Fréttablaðið - 07.12.2007, Qupperneq 6
6 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Soroptimistar styrkja Forma
Soroptimistaklúbbur Grafarvogs
hefur styrkt Forma með 150 þúsund
krónum. Klúbburinn fékk Ölmu
Geirdal, framkvæmdastjóra Forma, í
heimsókn á dögunum til að fræðast
um vinnu samtakanna gegn átröskun
og var styrkurinn afhentur við það
tækifæri.
HEILBRIGÐISMÁL
Árekstur í Eyjum Hálka gerði
ökumönnum í Vestmannaeyjum
lífið leitt í gær. Einn árekstur varð í
bænum er tveir bílar skullu saman.
Engan sakaði en bílarnir skemmd-
ust nokkuð. Að sögn lögreglu gekk
umferð í bænum að öðru leyti vel,
þrátt fyrir leiðinda aðstæður oft á
tíðum.
LÖGREGLUFRÉTT
LÖGREGLUMÁL „Hann skipaði mér
allt í einu að láta sig fá peningana.
Þegar ég neitaði og sneri mér við
í sætinu sá ég hvar hann reiddi
hnífinn í átt að andlitinu á mér,“
segir Rögnvaldur Ólafsson, tæp-
lega sextugur leigubílstjóri, sem
varð fyrir fólskulegri árás far-
þega í misheppnaðri ránstilraun í
fyrradag.
Rögnvaldur náði að víkja sér
undan árásinni en hnífurinn hafn-
aði í augabrún hans. „Ég fann
hvernig blóðið fossaði úr auga-
brúninni og augað fylltist af blóði.
Það eina sem ég hugsaði var að
verja mig og bar höndina fyrir
andlitið á mér en hann hélt áfram
að reyna að stinga mig og ég skarst
á hendinni vegna þess. Ég er viss
um að hann var bara að reyna að
drepa mig svo hann gæti tekið
peninginn,“ segir Rögnvaldur.
Auk þess að beita eggvopninu
lét árásarmaðurinn höggin dynja
á Rögnvaldi. „Hann sló mig
tvisvar sinnum í andlitið með
hinni hendinni og ég vankaðist
aðeins við það. Ég náði loksins að
losa beltið og komast út úr bílnum
en þá hljóp hann í burtu út í
myrkrið.“
Rögnvaldur ók því næst til lög-
reglu, sem kom honum til aðhlynn-
ingar á slysadeild. Tæknideild
lögreglu rannsakaði bílinn í kjöl-
farið og eftir lýsingu Rögnvalds á
árásarmanninum vöknuðu grun-
semdir hjá lögreglu um að viss
einstaklingur tengdist málinu. Í
framhaldinu hófst leit að manni
sem grunaður var um verknaðinn
og var hann handtekinn síðdegis í
gær í Kringlunni. Hann er um tví-
tugt og á langan sakaferil að baki,
meðal annars fyrir ofbeldisbrot.
Hann var yfirheyrður af lögreglu
í gær.
Rögnvaldur var mættur til
vinnu í morgunsárið, daginn eftir
árásina. „Maður hefur nú oft lent
í handalögmálum í vinnunni, en
aldrei áður hefur verið ráðist á
mig með eggvopni,“ segir hann.
„Mér finnst þessi heimur fara
harðnandi, nú eru allir svo æstir
og örir að maður þorir ekki öðru
en að vera sammála síðasta ræðu-
manni hér í bílnum.“
Rögnvaldur segist ekki hafa ótt-
ast um líf sitt enda hafi atburða-
rásin verið hröð. „Þetta var þaul-
skipulagt. Hann spurði mig hvort
ég gæti skipt fimmþúsundkalli og
ég sagði svo vera. Nú eftir á að
hyggja veit ég að það var bara til
að vera viss um að hann hefði eitt-
hvað upp úr krafsinu,“ segir
Rögnvaldur. aegir@frettabladid.is
Hann var bara að
reyna að drepa mig
Leigubílstjóri sem varð fyrir líkamsárás í Hátúni í fyrradag telur að árásar-
maðurinn hafi verið að reyna að drepa hann. Árásarmaðurinn beitti eggvopni og
skar fórnarlambið í andlitið. Maður grunaður um árásina var handtekinn í gær.
LEIGUBÍLAR Maður sem grunaður er um að hafa ráðist á leigubílstjóra með eggvopni var handtekinn í gær. Hann á langan saka-
feril að baki, meðal annars fyrir ofbeldisverk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
©
In
te
r I
KE
A
Sy
ste
m
s B
.V
. 2
00
7
GLÄNSA aðventuljós
7 armar L59xB94, H45 cm
3.990,-
ISIG kerti Ø7, H15 cm
gyllt/silfurlitað
195,-
ISIG kerti 5 stk. H20,
12 og 7 cm ýmsir litir
495,-
ISIG kerti Ø7,
H15 cm
150,-
Bjartar
vetrarnætur
GLÄNSA aðventuljós
7 armar Ø17, H15 cm
695,-
Opið til 22:00 fram að jólum
SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Samtaka
atvinnulífsins (SA) lýsti nýlega
yfir eindregnum stuðningi við
sjónarmið Landssambands
íslenskra útvegsmanna að fella að
fullu niður veiðigjald á sjávar-
útveginn. SA hvetur ríkisstjórnina
og Alþingi til þess að breyta
fyrirliggjandi frumvarpi um
niðurfellingu veiðigjalds að hluta
til þannig að gengið verði alla leið
og að sjávarútvegurinn losni
alfarið við þetta sérstaka gjald.
