Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 86

Fréttablaðið - 07.12.2007, Page 86
50 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Þær sorgarfréttir bárust í lok október, algjörlega að óvörum, að tónlistarvefmiðillinn Stylus Magazine væri hættur störfum. Vefurinn hefur lengi þótt með mikilsvirtustu tónlistarmiðlum nútímans enda var hægt að finna þar daglega ógurlega flóru af alls kyns efni tengdu tónlist, og reyndar kvikmyndum einnig (Stylus hefur meðal annars birt stórar umfjallanir um Alþjóð- lega kvikmyndahátíð í Reykja- vík undanfarin tvö ár). Vefurinn birti vanalega fjóra plötudóma á hverjum virkum degi og hafði virkilega gott auga fyrir forvitnilegri tónlist af öllu tagi. Sem dæmi má nefna að Stylus birti í október dóm um plötu Sam Amidon, sem kemur út á vegum hins íslenskættaða plötufyrirtækis Bedroom Community. Sem er reyndar ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að platan kemur ekki út fyrr en í mars á næsta ári. Að þessu leyti má líkja Stylus við Pitchfork, þekktasta veftónlistar- miðil dagsins í dag, það er hvernig þessir tveir miðlar hafa bent manni á haug góðrar tónlistar sem maður hefði líklegast annars farið á mis við. Í tilfelli Stylus verð ég fyrir mitt leyti sérstaklega að nefna Todosantos frá Venesúela, Lindström frá Noregi og OOIOO frá Japan. Takk, Stylus. Stylus-vefurinn er reyndar ennþá opinn og ég hvet alla til þess að kíkja á síðuna meðan enn gefst tækifæri til (www.stylusmagazine. com). Þar má líka finna helling af alls kyns uppgjöri. Fyrir þá sem hafa einmitt aldrei kíkt á Stylus en sjá eftir því er til dæmis hægt að skoða „best of“ Stylus. Þar sést líklegast best hversu víðtækt og gott Stylus Magazine var. Stylus reið líka á vaðið og birti lista yfir bestu plötur ársins enda ekki ástæða til annars. Efst þar á blaði var platan Sound of Silver með LCD Soundsystem og skyldi engan undra. Someone Great með sömu sveit var einnig í efsta sæti yfir bestu lög ársins. Árslisti Stylus gefur að mörgu leyti tóninn fyrir komandi árslista, sem eru reyndar farnir að hrannast inn. Þó má setja nokkur spurningarmerki við árslistann hjá Stylus. Hvar er til dæmis Beirut-platan? Eða Jens Lekman? Af hverju eru Battles- og of Montreal-plöturnar ekki ofar á lista? Og hvernig komust Miranda Lambert og Lil Wayne inn á topp tíu? Hvað svo sem því líður getur maður ekki annað en þakkað Stylus Magazine fyrir vel unnin störf. Það er því með söknuði í hjarta sem maður kveður Stylus af yfirborði netsins. Hvíl í friði, Stylus LCD SOUNDSYSTEM Sound of Silver er plata ársins að mati Stylus Magazine sem nú hefur lagt upp laupana. Systkinin Óskar, Ómar og Ingibjörg Guðjóns- börn hafa gefið út sína fyrstu plötu saman sem heitir Ó Ó Ingibjörg. „Við erum fjögur systkinin en þrjú sem störfum í músík. Við bræðurnir höfum spilað mjög mikið saman, til dæmis í Jagúar og með Tómasi R. en það hefur alltaf legið í loftinu að gera eitthvað með systur okkar,“ segir saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson. Lögin á plötunni eru gömul íslensk sönglög við ljóð eftir mörg af þekktustu skáldum Íslendinga. „Þessi lög eru þekkt í allt öðrum búningi heldur en við setjum þau í. Hún Ingibjörg kynnti okkur fyrir þessum lögum og þar græddi maður enn einn fjársjóðinn sem maður vissi ekki að væri til,“ segir Óskar. