Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 90
7. desember 2007 FÖSTUDAGUR
Í fangelsi yfir hátíðirnar
Leikarinn Kiefer Sutherland mun eyða
jólunum og 41 árs afmælisdegi sínum í
fangelsi í Los Angeles. Hann hóf í gær
afplánun á 48 daga dómi sínum.
Fangelsisdómur Kiefers var staðfestur í gær.
Upphaflega ætlaði hann að afplána dóminn í
tveimur hlutum en ákvað að drífa fangelsisvist-
ina af. Kiefer var handtekinn fyrr á árinu fyrir
ölvunarakstur. Var þetta í annað skiptið á þremur
árum sem hann var tekinn fullur undir stýri og
braut hann þar með skilorðið.
Slagur við Jack Bauer
Leikarinn óttast að samfangar sínir reyni að slást
við sig í fangelsinu vegna hlutverks hans í spennu-
þáttunum 24. „Þeir eiga allir eftir að reyna að
slást við Jack Bauer. Ég þarf að vera á varðbergi
en ég er viðbúinn öllu,“ sagði Kiefer, sem hefur
víst stundað stífa líkamsrækt að undanförnu.
Starfsmaður í fangelsinu segir að fangelsisvist-
in sé ekkert grín. „Þarna þýðir ekkert mont. Þessi
staður er erfiður og menn þurfa að lifa eftir
ákveðnum reglum. Þetta fangelsi er reyndar ekki
eitt af þeim verstu en það er samt erfitt að afplána
dóma þarna. Það getur vel verið að hann hafi
stundað líkamsrækt en það skiptir suma þarna
engu máli,“ sagði hann.
Í þvottahúsi og mötuneyti
Kiefer mun dvelja einn í litlum fangaklefa með
tveimur rúmum, klósetti og annarri hreinlætis-
aðstöðu. Hann þarf að inna af hendi hefðbundin
störf fanga, þar á meðal í þvottahúsinu og í mötu-
neytinu. Hann hefur einnig aðgang að útivistar-
svæði og má fá tvær heimsóknir á dag.
Stoltur af syninum
Donald Sutherland, faðir Kiefers, segir að sonur
sinn hafi hagað sér með miklum sóma síðan hann
braut af sér. Sömu sögu sé ekki að segja af öðru
fólki sem hafi hagað sér af algjöru virðingarleysi
skömmu eftir atburðinn. „Það eina sem ég gert
sagt er að hann er heiðarlegasti og ábyrgasti
maður sem ég þekki og ég elska hann af öllu
hjarta. Það eru önnur öfl í okkar samfélagi sem
haga sér ekki eins vel en hann stóð sig með
sóma.“
Engin íslensk áramót
Margir muna eflaust eftir komu Kiefers hingað
til lands fyrir tveimur árum þegar hann kom til
að fylgjast með tónleikum vinar síns Rocco
Deluca á Nasa. Meðal annars sást til leikarans á
Dillon í miklu stuði með viskíflösku í hendi.
Dvaldi hann hér yfir áramótin og heillaðist mjög
af flugeldasýningu landsmanna.
Ljóst er að áramót hans verða ekki eins gleði-
leg í þetta sinn, því innan harðneskjulegra fang-
elsismúranna er engin miskunn sýnd.
KIEFER SUTHERLAND Leikarinn góðkunni verður ekki í
faðmi fjölskyldunnar um þessi jól.
Reykjavík Faxafen 12 S. 533-1550. Keflavík Hafnargata 25 S. 421-3322
Virka daga 10 – 18
Laugard. 11 – 16
Sunnud. 13-17
NÝTT KORTATÍMABIL