Illa horfir með afkomu sjávar-
útvegsins, segir á vefsíðu SA, og
því telur stjórnin engin rök fyrir
sérstakri skattlagningu á sjávar-
útveginn umfram aðrar. - shá
Samtök atvinnulífsins:
Veiðigjald verði
alveg fellt niður
ÞÝSKALAND, AP Tvær mæður í
Þýskalandi eru í haldi lögreglu eftir
að lík barna þeirra fundust falin á
heimilum þeirra. Önnur þeirra virð-
ist hafa myrt fimm syni sína nú í
vikunni, en hin þrjú af fimm börn-
um sínum stuttu eftir fæðingu
þeirra.
Lík fimm drengja, þriggja til níu
ára, fundust á miðvikudag á heimili
þeirra í smábænum Darry í Slesvík-
Holstein eftir að móðir þeirra, sem
er 31 árs, sagði lækni hvar þau væri
að finna. Talið er að drengirnir hafi
fyrst verið svæfðir með svefn-
töflum og síðan kæfðir með plast-
poka, annaðhvort á þriðjudag eða
miðvikudag.
Móðirin var einstæð og mun eiga
við geðsjúkdóm að stríða.
Á miðvikudag hafði lögreglan í
austanverðu Þýskalandi skýrt frá
því að þrjú barnslík hefðu fundist í
borginni Plauen, skammt frá landa-
mærum Tékklands. Fyrsta líkið, af
barni sem fæddist árið 2002, fannst
27. nóvember síðastliðinn í
geymslurými á heimili ættingja
móðurinnar, vafið inn í plast. Hin
líkin tvö fundust síðan á þriðjudag-
inn á heimili móðurinnar, sem er 28
ára gömul, einnig vafin inn í plast,
annað í frystikistu en hitt úti á svöl-
um. Öll voru þau nýfædd þegar þau
létust.
Móðirin er í haldi lögreglu, en
neitar að hafa myrt börnin. Hún á
tvö önnur börn, sem hafa verið færð
í umsjón hins opinbera. - gb
Átta barnslík hafa fundist í Þýskalandi:
Tvær mæður í haldi lögreglu
LÖGREGLAN Á VETTVANGI Í DARRY
Þýsk lögreglukona flytur rannsóknar-
gögn í tösku út úr íbúðarhúsinu í Darry,
þar sem lík fimm ungra drengja fundust
á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Finnst þér notkun fingrafarales-
ara í mötuneytum grunnskóla
eðlileg?
Já 48,9%
Nei 51,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu fylgjandi aðgerðum ríkis-
ins í þágu öryrkja og aldraðra?
Segðu skoðun þína á visir.is
VIÐSKIPTI Pálmi Haraldsson í Fons hefur keypt 6,9
prósent í FL Group fyrir rúma tíu milljarða króna.
Hlutinn keypti hann af Hannesi Smárasyni, fyrrver-
andi forstjóra félagsins, Magnúsi Ármanni, Þor-
steini M. Jónssyni og Kevin Stanford. Samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins ætlar Pálmi líka að taka
þátt í hlutafjárútboði FL Group fyrir áramót þar
sem minnst tíu milljarðar eru í boði. Hlutur Fons,
sem er eignarhaldsfélag Pálma og Jóhannesar
Kristjánssonar, í félaginu mun því stækka.
Gengi bréfa FL Group í þessum viðskiptum var
16,1. Hlutafjáraukningin mun fara fram á genginu
14,7. Þegar Kauphöllin lokaði í gær var gengi FL
Group 15,65 og lækkaði um rúm fjögur prósent.
Samkvæmt frétt á viðskiptavef Vísis.is töpuðu
Magnús, Kevin og Þorsteinn 1,9 milljörðum á því að
selja 2,31 prósent í FL Group á 3,4 milljarða.
Í gær var gengið frá samkomulagi um beitingu
atkvæðisréttar í FL Group á milli félaga í eigu
þremenninganna og Hannesar Smárasonar.
Sameiginlegt atkvæðamagn þeirra á hluthafafundin-
um 14. desember næstkomandi verður 25,13
prósent. Hannes á nú tæp 16 prósent í félaginu og
Magnús, Kevin og Þorsteinn rúm níu prósent.
Ekki náðist í Hannes í gær en í tilkynningu er haft
eftir honum að hann hyggist beina kröftum sínum í
auknum mæli að orkugeiranum og útrás hans
samhliða því að taka sæti í stjórn FL Group. Hann
ætlar sér að kaupa 23 prósent í Geysi Green Energy
af FL Group. - bg
Pálmi Haraldsson í Fons eignast tæp sjö prósent í FL Group:
Keypti fyrir tíu milljarða króna
HLEYPUR AFTUR INN Í FL GROUP Pálmi Haraldsson fundaði
með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni FL Group,
áður en hlutafjáraukning félagsins var tilkynnt. Hann opnaði
dyr sínar og keypti í dag tæp sjö prósent.
KJÖRKASSINN