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða í Salnum í Kópavogi 20. desember. - fb Systkini sameinast SYSTKINI Systkinin Óskar, Ómar og Ingibjörg hafa gefið út sína fyrstu plötu saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lengi hefur verið beðið eftir fyrstu plötu Benny Crespo’s Gang enda sveitin verið áberandi í íslensku rokksenunni um nokkurt skeið. Plata með sveitinni er því meira en lítið velkomin á matardisk íslensku þjóðarinnar. Platan hefst líka með ofsafjöri. „It’s the end of the universe / and we’re going down with it“ er raun- veruleikinn eins og hann blasir við manni í 123323, einu besta lagi plöt- unnar. Eftir næsta lag, Next Week- end, sem að mínu mati er með sístu lögum plötunnar, eru Muse-áhrifin strax orðin augljós. Aðrir og fleiri áhrifavaldar koma síðan upp á yfir- borðið smám saman. Annað sem kemur fljótt í ljós er hversu vandaður hljómur plötunn- ar er og hversu fagmannlega er að verki staðið. Alls kyns (ó)hljóð og framúrstefnulegar hljóðvinnslu- pælingar eru einnig fyrirferðar- miklar við fyrstu hlustanir en síðan spyr maður sig hvort þau leiði mann eitthvert. Og þá vandast málið. Helst finnst mér nokkrar hljóðgervlapælingar koma vel út, sérstaklega bassahljóðgervlarnir. Helsti galli plötunnar er nefni- lega sá að nær allan tímann er eins og maður standi á miðju Klambra- túni um miðja nótt, einn gegn fjór- um, með spennta magavöðva, lokuð augun og bíði eftir að höggin dynji á manni en ekkert gerist. Áþreifan- legur slagkraftur er þess vegna það helsta sem plötuna vantar. Margt gott prýðir hins vegar plötuna. Útvarpsslagararnir Shine (sem er reyndar lengt um helming af, svo virðist vera, óútskýranleg- um ástæðum) og Johnny’s Got a Baby standa fyrir sínu og lag eins og Numb Face gæti einnig gert góða hluti á öldum ljósvakans. Í Conditional Love finnst mér BC’S Gang sýna best mátt sinn og megin, þó að margir gætu sagt lagið hljóma einum of líkt einhverju með Mars Volta. BC’s Gang er samt greinilega komin til að vera og sannar sig sem ein af betri rokksveitum landsins. Steinþór Helgi Arnsteinsson Hvar eru höggin Benny? TÓNLIST Benny Crespo´s Gang Benny Crespo´s Gang ★★★ Skilur mann ekki eftir í andköfum en sem meginstraumsrokkplata virkar hún meira en ágætlega. > Plata vikunnar Hjaltalín - Sleepdrunk Seasons ★★★★★ „Magnaðar lagasmíðar, fram- úrskarandi flutningur og frum- legar útsetningar gera þessa fyrstu plötu Hjaltalín að einni af bestu plötum ársins.“ TJ > Í SPILARANUM Ray Davies - Working Man‘s Café ÓÓ Ingibjörg - ÓÓ Ingibjörg Tómas R. Einarsson - Rommtommtechno Jay-Z - American Gangster Benni Hemm Hemm - Ein í leyni RAY DAVIES BENNI HEMM HEMM Um fátt er meira talað í tónlistarheiminum í dag en endurkomu Led Zeppelin. Trausti Júlíusson skoðaði málið og kynnti sér nokkrar nýjar útgáfur með sveitinni. Eins og kunnugt er kemur breska ofurrokksveitin Led Zeppelin saman og spilar á tónleikum til minningar um Ahmet Ertegun, stofnanda Atlantic plötufyrirtæk- isins, í London á mánudaginn. Það er Jason Bonham, sonur John Bon- ham, fyrrum Zeppelin-trommara, sem lést árið 1980, sem tekur sæti föður síns við settið og spilar með þeim John Paul Jones, Jimmy