþjóð sem fram fór um helgina.
Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra var heiðursgestur og
setti sýninguna á föstudagskvöld. Þetta var í
fimmtánda sinn sem sýning af þessum toga er
haldin, en hún hefur farið fram árlega í
íþróttahöllinni Globen. Hafa tugir þúsunda
gesta sótt viðburðinn ár hvert. Íslenski
hesturinn er vinsæll í Svíþjóð og er þriðja
útbreiddasta hestakynið þar í landi.
Í setningarávarpi sínu gat ráðherra þess
meðal annars hve mikilvægar slíkar sýningar
væru fyrir hestamennsku á heimsvísu.
Íslendingar væru bæði ánægðir og stoltir af
sínum íslenska hesti og framgangi hans á
erlendri grund. Ýta þyrfti enn frekar undir
þann áhuga og það væri heiður að þeim sóma
sem Íslendingum væri sýndur á þessari
sýningu. Gott orð færi af hestamennsku og
ánægjulegt að íslenska hestinum væri nú gert
svo hátt undir höfði.
Einar Kristinn minnti á að til að hesta-
mennskan yxi og dafnaði þyrfti öfluga
hrossarækt. Þar stæðu Íslendingar vel að vígi.
Íslenski hesturinn væri ekki eyland heldur
þátttakandi í heildarframvindu hrossaræktar
og hestamennsku um heim allan. - jss
EINAR KRISTINN GUÐFINNSON Ráðherra, sem var
heiðursgestur sýningarinnar, mætti í hestvagni til
setningarathafnarinnar ásamt fulltrúa samtaka sænskra
hestamanna.
Íslenski hesturinn á alþjóðlegri hestasýningu í Svíþjóð:
Skipaði veglegan sess í Globen
FINNLAND Dómstóll í Finnlandi
hefur ákveðið að náða Nikita
Joakim Fouganthine, áður
þekktur sem Juha Valjakkala,
sem situr í fangelsi fyrir að hafa
myrt þriggja manna fjölskyldu í
kirkjugarði í Åmsele í Svíþjóð
árið 1988. Að til standi að láta
hann lausan vekur Svíum ugg.
Fouganthine verður sennilega
sleppt á skilorði 1. mars en hann
verður undir rafrænu eftirliti í
fjóra mánuði, að sögn sænska
dagblaðsins Dagens Nyheter.
Frelsið er skilorðsbundið í fjögur
ár.
Svíar hafa mótmælt kröftug-
lega í hvert skipti sem Fouganth-
ine hefur sótt um náðun. - ghs
Dómsmál í Finnlandi:
Náðun vekur
Svíum ugg
SKÓLAR Bergþóra Valsdóttir,
áheyrnarfulltrúi fyrir foreldra-
samtökin SAMFOK í menntaráði
Reykjavíkur, telur svör sem lögð
voru fram í ráðinu um öryggis-
mál í grunnskólum vera villandi.
„Svarið má túlka þannig að
hvað varðar heilbrigðismál og
öryggismál (þar með taldar
brunavarnir) sé allt í stakasta
lagi. Rökstuddur grunur liggur
fyrir um að ástand skólahúsnæðis
sé ekki samkvæmt lögum og
reglum,“ sagði Bergþóra á
fundinum og lýsti yfir furðu sinni
á svarinu. Hún vill að óháður aðili
meti ástand skólahúsnæðisins.
- gar
Undrandi áheyrnarfulltrúi:
Öryggi í skólum
alls ekki í lagi
VINNUMARKAÐUR Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, SA, segir
að heildarkostnaðurinn í atvinnu-
lífinu vegna
komandi
kjarasamninga
megi ekki vera
hærri en komi
út úr kjara-
samningum á
hinum Norður-
löndunum, eða
um og yfir þrjú
prósent. Aðeins
eigi að hækka
lágmarkslaunin og færa kaup-
taxta nær greiddum launum.
Einnig megi útfæra launaþróun-
artryggingu fyrir þá sem hafa
setið eftir.
„Okkur líst ekki á að það verði
almenn prósentuhækkun og
viljum ekki ganga frá samningi
við Starfsgreinasambandið sem
er trampólín fyrir aðra,“ segir
hann um kröfugerð sem Starfs-
greinasambandið kynnti nýlega.
- ghs
Framkvæmdastjóri SA:
Kostnaður verði
þrjú prósent
VILHJÁLMUR
EGILSSON
VINNUMARKAÐUR Starfsgreinasam-
band Íslands, SGS, hefur lagt
fram kröfur um að laun hækki
um fjögur
prósent 1.
janúar 2008 og
aftur 1. janúar
2009. Sam-
bandið vill að
allir launataxt-
ar hækki um
20 þúsund
krónur um
næstu áramót
og aftur um 15
þúsund krónur eftir eitt ár.
Starfsgreinasambandið leggur
til að lágmarks tekjutrygging í
dagvinnu hækki úr 125 þúsund
krónum í 150 þúsund um næstu
áramót og verði 165 þúsund í
ársbyrjun 2009. - ghs
Starfsgreinasambandið:
Vill almenna
launahækkun
KRISTJÁN
GUNNARSSON
„Rjóminn er ómissandi
í eftirréttinn“
Gerðu það gott með rjóma!
uppskriftir á www.ms.is
Gunnar Karl
Landsliðskokkur