Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.12.2007, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur 10.55 13.18 15.41 11.05 13.03 15.01 Í dag er miðvikudagurinn 5. desember, 339. dagur ársins. Í gamla daga lagði íslenskur almúgi sjáanlega mikla áherslu á óheft flæði í rýminu. Að minnsta kosti var oft glettilega mikill samhljómur í moldargólfum, þilj- um og torfþaki sem var allt nota bene úr náttúrulegum hráefnum. Þetta var löngu fyrir tíma almennrar vitundarvakningar í innanhússhönnun og því greini- lega meðfæddur talent. UNDIRBÚNINGUR jólanna var líka í þessum minimalíska stíl. Fáar en vel valdar skreytingar nutu sín sérlega vel í rýminu þarna í sveitinni. Eini verulegi dagamunurinn var stórhrein- gerningar sem ráðist var í af offorsi: Bærinn sópaður sundur og saman og öllu kviku stungið í bað. Reyndar öllum í eina og sama baðvatnið, svo ekki er víst hversu tandurhreinir hinir síð- ustu í röðinni urðu. Eigi að síður var mikil félagsleg pressa að hafa á jólum allt skínandi hreint. Og árlegar stórhreingerningar voru ærið lífseigar. Langt fram eftir síðustu öld þótti ekki við hæfi annað en sótthreinsa hvert skúmaskot á aðventu og taka síðustu strokurnar síðdegis á aðfangadag. Samhliða auðvitað að sauma jólafötin á fjölskylduna og baka tólf eða átján sortir í box og líma fyrir. Því áður en við vöndumst greiðum aðgangi að öllu – alltaf – var smákaka nokkuð sem hægt var að láta sig hlakka til að fá. EFTIR að rauðsokkurnar frels- uðu okkur frá þessu árlega sprett- hlaupi hefur leitin að inntakinu breyst. Í fyrndinni fólst kikkið í að vera grútskítugur og glorsolt- inn í myrkrinu en fá svo bað, mat og tólgarkerti. Síðar að spæna upp sjaldgæfan sykur eftir margra vikna akkorð við skúr- ingar. Nú til dags er uppi hávær krafa um að allir skuli njóta aðventunnar. Það er mikil vinna. NJÓTA þess að dúlla við að föndra og skreyta smátt og smátt. Njóta þess að skreppa á tónleika og kaffihús. Njóta þess að baka með börnunum lífrænar og syk- urlausar speltkökur. Taka þátt í keppninni um flottasta piparkökuhúsið. Halda aðventu- boð annað slagið og hafa sultaðan engifer og paté innan seilingar ef óvænta gesti ber að garði. Hamra á stemmingunni baki brotnu með kertum og huggulegri jólatónlist. Gera konfekt. Baka sörur. Halda í hefðirnar. Anda að sér ilmi jólanna. Umfram allt skulu þó allir vera rosa afslappaðir. Aðventa www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 02 16 1 2/ 07 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 RAV4 - alveg nýr heimur RAV4 er bíll sem boðar nýja tíma, nýjar áherslur, nýjar leiðir. Hann er ríkulega búinn staðalbúnaði og fæst með „Integrated Active Drive System“ sem eykur til muna öryggi og akstursánægju. Við hikum ekki við að fullyrða að þú færð meira út úr lífinu á nýjum RAV4, hvort sem er innanbæjar eða úti í náttúrunni. Straumlínulöguð yfirbygging og fjöldi tækninýjunga gera RAV4 fágaðri, fjörugri og þróaðri en nokkru sinni fyrr. Fjöldi útfærslna er í boði, þar á meðal hin íburðarmikla RAV4 VX sem teflir saman framúrskarandi snerpu og afburðaþægindum í akstri svo að hefðbundin skilgreining á smájeppa á ekki lengur við. Og tómstundir með fjölskyldunni fá líka allt aðra merkingu. Komdu og reynsluaktu RAV4 - alveg nýr heimur. Verð frá 3.030.000 kr. Allt sem þú ætlaðir að gera í fyrra gerirðu tvisvar í vetur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.