Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 32

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 32
32 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Niðurstöður PISA-rannsóknar-innar eru ekki ásættanlegar, eins og fram hefur komið í fréttum. Menntamálaráðherra segist hafa sérstakar áhyggjur af lesskilningi íslenskra nemenda. Þar séum við að dragast mest aftur úr. Niðurstöður PISA eru ekki bara vísbending um stöðu íslenskra barna í alþjóðlegum samanburði, þær eru ekki síður áminning um að mikilvægur þáttur þjóðmenn- ingar okkar hefur setið á hakanum. Við höfum slegið slöku við í bókmenntauppeldinu, börn lesa sífellt minna sér til ánægju og samfélagið skellir við skolla- eyrum. Lestraráhugi og lesskilningur eru tengd órjúfanlegum böndum. Við getum ekki býsnast yfir slöku gengi í lesskilningi nema líta í eigin barm og hugleiða hversu oft við lesum fyrir börnin okkar og hversu oft við ræðum við þau um bækur. Þekkjum við uppáhalds- höfundana þeirra, fylgjumst við með þegar nýjar barnabækur koma út? Stöndum við í biðröð til að kaupa handa þeim bækur? Hvað gerum við sem samfélag til að efla áhuga barna á lestri? Er talað um barnabækur af virðingu og áhuga í fjölmiðlum? Fá bókaormar jafnmikla hvatningu til að sinna áhugamáli sínu og íþróttagarpar? Eiga barnabækur greiða leið inn í skólakerfið? Leggjum rækt við lestur Ef við svörum þessum spurningum af hreinskilni komumst við aðeins nær skilningi á PISA-hrakförun- um. PISA-rannsóknin hefur nefnilega áður leitt í ljós skýrt samband milli áhuga barna á bóklestri og árangurs í lesskiln- ingi. Í erindi fulltrúa Námsmats- stofnunar á málþingi um lestur á sl. ári kom fram að mikilvægustu forspárþættir fyrir lesskilning íslenskra nemanda væru sjálfs- mynd í námi, ánægja af lestri, menningarleg virkni utan skóla og fjöldi bóka á heimili. Það skiptir sem sagt meginmáli fyrir árangur í lesskilningi að börnin hafi alist upp við bækur og að bækur séu sífellt innan seilingar. Þrátt fyrir að þetta samband sé svona skýrt horfum við aðgerðalaus á að áhugi íslenskra grunnskólanemenda á lestri er áberandi minni en í þeim löndum þar sem lesskilningur jafn- aldra þeirra er betri. Einungis 10% íslenskra 15 ára barna verja meira en klukkustund á dag í lestur sér til ánægju, 12% breskra og sænskra barna og 22% finnskra barna – en námsárangur Finna hefur vakið mikla athygli undan- farin ár. Við þurfum augljóslega að grípa í taumana til að koma íslenskum krökkum ofar á blað – en við gerum það ekki eingöngu innan veggja skólanna. Við þurfum samstillt átak og getum þar litið til nágrannaþjóðanna. Lestrarátak í Danmörku hefur t.d. skilað góðum árangri og unnið gegn minnkandi bóklestri barna. Foreldrar verða jafnframt að vakna til vitundar um gildi bóka fyrir börn og gera bóklestur að föstum þætti í heimilislífinu. Það er ekkert sem kemur í stað lestrarstunda foreldra og barna, jafnvel þó að börnin séu orðin læs. Við lesturinn skapast náin tengsl og um leið tækifæri til samræðna um lífið og tilveruna sem byggja upp sjálfs- mynd barnanna og ýta undir málþroska þeirra. Slíkar yndis- stundir sitja lengi í minningunni og sögurnar sem lesnar eru lifa með hlustandanum langt fram á fullorðinsár. Börnin upplifi bókaflóðið Hinn mælanlegi gróði er betri námsárangur við lok grunnskóla, því í PISA-rannsókninni koma fram tengsl milli þess að heyra sögur lesnar sem barn og standa sig vel í lesskilningi. Tíður kvöldlestur með fyrstubekkingum hefur jákvæð áhrif á íslenskukunnáttu þeirra síðar á skólagöngunni. Í danskri rannsókn hefur líka verið sýnt fram á tengsl milli þess að lesið sé fyrir börn í bernsku og að þau hafi áhuga á bóklestri þegar þau stækka. Lestrarstundir í bernsku, bókaáhugi og árangur í lesskilningi virðast því nátengdir þættir. Það er því vel hægt að draga þær ályktanir að lestur barnabóka leggi grunninn að farsælli skólagöngu barna. Börmum okkur ekki yfir slöku gengi barnanna okkar þegar við getum gert eitthvað til að styrkja þau. Bóklestur