Page og Robert Plant. Nokkrar ástæður eru fyrir endur komunni. Sveitin vill gjarn- an heiðra minningu Ahmets sem lést 14. desember í fyrra, en þeir félagar dáðu hann og dýrkuðu. Það kemur líka fram í viðtölum við Jimmy Page að sveitin var síður en svo ánægð með frammistöðu sína á hinum tveimur endurkomu- tónleikunum, Live Aid árið 1985 og 40 ára afmæli Atlantic Records 1988. Nú á að gera þetta almenni- lega. Sveitin hefur æft síðan í sumar og bæði Plant og Page eru sammála um að eldmóður Jasons og brennandi áhugi hafi kveikt neistann í „þremur önugum gaml- ingjum“ eins og Plant orðar það í viðtali við Mojo. Upphaflega stóð til að Zeppelin spilaði í klukku- tíma á endurkomutónleikunum, en nú er talað um að minnsta kosti 90 mínútur … Móðurskipið Seldir voru 18.000 miðar á tónleik- ana á mánudaginn, en talið er að yfir tuttugu milljónir hafi reynt að ná í miða. Þeir Zeppelin-aðdáendur sem ekki fengu miða geta þó glaðst yfir nýjum útgáfum með sveitinni sem eru nýkomnar í verslanir. Fyrst skal nefna nýja safnplötu sem spannar allan feril bandsins, Mothership, en þessi tvöfaldi diskur hefur að geyma 24 endur- hljóðblönduð lög sem Jimmy Page, Robert Plant og John Paul Jones völdu. Hann er líka fáanlegur í við- hafnarútgáfu með níutíu mínútna DVD-disk með tónleikaefni. Mother ship er unninn af hinu mikils virta endurútgáfufyrirtæki Rhino og allur frágangur og umbúðir eru sérstaklega flott. Í plötubæklingi er texti eftir Íslands- vininn og Jakobínurínu- aðdáandann David Fricke, blaða- mann Rolling Stone. Alræmd tónleikamynd Mothership er frábær pakki fyrir þá sem ekki þekkja Zeppelin mjög vel. Hörðustu aðdáendurnir eru samt sennilega ennþá spenntari fyrir nýrri útgáfu tónleikamyndar- innar The Song Remains the Same. Kvikmyndin sjálf er nú endur- útgefin með glás af aukaefni og tvöföld viðhafnarútgáfa með tón- listinni úr kvikmyndinni er nýút- komin með stórlega bættum hljómi og sex lögum sem ekki voru á upp- runalegu útgáfunni. Í textabókinni er svo ritgerð eftir Cameron Crowe. The Song Remains the Same kom upprunalega út árið 1976 og var tekin upp á þremur tónleikum sem sveitin hélt í Madison Square Garden í New York árið 1973. Myndin þótti ekki mjög vel heppnuð á sínum tíma. Jimmy Page var til dæmis hundóánægður með hana. Hann þykir hafa gert krafta- verk í endurhljóðvinnslu á upp- runalegu upptökunum ásamt ofur- hljóðmanninum Kevin Shirley. Tónleikaferð á næsta ári? Stóra spurningin sem margir Zeppelin-aðdáendur spyrja sig þessa dagana er hvort hljómsveit- in fari í tónleikaferð á næsta ári eða ekki. Ekkert er vitað fyrir víst um það ennþá, en sögusagnir um Glastonbury og bandarísku tón- listarhátíðina Bonnaroo hafa gengið að undanförnu. Eftirspurn- in er gríðarleg, en þeir eru þó til sem vona að af tónleikaferðinni verði ekki. Plata Robert Plant og Alison Krauss, Raising Sand, þykir frábær og var nýlega valin plata ársins af Sunday Times. Sumir telja að það mundi bara skemma fyrir frekari tónlistarsigrum Robert Plant ef Zeppelin-endur- koman drægist á langinn … Langþráð endurkoma LED ZEPPELIN Endurkomutónleikar á mánudaginn, ný safnplata og mikið endurbætt útgáfa af tónleikamyndinni The Song Remains the Same.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.