Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.12.2007, Qupperneq 4
4 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Engar greiðslur hafa borist frá ríkinu vegna rekst- urs sneiðmyndatækis á Heilbrigðis- stofnuninni í Ísafjarðarbæ, en tæplega átján mánuðir eru liðnir frá því tækið var tekið í notkun. Guðlaugi Þór Þórðarsyni heil- brigðisráðherra var afhent tækið formlega fyrr í vikunni en það var keypt fyrir samskotafé. „Sneiðmyndatæki er orðið nauð- synlegur þáttur í nútímalæknis- fræði, til sjúkdómsgreiningar,“ segir Þorsteinn Jóhannesson, lækningaforstjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar. „Það er klárlega dýrara fyrir ríkið að senda sjúklinga suður í rannsóknir. Ríkið þarf þá að borga flugið og rannsóknina, en með því að vinna rannsóknina hér sparast þó í það minnsta kostnaður við flugið,“ segir Þröstur Óskarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- stofnunarinnar. Þorsteinn segir að fyrir tilkomu tækisins hafi um 200 sjúklingar á ári verið sendir suður til Reykja- víkur til rannsókna. TR greiðir lungann úr ferðakostnaðinum, hlutur sjúklingsins er að hámarki 1.500 krónur fyrir hverja ferð. Flug fram og til baka frá Ísafirði kostar í dag rúmlega 25 þúsund krónur. Varlega áætlað greiddi TR því um fimm milljónir króna á ári vegna ferða sjúklinga suður til rannsókna. Sá kostnaður er úr sög- unni með tilkomu sneiðmyndatæk- isins. Ferðir suður leiddu einnig til mikils vinnutaps fyrir sjúklinga, sem nú er úr sögunni. „Þetta er aukin þjónusta og það er eðlilegt að henni sé mætt með fjárveitingum,“ segir Þröstur. Hann segir kostnað við rekstur sneiðmyndatækisins hlaupa á ein- hverjum milljónum króna á ári. Tækið var tekið í notkun í júní 2006 og síðan hafa um 500 rann- sóknir verið gerðar. Þorsteinn segir að það sem af er þessu ári hafi um 300 rannsóknir verið gerðar. Eðlilegt sé að notkunin sé meiri þegar ekki þurfi að senda sjúklinga suður, í því felist aukið öryggi í sjúkdómsgreiningum. Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað tók svipað tæki í notkun fyrir nokkru og frá upphafi fylgdu því 12,8 milljóna króna fjárfram- lög frá ríkinu til reksturs á tækinu, segir Þorsteinn. Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir þetta mál í skoðun hjá ráðuneytinu en vildi ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. brjann@frettabladid.is Engar greiðslur vegna nýs sneiðmyndatækis Ríkið hefur ekki greitt rekstrarkostnað vegna sneiðmyndatækis á Ísafirði í átján mánuði. Eðlilegt að aukinni þjónustu sé mætt með fjárveitingum, segir forstjóri. Sparar háar upphæðir þar sem ekki þarf að senda sjúklinga til Reykjavíkur. TÆKIÐ AFHENT Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra tók formlega við sneið- myndatækinu um átján mánuðum eftir að það var tekið í notkun en það var Gísli Jón Hjaltason sem afhenti það fyrir hönd þeirra sem söfnuðu fé fyrir tækinu. MYND/BB.IS FANGELSISMÁL „Við höfum verið gleymda fangelsið. Það að Árni skuli hafa munað eftir okkur gerir hann að vinsælasta manninum hér,“ varð einum fanganum í Kvennafang- elsinu í Kópavogi að orði í gær þegar Árni Johnsen mætti með flutningabíl fullan af nýjum springdýnum fyrir fangana. Tildrög gjafarinnar eru þau að daginn eftir að Árni færði Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg sjónvörp í haust fékk hann símtal frá kvenfanga í Kópavogi. Sagði hún rúmin þar jafngömul fangelsinu, sem og svampdýnurnar sem væru orðnar morknar. Árni gekk í málið, fékk nokkur félög og einkaaðila til að styrkja málefnið og keypti síðan tólf vönduð rúm frá RB rúmum í Hafnarfirði með afslætti. „Þetta er eins og gerist á bestu hótelum borginnar,“ sagði Árni stoltur þegar hann gekk inn með fyrstu dýnuna úr flutningabílnum. Einar Andrésson, varðstjóri í Kvennafang- elsinu, segir að beðið hafi verið um ný rúm árum saman enda afar mikilvægt að fólk geti fengið góða hvíld. „Það er nú bara þannig að fangelsi eru alltaf látin sitja á hakanum,“ sagði hann og bætti við: „Ég held að þetta verði til þess að mikið dragi úr bakvandamálum og lyfjanotkun vegna verkja.