er engin töfralausn heldur hefur sannanleg áhrif á árangur. Við þurfum að stuðla að því að börnin lesi bækur. Hér skiptir áhugi hinna fullorðnu á barnabókum sköpum. Börn þurfa að finna að bækur eru spennandi og eftirsóknarverðar. Á þessum árstíma streyma nýjar íslenskar barnabækur í verslanir. Nú er kjörið tækifæri til að hvetja litla lestrarhesta áfram og kenna öðrum að taka fyrstu skrefin. Leyfum börnunum að upplifa jólabókaflóðið; handfjatla, skoða og þefa af nýju bókunum. Þau finna án efa eitthvað sem þau langar að lesa eða heyra. Slíkar gjafir skila miklu meiru en skammtímaánægju við jólatréð. Fyrstubekkingar núna munu án efa standa sig vel á PISA árið 2017 ef við tökum bókmenntauppeldið fastari tökum. Höfundur er formaður SÍUNG, Sambands íslenskra barna- og unglingabókahöfunda og íslensku- kennari við Háskólann á Akureyri. Skollaeyru samfélagsins UMRÆÐAN Lóðaúthlutanir Það sem Guðríður Arnardóttir, odd-viti Samfylkingarinnar í Kópavogi, skrifar ekki í grein sinni í Fréttablað- inu um lóðaúthlutanir í bænum er athyglisverðara en það sem hún skrifar. Guðríður segir að fulltrúar minni hlutans í bæjarstjórn hafi einungis haft „nokkrar klukku- stundir“ til að kynna sér tillögur okkar í meirihlutanum um úthlutun lóða í Vatnsendahlíð en tekur hins vegar ekki fram að hún baðst undan því til að byrja með að eiga hlut að máli. Mér fannst það einkennilegt háttalag og ólíkt forverum hennar sem tóku fullan þátt í lóðaúthlut- unum bæjarins og skoruðust ekki undan ábyrgð í því, meira að segja í þeim tilvikum sem félags- málaráðuneytið fann að aðferðunum. En Guðríður þegir um hlutdeild minnihlutans þegar hún gagnrýnir vinnubrögð bæjarins við að úthluta lóðum til fólks. Ef Guðríður hefði viljað vera algjörlega stikk frí í málinu hefði hún að sjálfsögðu afþakkað þessar „nokkrar klukkustundir“ líka sem reyndust nú ekki færri en svo að þær svara eins og einum vinnudegi. Minnihlutinn notaði tímann vel til að hafa bein áhrif á úthlutunina, gera eigin tillögur og leggja sitt huglæga og persónulega mat á umsóknirnar. Úthlutunin var þar að auki samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs. Ákvörðunin og ábyrgðin er því sameiginleg. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Lokaorð Guðríðar Arnardóttur um að ekki megi treysta „huglægu mati og persónulegri skoðun pólitískra fulltrúa“ hitta hana sjálfa fyrir. Ég ber meira traust til kjörinna fulltrúa en svo og fullyrði að orð oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi eigi að minnsta kosti ekki við um meirihlutann í bæjarstjórn Kópavogs. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Bæði sleppt og haldið GUNNAR I. BIRGISSON BRYNHILDUR ÞÓRARINSDÓTTIR Í DAG | Lesskilningur E ins og sást á umræðum á Alþingi um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið lokar þjóðin eyrunum þegar þingmenn fara í málþófsgírinn. Þetta er kannski ekki skrítið, því málþófsræður verða seint sakaðar um að vera skemmtiefni eða upplýsandi. Nú liggur fyrir þingi frumvarp til breytinga á lögum um þing- sköp, þar sem margt gott kemur fram til að styðja við þingmenn, og sérstaklega stjórnarandstöðuþingmenn, í starfi sínu. Eitt af því sem lagt er til er að ræðutími við aðra umræðu mála verði styttur, frá því að vera ótakmarkaður í að verða takmarkaður við fimm mínútur eftir fyrstu ræðu. Með öðrum orðum á að útiloka málþóf frá Alþingi og takmarka þannig réttmætt tæki stjórnarandstöðu til að sinna hlutverki sínu, þegar henni finnst meirihluti þings, eða ríkisstjórn, fara offari. Málþóf er eitt helsta vopn stjórnarandstöðunnar gegn ríkis- stjórninni, enda lítill munur á meirihluta Alþingis og ríkisstjórn hér á landi. Eins og þingmenn Vinstri grænna hafa réttilega bent á þarf lítil stjórnarandstaða nú enn fremur á því að halda að hafa einhver vopn. Fulltrúar meirihlutans hafa blásið á gagnrýni Vinstri grænna, meðal annars með þeim rökum að málþófsræður séu svo leið- inlegar, eða lítið upplýsandi. Í þessu felst reginmisskilningur