Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. desember 2007 13 HESTAMENNSKA Íslenski hesturinn skipaði veglegan sess á alþjóðlegri hestasýningu í Stokkhólmi í Svíþjóð sem fram fór um helgina. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var heiðursgestur og setti sýninguna á föstudagskvöld. Þetta var í fimmtánda sinn sem sýning af þessum toga er haldin, en hún hefur farið fram árlega í íþróttahöllinni Globen. Hafa tugir þúsunda gesta sótt viðburðinn ár hvert. Íslenski hesturinn er vinsæll í Svíþjóð og er þriðja útbreiddasta hestakynið þar í landi. Í setningarávarpi sínu gat ráðherra þess meðal annars hve mikilvægar slíkar sýningar væru fyrir hestamennsku á heimsvísu. Íslendingar væru bæði ánægðir og stoltir af sínum íslenska hesti og framgangi hans á erlendri grund. Ýta þyrfti enn frekar undir þann áhuga og það væri heiður að þeim sóma sem Íslendingum væri sýndur á þessari sýningu. Gott orð færi af hestamennsku og ánægjulegt að íslenska hestinum væri nú gert svo hátt undir höfði. Einar Kristinn minnti á að til að hesta- mennskan yxi og dafnaði þyrfti öfluga hrossarækt. Þar stæðu Íslendingar vel að vígi. Íslenski hesturinn væri ekki eyland heldur þátttakandi í heildarframvindu hrossaræktar og hestamennsku um heim allan. - jss EINAR KRISTINN GUÐFINNSON Ráðherra, sem var heiðursgestur sýningarinnar, mætti í hestvagni til setningarathafnarinnar ásamt fulltrúa samtaka sænskra hestamanna. Íslenski hesturinn á alþjóðlegri hestasýningu í Svíþjóð: Skipaði veglegan sess í Globen FINNLAND Dómstóll í Finnlandi hefur ákveðið að náða Nikita Joakim Fouganthine, áður þekktur sem Juha Valjakkala, sem situr í fangelsi fyrir að hafa myrt þriggja manna fjölskyldu í kirkjugarði í Åmsele í Svíþjóð árið 1988. Að til standi að láta hann lausan vekur Svíum ugg. Fouganthine verður sennilega sleppt á skilorði 1. mars en hann verður undir rafrænu eftirliti í fjóra mánuði, að sögn sænska dagblaðsins Dagens Nyheter. Frelsið er skilorðsbundið í fjögur ár. Svíar hafa mótmælt kröftug- lega í hvert skipti sem Fouganth- ine hefur sótt um náðun. - ghs Dómsmál í Finnlandi: Náðun vekur Svíum ugg SKÓLAR Bergþóra Valsdóttir, áheyrnarfulltrúi fyrir foreldra- samtökin SAMFOK í menntaráði Reykjavíkur, telur svör sem lögð voru fram í ráðinu um öryggis- mál í grunnskólum vera villandi. „Svarið má túlka þannig að hvað varðar heilbrigðismál og öryggismál (þar með taldar brunavarnir) sé allt í stakasta lagi. Rökstuddur grunur liggur fyrir um að ástand skólahúsnæðis sé ekki samkvæmt lögum og reglum,“ sagði Bergþóra á fundinum og lýsti yfir furðu sinni á svarinu. Hún vill að óháður aðili meti ástand skólahúsnæðisins. - gar Undrandi áheyrnarfulltrúi: Öryggi í skólum alls ekki í lagi VINNUMARKAÐUR Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, SA, segir að heildarkostnaðurinn í atvinnu- lífinu vegna komandi kjarasamninga megi ekki vera hærri en komi út úr kjara- samningum á hinum Norður- löndunum, eða um og yfir þrjú prósent. Aðeins eigi að hækka lágmarkslaunin og færa kaup- taxta nær greiddum launum. Einnig megi útfæra launaþróun- artryggingu fyrir þá sem hafa setið eftir. „Okkur líst ekki á að það verði almenn prósentuhækkun og viljum ekki ganga frá samningi við Starfsgreinasambandið sem er trampólín fyrir aðra,“ segir hann um kröfugerð sem Starfs- greinasambandið kynnti nýlega. - ghs Framkvæmdastjóri SA: Kostnaður verði þrjú prósent VILHJÁLMUR EGILSSON VINNUMARKAÐUR Starfsgreinasam- band Íslands, SGS, hefur lagt fram kröfur um að laun hækki um fjögur prósent 1. janúar 2008 og aftur 1. janúar 2009. Sam- bandið vill að allir launataxt- ar hækki um 20 þúsund krónur um næstu áramót og aftur um 15 þúsund krónur eftir eitt ár. Starfsgreinasambandið leggur til að lágmarks tekjutrygging í dagvinnu hækki úr 125 þúsund krónum í 150 þúsund um næstu áramót og verði 165 þúsund í ársbyrjun 2009. - ghs Starfsgreinasambandið: Vill almenna launahækkun KRISTJÁN GUNNARSSON „Rjóminn er ómissandi í eftirréttinn“ Gerðu það gott með rjóma! uppskriftir á www.ms.is Gunnar Karl Landsliðskokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.