“ „Æi, ég gleymdi að ryksuga gólfið fyrir nýja rúmið,“ hrökk upp úr einni konunni þegar þær fylgdust með því þegar nýju rúmin voru borin inn í herbergin og því greinilegt að þeim þótti mikið til gjafarinnar koma. - kdk Tuttugu ára gömlum morknum svampdýnum hent út úr Kvennafangelsinu: Árni færir Kvennafangelsinu ný rúm MIKIÐ ÓSKAPLEGA ER ÞETTA GÓÐUR SKÁLDSKAPUR – KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR, KILJAN „JÓN KALMAN ER KOMINN Í RÖÐ OKKAR MESTU OG MIKILVÆGUSTU HÖFUNDA“ – PÁLL BALDVIN, FRÉTTABLAÐIÐ „ÞETTA ER FRÁBÆR SKÁLDSAGA“ –JÓN INGVI, ÍSLAND Í DAG DÓMSMÁL Hollensk kona á þrítugsaldri hefur verið dæmd í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi eftir að hafa reynt að smygla inn í landið í október nær 250 grömm- um af kókaíni. Konan var gripin í Leifsstöð. Konan hafði falið efnið vandlega. Um 90 grömm af því faldi hún í handtösku og rúm 150 grömm faldi hún innvortis. Hún játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Auk tíu mánaða fangelsis var konan dæmd til að greiða sakar- kostnað. - jss Héraðsdómur Reykjaness: Tíu mánuðir fyrir kókaín DÓMSMÁL Hálfþrítugur maður hefur verið dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft samræði við stúlku, sem þá var fjórtán ára, í bifreið. Maðurinn, sem er af erlendum uppruna, bauð stúlkunni og vinkonu hennar í bíltúr. Hann stöðvaði bifreiðina við ótilgreind- an skóla og rak vinkonuna út. Síðan hafði hann samræði við stúlkuna. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði manninn í nóvember 2006. Hæstiréttur ómerkti þann dóm og vísaði málinu aftur í hérað. Manninum var jafnframt gert að greiða stúlkunni 900 þúsund í skaðabætur og máls- kostnað. - jss Eins og hálfs árs fangelsi: Kynferðisbrot gegn fjórtán ára KOSOVO, AP Leiðtogar serbneska minnihlutans í Kosovo-héraði halda þingsætum sínum í hálft ár þrátt fyrir að þeir hafi sniðgengið þingkosningarnar í síðasta mánuði. Þetta er gert til að tryggja að minnihlutinn fái að koma sjónar- miðum sínum á framfæri. „Við verðum að verja réttindi og hagsmuni serbneska minnihlut- ans,“ sagði Joachim Rücker, æðsti embættismaður Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. Einnig skipta sex serbneskir stjórnmálaflokkar jafnt með sér þeim sextíu þingsætum sem frátekin eru fyrir serbneska minnihlutann. - gb Kosovo-þing: Serbar halda þingsætum ÍSRAEL, AP Avi Dichter, almanna- varnaráðherra Ísraels, hafnaði heimboði til Bretlands vegna þess að utanríkis- og dómsmálaráð- herrar Ísraels töldu hættu á að hann yrði ákærður fyrir stríðsglæpi og ráðlögðu honum að fara hvergi. Dichter var yfirmaður leyniþjón- ustunnar Shin Bet árið 2002 þegar ísraelskir hermenn vörpuðu sprengju að næturlagi á íbúða- hverfi í Gazaborg sem varð Salah Shadadeh, háttsettum Hamas-liða, að bana auk níu barna. - gb Ísraelskur ráðherra: Hætti sér ekki til Bretlands AVI DICHTER ÁNÆGÐ MEÐ NÝJU RÚMIN Fangi í kvennafangelsinu var himinlifandi með nýju rúmin sem Árni kom með í fangelsið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Karl og tvær konur, sem öll eru á þrítugsaldri, voru handtekin við húsleit í íbúð í miðborginni en þar fundust ætluð fíkniefni. Um nokkurt magn var að ræða en fíkniefnin voru falin í peningaskáp. Í honum var einnig lítilræði af fjármunum. LÖGREGLUMÁL Fíkniefni falin í peningaskáp                   ! # $ %   %   &       '(    )&  * # $  +,-. /-. 0-. 1-. 23 1-. ++-. +,-. +4-. +4-. +4-. +4-. 0-. 4,-5 23 +6-.5 23 47-.5 23               !"  #   $         % &  #   '(    #) #%   *+ #   #        *  # ,-  # % ., # +  # # #     *  #  #  )   #/  % 0123 5 !6    #/   # '(  % ) 8" 9:;+,9 ( ;   <;   3 9  ! = " + 07, 8- -  #(                GENGIÐ 06.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,7649 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,50 61,80 124,72 125,32 89,59 90,09 12,009 12,079 11,141 11,207 9,534 9,590 0,5550 0,5582 97,04 97,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Ólafur Ólafsson var ranglega sagður formaður Félags eldri borgara í blað- inu í fyrradag. Formaður félagsins er Margrét Marteinsdóttir, sem tók við formennsku af Ólafi árið 2005. LEIÐRÉTTING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.