Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 10

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 10
10 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN Kona á sextugsaldri var handtekin á þriðjudag eftir misheppnaða tilraun til bankaráns í bílalúgu. Hún keyrði upp að lúgu bankans, sem er í bænum Hardee- ville í Flórída, rétti gjaldkeranum miða með fyrirmælum og beið róleg á meðan starfsmaðurinn hringdi á lögreglu. Hún reyndi hvorki að dulbúast né hylja númeraplöturnar á bílnum sínum. Samkvæmt fréttavef The Beufort Gazette voru lögreglu- þjónar komnir á staðinn innan við mínútu eftir að símtalið barst, enda lögreglustöðin í sömu götu. Þá upphófst stutt eftirför sem lauk þegar konan gafst upp. - sþs Vann ekki heimavinnuna: Bílalúgubanka- ræningi gripinn Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 39 98 6 11 /0 7 Leki göngustafir fyrir þá sem gera kröfur Verð frá 3.990 parið ÖLDRUNARMÁL „Það sem við leggjum áherslu á eru búsetumál aldraðra og daggjöld,“ segir Brit Bieltvedt, formaður Félags stjórn- enda í öldrunarþjónustu. Félög og samtök um málefni aldraðra kynntu í gær áskorun til Alþingis og ríkisstjórnarinnar um að stórauka fjármagn til búsetu- og umönnunarmála aldraðra. Brit segir að 374 hjúkrunar- rými, sem byggð verða fyrir árið 2010, fullnægi ekki þörfinni í sam- félaginu. Þá sé afar nauðsynlegt að flýta framkvæmdum því aldr- aðir sem þurfi á mikilli hjúkrun að halda geti ekki beðið í tvö ár. Ríkisstjórnin boðaði aðgerðir til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja næstu tvö ár, sem kosta munu ríflega fjóra milljarða. Félögin gagnrýna að ekkert fé fari til framkvæmdasjóðs aldraðra í endurbætur og byggingu hjúkrun- arheimila né til aukinnar heima- þjónustu eða hækkunar dag- gjalda. Margrét Margeirsdóttir, for- maður Félags aldraðra í Reykja- vík og nágrenni, sagði að fagna bæri aðgerðum ríkisstjórnarinnar og sagði þær vera til marks um breytt viðhorf til aldraðra. Margrét gagnrýndi þó harðlega hjúkrunarheimili sem hún sagði vera úrelt fyrirkomulag. Fjölbýli, þar sem ókunnugt fólk deilir her- bergi, væri barn síns tíma. Slíkt hefði fyrir löngu verið afnumið í nágrannalöndunum og á sambýl- um fatlaðra á Íslandi. Fimm félög aðstandenda aldr- aðra stóðu einnig að áskoruninni. Þeir sögðu búsetu aldraðra og heilabilaðra oft ekki mönnum bjóðandi og nauðsynlegt væri að auka þjónustu við aldraða svo hægt væri að mæta líkamlegum og andlegum þörfum þeirra. Þá hafi heimahjúkrun verið skorinn afar þröngur stakkur. „Margar fjölskyldur þjást því þær koma ekki ástvinum sínum í þjónustu sem hæfir þeim. Oft verða til tveir sjúklingar í stað eins því aðstandandi gengur of nærri sér við stöðuga umönnun,“ segir Brit. Brit gagnrýnir einnig óhag- kvæmni þess að aldraðir og heila- bilaðir séu látnir dveljast á sjúkrahúsum í stað þess að reisa hjúkrunarheimili, enda séu sjúkrahúsrými mun kostnaðar- samari. eva@frettabladid.is Búseta aðal- baráttumálið Félög og samtök um málefni aldraðra gagnrýna að í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hvergi að finna áætlanir um fleiri hjúkrunarheimili, aukna heima- þjónustu eða hækkun daggjalda. ÁSKORUN ELDRI BORGARA Brit Bieltvedt og Margrét Margeirsdóttir kynntu málefni aldraðra á fundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓLALJÓS Fólk safnaðist saman þegar kveikt var á ljósum á jólatrénu sem stendur vestan við alríkisþinghúsið í Washington. NORDICPHOTOS/AFP BARNAVERND Barnaheill leggja áherslu á að mörkuð verði heild- stæð stefna í háskólum í kennslu um barnavernd og kynferðislegt ofbeldi. Háskóladeildir bjóði nám- skeið um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, rannsóknir um það verði efldar og útgáfa aukin. Þá gæti aukin samvinna milli háskóla og félagasamtaka nýst í kennslu á háskólastigi. Evrópuhópur Barnaheilla leggja áherslu á að ávallt skuli hafa það sem barni er fyrir bestu að leiðar- ljósi þegar tekið er á mansali og að staða barnsins sem innflytjanda sé aukaatriði, að börnin fái áfalla- hjálp, aðhlynningu og strax aðgang að allri þjónustu. Þá fái það til- sjónarmann og fjölskylda þess verði fundin. Þetta er meðal niðurstaðna á hádegisfundi Barnaheilla í átaki gegn kynbundnu ofbeldi. - ghs Barnaheill vill að heildstæð stefna verði mótuð í kennslu: Hagur barna hafður að leiðarljósi ÞÝSKALAND, AP Kröfur opinberra embættismanna um mútugreiðsl- ur koma harðast niður á fátæku fólki í Afríku og Asíu, þar sem fólk neyðist víða til að greiða mútur til þess að fá lögregluvernd, menntun fyrir börn sín og sann- gjarna meðferð hjá dómstólum. Þetta kemur fram í nýrri könn- un samtakanna Transparency Inter national. Rúmlega 63 þúsund manns í 60 löndum voru spurðir út í reynslu sína af mútugreiðslum. Verst er ástandið í Afríku. Þar segjast 42 prósent aðspurðra hafa verið krafin um mútugreiðslur á síðustu tólf mánuðum, en næst á eftir koma Asíu- og Kyrrahafsríki með 22 prósent, þá Rússland, Moldóva og Úkraína með 21 pró- sent, Rómanska Ameríka með 13 prósent, Suðaustur-Evrópa með 12 prósent, Evrópusambandsríki með fimm prósent og loks þótti ástandið best í Norður-Ameríku þar sem tvö prósent sögðust greiða mútur. Af einstökum löndum reyndist ástandið verst í Kamerún, þar sem 79 prósent segjast þurfa að greiða mútur. Næst kemur Kambódía með 72 prósent, Albanía með 71 prósent og Kosovo með 67 prósent. Þar á eftir komu svo Paki stan og Makedónía með 44 prósent. Ástandið er hins vegar best í Austurríki, Frakklandi, Íslandi, Japan, Kanada, Suður-Kóreu, Sviss og Svíþjóð þar sem eitt pró- sent segist hafa þurft að greiða mútur. - gb Ný könnun á mútugreiðslum til opinberra embættismanna: Spilling mest í Afríku og Asíu SPILLINGU MÓTMÆLT Á Filippseyjum hafa undanfarnar vikur verið háværar mótmælaaðgerðir gegn spillingu stjórn- valda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.