Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 8
7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
FINNLAND Ófremdarástand er í
bænum Nokia í Finnlandi vegna
mengunar í grunnvatni. Helmingur
bæjarbúa er illa haldinn af maga-
veiki. Skólar og leikskólar eru lok-
aðir, að sögn finnska dagblaðsins
Hufvudstadsbladet, og bæjarbúar
hafa flúið bæinn.
Ástandið hefur staðið í rúma viku
og er talið verra en nokkur hefði
getað ímyndað sér. Ekki bætir úr
skák að bæjaryfirvöld létu ekki
vita af menguninni fyrr en of seint,
þegar fjöldi fólks var þegar orðinn
veikur. Þau eru sögð hafa reynt að
þagga málið niður. „Ég bið um fyrir-
gefningu. Þetta er áfall,“ segir
Markku Rahikkala bæjarstjóri.
Samkvæmt Hufvudstadsbladet
stóð fólk í biðröð til að fá drykkjar-
vatn eða til að komast að á heilsu-
gæslustöðinni. Allt flöskuvatn er
uppselt og er ekki einu sinni leyfi-
legt að nota kranavatnið soðið.
Ófremdarástandið í Nokia versn-
aði verulega á miðvikudag þegar
leiðsla sprakk. Talið er að leiðslur
leki, jafnvel á fleiri en einum stað,
og að afrennslisvatn hafi þannig
komist í kranavatnið. Enn hefur
enginn dáið svo vitað sé en bæjar-
starfsmenn munu banka á dyr eldri
borgara næstu daga til að kanna
hvernig þeim heilsast.
Íbúar Nokia eru þrjátíu þúsund
talsins. - ghs
Afrennslisvatn hefur blandast við drykkjarvatn í Nokia í Finnlandi:
Veikir íbúarnir flýja bæinn
ALÞINGI Ríkisendurskoðun mun
vinna stjórnsýsluúttekt á Þróunar-
félagi Keflavíkurflugvallar. Þar
verður aðferðafræðin við sölu
eigna ríkisins á fyrrum varnar-
svæði á Miðnesheiði rannsökuð
sem og meint tengsl kaupenda við
stjórnvöld. Þetta upplýsti Lúðvík
Bergvinsson, þingflokksformaður
Samfylkingarinnar, í umræðum um
skýrslu forsætisráðherra um
Þróunar félagið á Alþingi í gær.
Lúðvík sagði lykilatriði að allt varð-
andi sölu ríkiseigna á varnarsvæð-
inu væri uppi á borðinu. Mikilli tor-
tryggni hefði verið sáð, og ástæða
til að taka það alvarlega.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
hafa gagnrýnt að þeir hafi ekki
fengið aðgang að samningum Þró-
unarfélagsins. Fulltrúar í fjárlaga-
nefnd fengu í gærmorgun að sjá
umrædda samninga, en um þá ríkir
trúnaður vegna viðskiptahagsmuna
kaupandans.
Lúðvík sagði Ríkisendurskoð-
anda hafa farið yfir umrædda
samninga. „Niðurstaða hans er sú
að þessir samningar séu þannig úr
garði gerðir að þeir séu bókunar-
hæfir, það er að segja að hægt sé að
færa þau verðmæti sem þeir fela í
sér inn í ríkisreikning.“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu vinnubrögð við sölu
eigna harðlega á þingi í gær.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna, sagðist ítrekað hafa óskað
eftir upplýsingum um mál tengd
Þróunarfélaginu, en hafi verið
dreginn á asnaeyrum og ekki fengið
þau gögn sem brýnust séu í málinu.
Þar megi nefna kaupsamninga,
verðmat og ástæður þess að tiltekn-
um aðilum var selt. Þá hafi hann
spurt um tengsl þessara aðila við
Sjálfstæðisflokkinn.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstri grænna, gekk lengra
og sagði sömu menn sitja beggja
vegna borðsins:
„Á mannamáli sagt gerist það
ósköp einfaldlega að Sjálfstæðis-
flokkurinn selur sjálfum sér þessar
eignir, með býsna líkum hætti og
annar ónefndur flokkur seldi
sjálfum sér banka hérna aðeins
fyrr á þessari öld,“ sagði hann.
Geir H. Haarde forsætisráðherra
hafnaði þessum málflutningi, og
sagði Steingrím hafa orðið sér til
minnkunar með orðum sínum. „Það
er ekki svo að það hafi verið leynt
upplýsingum í þessu máli, eða til
standi að leyna upplýsingum,“
sagði Geir. brjann@frettabladid.is
Stjórnsýsluúttekt á
eignasölu í Keflavík
Mikilli tortryggni hefur verið sáð um sölu eigna ríkisins á Keflavíkurflugvelli
að mati þingflokksformanns Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn að selja
sjálfum sér segir formaður VG. Upplýsingum ekki leynt segir forsætisráðherra.
Ef vel tekst til við sölu eigna á fyrr-
um varnarsvæði gætu skapast fleiri
störf á svæðinu en þegar varnarliðið
var þar með starfsemi, sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra á Alþingi í
gær. Í dag starfi þar um 400 manns,
en um 800 hafi misst vinnuna þegar
varnarliðið hvarf á brott í fyrra.
Geir upplýsti að 135 byggingar
hefðu verið seldar fimm aðilum,
sem hefðu greitt fyrir samtals 15,7
milljarða króna. Nær undantekning-
arlaust hafi hæsta boði verið tekið
og reglur um gagnsæi virtar.
FLEIRI STÖRF GÆTU SKAPAST EN ÁÐUR
RÁÐAGÓÐIR Þingmenn Framsóknarflokksins, þeir Höskuldur Þórhallsson (til hægri)
og Bjarni Harðarson, gefa formanni sínum, Guðna Ágústssyni, góð ráð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FINNLAND
SVÍÞJÓÐ
RÚSSLAND
Helsinki
Tampere
NOKIA
Gjafakort í allar sumarbúðir KFUM og KFUK verða seld
í Kringlunni á 2. hæð, laugardaginn 8. desember.
Gjafaupphæð er frjáls.
Upplýsingar um heildarverð í hvern flokk er að finna á
heimasíðu félagsins, www.kfum.is og í síma 588 8899.
Gjafakortin eru einnig seld virka daga á skrifstofu KFUM og KFUK,
Holtavegi 28, Reykjavík.
Er barnið þitt að safna
fyrir sumarbúðaferð
næsta sumar?
!
!
!
!
!
!
Brag› sem segir sögu
Vi› teygjum tímann
Vi› nostrum vi› laxinn okkar
til fless a› tryggja einstakt brag›.
www.opal.is
Handflaka›ur úr fersku hráefni
fiurrsalta›ur í höndum me› sjávarsalti
Hangireyktur me› birkispæni
Handsneiddur af sérstakri alú›
Hangireykti laxinn okkar fæst í verslunum Nóatúns,
verslunum Hagkaupa, Melabú›inni, Ostabú›inni og í
Flugstö› Leifs Eiríkssonar í versluninni Inspired by Iceland.
NOKIA Nokia er þrjátíu þúsund manna
bær norðvestur af Helsinki.