á eðli málþófs, eða hótana um málþóf. Það er ekki tilgangur mál- þófs, hvorki hérlendis né á erlendum þingum, að standa í rök- ræðu. Tilgangurinn er að nota eitt af fáum vopnum sem stjórnar- andstaðan hefur til að fá meirihlutann til að gera breytingar á umdeildum lögum, eða jafnvel að draga frumvörp til baka. Lang- ar ræður og málþóf eru ekki vísbending um að alþingismenn séu ekki starfi sínu vaxnir, heldur einmitt að þingmennirnir séu að nota þá kosti sem lýðræðið býður upp á til að standa í fæturna þegar nauðsyn krefur. Málþóf er ekki ýkja oft notað tæki stjórnarandstöðu til að neyða meirihlutann að samningsborði. Á síðasta þingi voru málin tvö; vatnalög og lög um Ríkisútvarpið ohf. Bæði frumvörpin urðu að lögum, en færð hafa verið fyrir því rök að til að mynda lög um Ríkis útvarpið hafi tekið miklum breytingum vegna mál- þófs stjórnarandstöðunnar. Meðal annars hafi komið inn ákvæði um að upplýsingalög gildi um störf Ríkisútvarpsins. Í umræðu um þessar lagabreytingar hefur mest farið fyrir málþófsumræðunni, sem skýrist af því að þingheimur er sáttur við aðrar breytingar sem lagðar eru til, en Vinstri græn hafa lagst gegn styttingu ræðutíma. Fulltrúar hinna stjórnarand- stöðuflokkanna tveggja, Framsóknarflokks og Frjálslynda flokksins, eru hins vegar meðflutningsmenn. Það er skiljanlegt að þingmenn vilji nútímavæða störf þingsins, meðal annars með því að takmarka kvöld- og næturfundi. En þægindi þingmanna eiga ekki að koma niður á lýðræði. Gott lýðræði snýst ekki bara um að verða við vilja meirihlutans, heldur einnig að leyfa fjölbreytileika skoðana og aðhald með þeim sem valdið hafa. Með skynsamlegri notkun á málþófi, eða hótunum um málþóf, er hægt að veita meirihluta Alþingis virkt aðhald. Breytingar á þingsköpum Alþingis: Málþóf er tæki til virks aðhalds SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR Hærri verðlaun Höfundarnir sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna röbbuðu við Egil Helgason í Kiljunni á miðvikudag. Sigurður Pálsson hafði á orði að gefa mætti verðlaununum meiri vigt, til dæmis með því að hækka verðlaunaféð, og nefndi tíu milljónir króna í því sambandi. Það er engin ofrausn. Íslensku bókmenntaverð launin voru fyrst veitt árið 1989; handhafinn var aðeins einn og verðlaunaféð nam einni milljón króna. Árið síðar voru verðlaunin veitt í tveimur flokkum og sigurlaunin lækkuð í 750 þúsund krónur á verðlaunahafa og hafa verið óbreytt síðan. Hefði verðlaunaupphæðin verið bundin við vísitölu neysluverðs frá upphafi væru verðlaun- in tvöfalt hærri í ár en árið 1990. Enginn bakhjarl Þess ber að geta að enginn bak hjarl er á bak við Íslensku bókmennta verð launin heldur stendur Félag íslenskra bókaút- gefenda alfarið straum af kostnaði við þau, þar með talið dómnefndarstörfum og verðlaunagripum. Þeir sem leggja fram bók greiða 25 þúsund krónur fyrir hvern titil (12.500 fyrir barnabók). Sú upphæð hefur einnig verið óbreytt frá upphafi en 25 þúsund krónur frá 1989 eru á núvirði rúmlega 50 þúsund krónur. Eina framlag ríkisvalds bókaþjóðarinnar til Íslensku bókmennta- verðlaunanna er að forsetaembættið lánar Bessastaði fyrir verðlaunaafhendinguna og býður upp á veitingar. Hvar eru bankarnir? Félagi íslenskra bókaútgefenda til hróss má minna á að því hefur tekist að festa Íslensku bókmenntaverðlaunin ræki- lega í sessi og þótt þau séu umdeild er sannarlega mark á þeim tekið. En má ekki gefa aðeins í? Sjálfsagt getur það reynst tvíeggjað sverð að stóla á bakhjarla í þessum efnum, þeir láta sig gjarnan hverfa þegar harðnar á dalnum. Á hinn bóginn má líta á það sem svo að hér sé kærkomið tækifæri fyrir Björgólf Guðmundsson eða aðra velunnara listanna til að sýna að menningarlegur metnaður þeirra nái til lengri tíma en ekki styttri. bergsteinn@frettabladid.is REBUS OG RANKIN UPP Á SITT BESTA SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Enn einn gæðakrimminn um Rebus lögregluforingja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.