Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 46

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 46
BLS. 8 | sirkus | 7. DESEMBER 2007 Leikkonan Edda Björg Eyjólfs-dóttir hefur komið víða við á glæstum ferli og unnið ófáa leik- sigra, bæði á sviði og í sjónvarpi. Þessa dagana er Edda Björg á fullu við æfingar á verkinu Vígkonur sem verður frumsýnt í janúar í Þjóðleik- húsinu. Jafnframt tekur hún þátt í leiksýningunni Konan ein sem sýnt er á Smíðaverkstæðinu. Þrátt fyrir mikið annríki gaf Edda Björg sér tíma til að opna dyrnar að undurfögru heimili sínu. „Við fjölskyldan fluttum hingað inn í nóvember árið 2005 og höfum jafnt og þétt verið að gera íbúðina upp,” segir Edda Björg sem býr í gömlu fallegu húsi ásamt eigin- manni sínum Stefáni Má tónlistar- manni og syninum Kolbeini Daða. Húsið stendur við Miðstræti, eina mest heillandi götu Þingholtanna. Húsið var byggt árið 1905 og er svo- kallað „katalóg“-hús sem flutt voru til landsins í kringum 1900. Fjölskyldan hefur lagt mikið upp úr því að leyfa upprunalega stílnum að halda sér og hefur unun af því að blanda saman gömlu og nýju og það er nostrað við hvert smáatriði. „Arkitektúr hefur alla tíð heillað mig. Á síðasta árinu mínu í Leiklistarskólanum íhugaði ég meira að segja að söðla algerlega um og byrja í arkitektanámi,“ segir leik- konan fjölhæfa þegar hún er spurð hvort hún hafi aldrei velt fyrir sér að læra hönnun frekar en leiklist. Hún hefur þó ekki langt að sækja hæfileik- ana því faðir hennar er arkítekt og bróðir hennar er í arkítektanámi. „Ég hef mjög mikinn áhuga á öllu sem tengist hönnun og arkitektúr. Ég gæti vel hugsað mér að vinna við að gera upp gömul hús og koma þeim í sitt upprunalega horf, þannig að þau fái notið sín sem best,“ bætir Edda Björg við. Henni finnst áberandi hversu stöðluð og keimlík íslensk heimili eru. „Svo virðist sem Íslendingar hafi mótað sér sama stílinn. Allt verður að vera hvítt og glansandi, engar myndir á veggjum og ekkert uppi á borðum.“ Því fer fjarri að glansandi naum- hyggjustílinn höfði til Eddu Bjargar. „Innanhússarkitektar virðast gera út á að setja upp sömu innréttingu og sama stíl inn í hvert einasta hús án þessa að taka tillit til þess hvenær húsið var byggt. Það ætti að vera skylda að skoða hvaða karakter húsið og íbúðin hafa að geyma áður en haf- ist er handa við breytingar. Ég hvet fólk að sigla móti hvítum glansandi naumhyggjustílnum sem er ríkjandi og finna sinn eigin stíl,“ segir Edda Björg og er mikið niðri fyrir. Íbúð Eddu er gott dæmi um heimili þar sem upp- runalegu skipulagi og anda hefur verið leyft að halda sér án þess þó að íbúðin verði eins og antíksala. Hún er mikil safnari eins og heimilið ber vitni um. „Ég safna steinum og síðan er ég veik fyrir talnaböndum, krossum og íkonum. Það er einhver góður andi sem fylgir þessum hlutum,“ segir Edda Björg en hún leggur mikið upp úr að hafa hluti í kringum sig sem hafa til- finningalegt gildi fyrir hana. Í borðstofunni og stofunni þekja gamlar ljósmyndir veggina í bland við nútíma myndlist, krossa og postulínsandlit og mynda skemmti- lega umgjörð um rýmið. „Mér þykir rosalega vænt um málverkið eftir Húbert Nóa sem Stefán gaf mér í trú- lofunargjöf.“ En málverkið er í borð- stofunni sem er uppáhaldsrými fjöl- skyldunnar. „Stolt heimilisins og nýjasta fjárfestingin er þó málverk eftir Eggert Pétursson myndlistar- mann. Okkur hafði lengi langað í verk eftir hann og létum verða af því að fjarfesta í einu slíku í haust.“ Mál- verkið, mynd af lúpínu sem virðist enn vera að vaxa á striganum, hangir fyrir ofan eldgamlan kirkjubekk á ganginum og tekur á móti gestum þegar gengið er í íbúðina. Lúpínan er vel í sveit sett í ævintýralegri íbúð Eddu þar sem allt virðist geta gerst. Á heimilinu er fullt af skemmtileg- um hlutum og húsgögnum sem eru hvert öðru fallegra. Í hjónaherberg- inu hangir gömul rúmfjöl yfir rúm- gafli þeirra hjóna en Stefán gaf Eddu fjölina í jólagjöf. „Mig hafði lengi dreymt um að eignast gamla rúmfjöl. Ég hafði deilt þessum draumi með vinkonu minni Önnu Ringsted, eig- anda verslunarinnar Fríðu frænku. Þegar Anna komst yfir gamla rúmfjöl rétt fyrir jólin hringdi hún í Stefán og tilkynnti honum að jólunum væri borgið. Hún væri komin með jóla- gjöfina handa mér sem væri þessi forláta rúmfjöl,“ segir Edda Björg um rúmfjölina sem vakir og sefur yfir þeim hjónum. Rúmfjölin er eflaust það elsta í íbúðinni en hún er frá árinu 1876 og bíður þess að fara í frekari greiningu á Þjóðminjasafn- inu. „Mig langar rosalega til að láta lesa út úr skriftinni á henni og kom- ast að því hver eigandi hennar var,“ bætir Edda Björg við. Það er margt sem fangar augað í EDDA EYJÓLFSDÓTTIR LEIKKONA ÆVINTÝRAVERÖLD Í MIÐSTRÆ 1 Fagurkerinn Edda Björg á heimili sínu þar sem smekklegheitin eru allsráðandi. 2 Útsýni yfir tjörnina. Úr borðstofunni sést í kaþólsku kirkjuna og tjörnina. Lampinn er úr versluninni Kisunni á Laugavegi. 3 Krúttlegt eldhús. Opnu hillurnar eru alveg í stíl við innviði íbúðarinnar en húsið var byggt um þarsíðustu aldamót. 4 Leikkonan hefði orðið arkítekt ef leiklistarbakterían hefði ekki heltekið hana. Hún hefur unun af því að búa til uppstillingar og hún er flink í því að blanda hlutum saman á skemmtilegan hátt. 1 2 2 1 3 4 1 Stofan og hægindastóllinn er uppáhaldshúsgagn Eddu Bjargar. 2 Ævintýraleg uppstilling í eldhúsinu. 3 Borðstofan er eftirlætisstaður fjölskyldunnar í Miðstrætinu. 4 Rómantískt svefnherbergi Eddu Bjargar og Stefáns og forláta rúmfjölin.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.