Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 16

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 16
16 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið RANNSÓKN „Það er töluvert sem við vitum og grunum hann um en við þurfum að fá sannanir,“ segir Alfreð Garðarsson, einn sveitar- stjórnarmanna í Grímsey. „Ég vil ekkert gefa upp um hve mikið við erum að tala í peningum en hrepp- inn munar um hverja krónu.“ Sveitarstjórnin hefur rannsak- að fjármál sveitarstjórans eftir að hann játaði fyrir dómi á dögunum að hafa dregið sér tæp þrettán tonn af olíu á meðan hann gegndi stöðu umboðsmanns Olíu- dreifingar. Olíuna notaði hann til að kynda heimili sitt og verslun sem hann rak í eynni. Maðurinn hefur gegnt stöðu sveitarstjóra síðan í sumar en hann sat sem oddviti í hrepps- nefndinni í tvö ár fram að því. Skrifstofa hans var innsigluð í kjölfarið og sveitarstjórnin hratt af stað rannsókn til að kanna hvort allt væri með felldu í fjármálum hreppsins. „Það ríkir mikil sorg hér í eynni út af þessu öllu saman. Þetta er bara einn stór harmleikur,“ segir Alfreð. Sveitarstjórinn hefur gegnt starfi umboðsmanns Íslandspósts í Grímsey í nokkur ár og þar er hafin rannsókn á störfum hans fyrir fyrirtækið. - æþe Rannsókn á fjárreiðum sveitarstjórans í Grímsey lýkur um helgina: Vísbendingar um fjárdrátt UMHVERFISMÁL 94,5 prósent Íslendinga vilja að stóriðjufyrirtæki borgi fyrir losun sína á gróður- húsalofttegundum, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Náttúruverndar- samtök Íslands. Náttúruverndarsamtökin segja þetta lýsa því að almenningur hafni sérstökum undanþágum fyrir áliðnað á Íslandi. Fyrirtækin eigi sjálf að bera kostnað af menguninni. Til samanburðar taldi þorri aðspurðra, eða 82,9 prósent, að öll fyrirtæki, ekki bara stóriðjufyrir- tæki, ættu að greiða fyrir losun sína á lofttegundun- um. Að auki var spurt í könnuninni hvort almenningur ætti sjálfur að greiða fyrir sína losun á gróðurhúsa- lofttegundum og var ekki sami einhugur um það. Um 49 prósent aðspurða töldu að svo ætti að vera, en 44 prósent voru því mótfallin. Náttúruverndarsamtökin segja þetta benda til að ríkur vilji sé meðal almennings til að taka á sig kostnað vegna aðgerða stjórnvalda til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. - kóþ Almenningur hafnar undanþágum fyrir áliðnað segja Náttúruverndarsamtökin: Flestir vilja að stóriðjan borgi VERKSMIÐJA Á GRUNDARTANGA Nær allir Íslendingar vilja að stóriðja borgi fyrir útblástur gróðurhúsalofttegunda, ef marka má könnun sem gerð var fyrir Náttúruverndarsamtökin. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI M á l þ i n g Mannréttindanefnd Reykjavíkur boðar til málþings um hvernig borgaryfirvöld geti spornað við ofbeldi gegn konum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag föstudag 7. desember milli kl. 13.30 og 17.00 Spurningunni velta fyrir sér fulltrúar ýmissa félagasamtaka og stofnana: kl. 13.30 Setning málþings, Sóley Tómasdóttir, formaður mannréttinda- nefndar Reykjavíkurborgar kl. 13.40 ReykjavíkurAkademían, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir kl. 14.00 Stígamót, Margrét Steinarsdóttir kl. 14.20 Kvennaathvarfið, Sigþrúður Guðmundsdóttir kl. 14.40 Neyðarmóttaka vegna nauðgunarmála, Eyrún B. Jónsdóttir kl. 15.00 Hressing kl. 15.30 Femínistafélagið, Kristín Tómasdóttir og Kári Hólmar Ragnarsson kl. 15.50 Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Tatjana Latinovic kl. 16.10 Jafningjafræðsla Hins hússins, Edda Sigfúsdóttir og Vilhjálmur Leví kl. 16.30 Samantekt og slit málþingsins, Sóley Tómasdóttir Málþingsstjóri er Felix Bergsson, fulltrúi í mannréttindanefnd - málþing í tilefni af 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi Léttar veitingar að lokinni dagskrá Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis Hvað geta borgaryfirvöld gert til að sporna við ofbeldi gegn konum? ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ REGNBOGANUM 6.-12. desember NÝJAR ÍTALSKAR KVIKMYNDIR DÓMSMÁL Sýslumaðurinn á Sel- fossi verður ekki við kröfu Hvera- gerðisbæjar um að aflétta þing- lýsingu skjala sem færðu eignarhald á svokallaðri Tívolílóð frá bænum til byggingarréttar- hafa á lóðinni. Fram hefur komið í Fréttablað- inu að eigandi félags sem keypti byggingarrétt á Austurmörk 24 af Hveragerðisbæ breytti skjölum þannig að ekki aðeins var bygg- ingarrétturinn skráður í þinglýs- ingarbækur á félagið heldur líka eignarhaldið á lóðinni. Þetta kom í ljós í haust þegar óskað var upp- boðs á byggingarréttinum vegna vanskila á skuldabréfum sem hvíldu á Austurmörk 24. Hugðist þá sýslumaður bjóða upp saman byggingarréttinn og lóðina sjálfa. Því mótmælti Hveragerðisbær og fékk málinu frestað. Svar frá Ólafi Helga Kjartans- syni sýslumanni var rætt í bæjar- ráði Hveragerðis í gær. „Litið var svo á að allar handskrifaðar inn- færslur ættu heima í framsalinu og að Hveragerðisbæ væri um þær kunnugt í samræmi við undir- ritun bæjarstjóra á framsalið sjálft,“ segir Ólafur Helgi. Hann kveðst telja að ekki hafi verið gerð mistök í þinglýsingu og hafni því ósk um leiðréttingu. Þá bendir sýslumaður á að nán- ast ómögulegt sé að skilja að bygg- ingarrétt og eignarhald á lóð. Í lögunum sé ekkert sem skýri inn- tak hugtaksins byggingarréttur. „Hvor rétturinn um sig er háður hinum,“ segir Ólafur Helgi sem bendir á að Hveragerðisbær geti leitað til Héraðsdóms Suðurlands innan fjögurra vikna sætti bærinn sig ekki við ákvörðun hans. „Þetta bréf frá sýslumanni er afar sérkennilegt svo ekki sé tekið dýpra í árinni,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir bæjarstjóri. Hún kveður bæjarstjórnina munu funda í næstu viku með lögmönn- um um framhald málsins. „Við líðum það náttúrulega ekki að eign okkar sé með þessum hætti frá okkur tekin. Þetta eru einfaldlega mistök í þinglýsingu hjá sýslu- manni og það sjá það allir.“ Bæjarstjórinn er ósammála sýslumanni um að byggingarrétt- ur verði ekki skilinn frá eignar- rétti á lóð. „Það er verið að selja byggingarrétt hér um allt land með svipuðum ákvæðum og eru í okkar samningi,“ segir Aldís. Fulltrúar frá Hveragerðisbæ fóru eftir hádegi í gær á skrifstofu sýslumanns til að vera viðstödd uppboð á byggingarrétti á Tívolíl- óðinni. „Við mættum þangað til að láta færa til bókar að það væri verið að bjóða upp byggingarrétt- inn án allra lóðarréttinda,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. gar@frettabladid.is Neitar leiðréttingu á þinglýstu Tívolíbréfi Sýslumaður neitar að leiðrétta eignarhald á Tívolílóðinni í þinglýsingarbókum eins og Hveragerðisbær krefst. Bæjarstjórinn segir Hvergerðinga ekki munu líða að verða sviptir eignarhaldi á lóðinni vegna mistaka sýslumannsins. UPPBOÐ HJÁ SÝSLUMANNI Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi bauð í gær upp byggingarrétt á lóðinni Austurmörk 24 sem var veð fyrir meira en 400 millj- óna skuld. Fulltrúar Hveragerðisbæjar, f.v. Herdís Þórðardóttir oddviti minnihlutans, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri og Guðjón Ægir Sigurjónsson lögmaður, mættu líka. MYND/EGILL Þetta bréf frá sýslumanni er afar sérkennilegt svo ekki sé tekið dýpra í árinni. ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR BÆJARSTJÓRI Í HVERAGERÐI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.