Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 25
Undanfarna daga hafa ýmsir opinberir aðilar og einstaklingar á vefmiðlum og dagblöðum farið með rangt mál um stefnumál Siðmenntar. Félagið vill því koma eftirfarandi á framfæri: • Frumvarp menntamálaráðherra til breytinga á grunnskólalögum er ekki árás á kristni eða kristið siðferði á Íslandi. Lagafrumvarp háttvirts menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, er í samræmi við úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg frá júní 2007. Dómurinn er fordæmisgefandi. Tilgangur frumvarpsins er að taka í burt trúarlegan merkimiða á siðferðislegt viðmið skólanna og nefna þess í stað sjálf siðferðisgildin. Þannig er höfðað til almenns siðferðis sem góð sátt í þjóðfélaginu ætti að nást um. Engum yrði mismunað og ekki verður lengur hægt að nota lögin sem afsökun og ástæðu fyrir trúarlegri starfsemi og boðun í skólum landsins. Mannréttindi barna ganga ekki út á spurninguna um meirihluta- eða minnihlutahópa foreldra þeirra, heldur að börnin fái faglega menntun og frið í skólastarfi frá hvers kyns utanaðkomandi starfsemi eins og trúboði og pólitískri innrætingu. Skólinn er fræðslustofnun, en ekki trúboðsstofnun. Siðmennt vonar að um þetta frumvarp verði þverpólitísk samstaða og landsmenn lýsi yfir eindregnum stuðningi sínum við það hvarvetna. Það er mikið í húfi því hlutlægan, veraldlegan grunn menntakerfisins þarf að vernda og styðja - öllum til góða. • Siðmennt er ekki og hefur aldrei verið mótfallið kristinfræðslu í skólum Siðmennt hefur alltaf stutt öfluga kennslu um trúarbrögð þar sem eðlilegt er að kristni og ásatrú fái aukna áherslu í ljósi sögu þjóðarinnar. Siðmennt mótmælir því hins vegar að trúboð og trúarlegar athafnir fari fram í opinberum skólum. • Siðmennt er ekki á móti því að haldið sé upp á litlu-jól í skólum Því hefur verið haldið fram að Siðmennt vilji láta banna litlu-jólin í skólum. Því hefur enn fremur verið haldið fram að Siðmennt vilji banna jóla- og páskafrí. Allt er þetta rangt. • Siðmennt eru ekki „hatrömm samtök“ Þann 30. nóvember s.l. var hermt eftir biskupi Þjóðkirkju Íslands í frétt 24-Stunda að Siðmennt væru „hatrömm samtök“. Þessi ummæli eru í hróplegu ósamræmi við þann orðstír sem Siðmennt nýtur sem siðsamt, málefnalegt og ábyrgt lífsskoðanafélag. Það hefur m.a. verið tilnefnt til verðlauna fyrir mikilvæg störf í þágu æskulýðsmála á landinu. Ummæli biskups eru ærumeiðandi og ósönn. • Siðmennt býður þeim 1/5 hluta þjóðarinnar sem er trúlaus1 ásamt öðrum val um mikilvægar félagslegar athafnir fjölskyldunnar og berst fyrir jafnrétti lífsskoðanafélaga. Borgaraleg ferming á vaxandi vinsældum að fagna og á næsta ári á hún 20 ára afmæli. Veraldlegar / húmanískar giftingar, útfarir og nafngiftir. Með vorinu 2008 mun Siðmennt bjóða upp á þjónustu þjálfaðra athafnarstjóra fyrir þessar mikilvægu félagslegu athafnir fjölskyldunnar. Siðmennt berst fyrir því að á Alþingi verði borið fram lagafrumvarp þess efnis að trúlaus lífsskoðanafélög fái réttindi og viðurkenningu til jafns við trúfélög. Með lífsskoðanafélagi er átt við félag sem aðhyllist ákveðna siðferðislega sannfæringu og býður upp á ofangreindar félagslegar athafnir fyrir fjölskyldur í landinu. Siðmennt óskar landsmönnum öllum gleðilegra hátíða og farsæls nýs árs! SIÐMENNT - FÉLAG SIÐRÆNNA HÚMANISTA Á ÍSLANDI 1Skv. Gallup könnun á vegum Þjóðkirkjunnar árið 2004 Auglýsingin var fjármögnuð með frjálsum framlögum meðlima í Siðmennt og er þeim hjartanlega þakkað fyrir. Nánari upplýsingar á sidmennt.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.