Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 62
BLS. 12 | sirkus | 7. DESEMBER 2007
Vinkonurnar Freyja Haraldsdóttir og
Alma Guðmundsdóttir fögnuðu ákaft
þegar bókin þeirra, Postulín, kom út.
Bókin fjallar um líf og störf Freyju sem
er fjölfötluð. Í stað þess að gefast upp
tekur hún hverjum degi fagnandi og
er jákvæðnin uppmáluð. Af því tilefni
héldu þær skemmtilegt teiti í Iðu. Alma
og Freyja kynntust þegar sú fyrrnefnda
var með Freyju í liðveislu. Hún hreifst
svo af jákvæðni Freyju að hana langaði
til að fleiri fengju að njóta visku henn-
ar.
Fögnuðu
ákaft
FALLEG
FJÖLSKYLDA
Freyja
Haraldsdóttir
með
foreldrum
sínum, ömmu
og Ölmu
Guðmunds-
dóttur vinkonu
sinni sem
skrifaði með
henni bókina.
MYND/VÖLUNDUR
TVEIR HARALDAR Bæði pabbi og afi Freyju heita Haraldur.
NYLON-
FLOKKURINN
Alma fékk
vinkonur sínar
í Nylon til að
taka nokkur
lög í boðinu.
VINKONUR
Unnur, Berglind
Eik og Nana
voru hressar.
Sirkusstjórinn var dreginn á Ölstofuna á
föstudagskvöldið. Þar voru sjónvarps-
stjörnurnar Ragnhildur Steinunn og
Sigmar Guðmundsson og Ari
Sigvaldason. Þar voru líka
Arnbjörg Valsdóttir, Jón
Ásgeir og Hallgrímur
Helgason rithöfundur. Á
laugardagskvöldið
mætti Sirkusstjórinn í
partí til Remax-
drottningarinnar
Önnu Karenar. Þar
var listakonan Rakel
Sverrisdóttir, Óli
Boggi hárgreiðslumógúll, Sif Björnsdóttir
innkaupastjóri í Pier og Lára Ómarsdóttir
fréttakona. Eftir partíið var haldið á
Organ þar sem dansstemningin var
allsráðandi. Þar mátti sjá Bergþóru
Laxdal, sálfræðing í New York og
fyrrverandi fyrirliða Vals, ásamt vinum
sínum, Kidda kanínu og frú og Gylfa
Blöndal. Á Apótekinu sama kvöld mátti
sjá Ara Edwald og grínarafélaga hans,
Jónu Lárusdóttur flugfreyju, Ásgeir
Kolbeinsson og fleiri skemmtanaglaða
einstaklinga. Á B5 voru Sverrir sem oft
er kenndur við Rex,
Sigurður Kaldal,
Oddgeir Einarsson
lögmaður á Opus og
Ingibjörg Stefáns-
dóttir, jógakennari
og leikkona. Eftir
skemmtilegt
kvöld hélt
Sirkusstjórinn heim í fyrra fallinu enda
aldur og fyrri störf farin að segja til sín.
■ Hverjir voru hvar?
Auður, Svanhil
dur, Unnur, Na
nna og Birgitta
Tímapantanir
551 7144
www.papilla.is
Laugavegi 25 • 2. hæð • 101 Reykjavík
sími: 551 7144 • papilla@papilla.is