Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 36
[ ]
Í kökublaði Fréttablaðsins sem kom út sunnu-
daginn 2. desember skrifaði Nanna Rögnvald-
ardóttir pistil um jóladrumb sem hún bakar á
hverju ári og skreytir með átta dvergum. Hér
kemur uppskriftin að drumbinum.
JÓLADRUMBUR – EÐA BARA HVEITILAUS RÚLLUTERTA
Svampbotn:
6 meðalstór egg, aðskilin
160 g sykur
1½ tsk. vanilludropar
¼ tsk. salt
50 g kakóduft
Ofninn hitaður í 200°C og ofnskúffa klædd með bökunarpappír. Eggja-
rauðurnar þeyttar mjög vel með 110 g af sykrinum (5 mínútur í hrærivél,
lengur með aflminni þeytara). Vanilludropum og salti þeytt saman við
og síðan er kakóduftið sigtað yfir og blandað gætilega saman við með
sleikju. Eggjahvíturnar hálfþeyttar, 50 g af sykri blandað saman við og
þeytt áfram þar til hvíturnar mynda stífa toppa. Blandað gætilega saman
við kakódeigið með sleikju og síðan er deiginu dreift jafnt í ofnskúffuna
og botninn bakaður ofarlega í ofni í um 10 mínútur. Hvolft á bökunar-
pappírsörk og pappírinn sem botninn var bakaður á losaður gætilega
áður en kakan kólnar alveg.
FYLLING:
350 ml matreiðslurjómi
200 g sýrður rjómi (18%)
1 msk kakóduft
1 pakki Royal súkkulaðibúðingsduft
Allt sett í skál og þeytt saman. Látið bíða í 1-2 mínútur, eða þar til
blandan fer að þykkna. Þá er henni hellt á rúllutertu-
botninn, smurt jafnt yfir og síðan er tertunni rúllað
upp frá annarri langhliðinni. Bökunarpappír vafið
utan um og tertan kæld vel.
SÚKKULAÐISMJÖRKREM:
150 g suðusúkkulaði
150 g smjör, lint
225 g flórsykur
4 eggjarauður
2 tsk. vanillusykur
Súkkulaðið brætt í vatnsbaði og látið kólna dálítið. Smjör, flór-
sykur, eggjarauður og vanillusykur hrært vel saman og
síðan er súkkulaðinu hrært saman við. Endarnir
skornir af rúllutertunni á ská og festir á hana eins
og kvistir með dálitlu smjörkremi. Síðan er krem-
inu smurt jafnt á tertuna (og kvistina) og gaffall
dreginn eftir endilangri tertunni fram og aftur til
að gera barkarmynstur. Skreytt eftir smekk og flór-
sykri ef til vill stráð yfir.
Jóladrumbur Nönnu
Nanna bakar jóladrumbinn á hverju ári.
Sultur og ýmiss konar niðursoðið meðlæti er vinsælt um jólin
og fullkomnar oft girnilega matseld hátíðanna.
Hnoðuð lagkaka
Holtagarðar & Smáralind & Kringlunni
Nú er Jói Fel byrjaður að undirbúa jólin.
Leggjum mikinn metnað í að vera með
ferskt og gómsætt bakkelsi á boðstólum
fyrir viðkiptavini okkar.
Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og
breitt um landið og kostar aðeins 5000 kr.
K
R
A
FT
A
V
ER
K
Fæst hjá N1, veiðibúðum
og á www.veidikortid.is
Frí heimsending þegar verslað er beint á vefnum
„...fyrst á visir.is“
...ég sá það á visir.is