Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 93

Fréttablaðið - 07.12.2007, Side 93
FÖSTUDAGUR 7. desember 2007 57 Sjónvarps- og fréttamennirnir Ómar Ragnarsson og Gísli Einars- son standa fyrir útgáfuteiti fyrir samstarfsmenn sína í Útvarpshús- inu í Efstaleiti á morgun. Tilefnið er útgáfa DVD-diska með efni úr þáttum þeirra, annars vegar Út og suður og hins vegar Stiklum. Yfir- skrift teitisins vekur óneitanlega athygli, Hár og fegurð 2007. „Það liggur í augum uppi,“ segir Gísli og hlær þegar hann er spurð- ur um ástæðu þess að teitið var nefnt þessu nafni. „Við Ómar spör- um RÚV til að mynda stórar fjár- hæðir í hárgreiðslukostnað á hverju ári.“ Þetta er þriðji DVD- diskurinn sem gefinn er út með völdum viðtölum úr Út og suður síðustu þrjú árin. Diskurinn sem kom út fyrir síðustu jól seldist upp. Stikluefni Ómars er einnig áður óútgefið. Gísli telur ljóst að það sé fyrst og fremst fegurð þeirra félaga að þakka að þessar þáttaraðir séu gefnar út framar öðrum. „En svona í alvöru þá er það líklega vegna þess að efnið er klassískt og höfðar til þjóðarsálar- innar. Ekki síst vegna þess að við ræðum við fólk sem ekki er alltaf í fjölmiðlum, með fullri virðingu fyrir þotuliðinu. Auk þess fengu þættirnir báðir mjög gott áhorf og Ómar er náttúrulega til uppi í hillu á hverju heimili nú þegar.“ Ómar og Gísli svíkja ekki lit í teitinu og ætla þar að bjóða upp á þjóðlegar veitingar – kakó, kleinur og randalínur – auk þess sem hljómsveitin Hundur í óskilum tekur lagið. - sók Standa fyrir Hári og fegurð 2007 SPARA RÚV STÓRFÉ Gísli Einarsson segir að hann og Ómar Ragnars- son spari RÚV stórfé í hár- greiðslukostnað á ári hverju. ÓMAR RAGNARSSON Slökkt verður á Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey á morgun. Starfsfólk í Viðey segir súluna hafa verið mikla lyftistöng fyrir eyjuna. „Friðarsúlan hefur verið mikil kynning fyrir Viðey og reynst vera mikil lyftistöng fyrir rekstur- inn,“ segir Örvar Eiríksson, verk- efnisstjóri Viðeyjarstofu, en á morgun verður slökkt á Friðar- súlu Yoko Ono í bili. Af því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Viðey. Eins og kunnugt er var Friðar- súlan tekin formlega í notkun 9. október síðastliðinn, sem hefði orðið 67. afmælisdagur Johns Lennon. Friðarsúlan hefur skinið skært allt síðan þá, en á miðnætti annað kvöld, þegar 27 ár eru liðin frá dánardegi Lennons, verður slökkt á súlunni. „Það verður kveikt á súlunni á ákveðnum dögum, til dæmis á áramótum og á Menningarnótt, en annars verður slökkt á henni þar til 9. október á næsta ári,“ segir Örvar, en búast má við að álagið á starfsmenn Við- eyjarstofu minnki nokkuð frá og með næstu viku. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur og við erum mjög sáttir með viðtökurnar sem Friðarsúlan hefur fengið. Við höfum tekið á móti mörgum hópum frá skólum landsins auk þess sem erlendir ferðamenn eru alltaf duglegir að gera sér ferð út í eyju. En um leið erum við sannfærðir um að þetta sé bara byrjunin, aðsóknin á bara eftir að aukast á næstu árum,“ segir Örvar. Á meðal þess sem verður á dagskrá í Viðey á morgun er listasmiðja í Viðeyjarnausti auk þess sem Dómkórinn kemur fram. Þá verður Einar Ágúst Víðisson á staðnum og syngur Bítlalög. Fréttablaðið hefur staðið fyrir ljósmyndasamkeppni um bestu ljósmyndina af Friðar súlunni síðustu vikur og verða vinnings- myndirnar birtar í Fréttablaðinu á morgun. vignir@frettabladid.is Friðarsúlan leggst í dvala MIKIÐ AÐDRÁTTARAFL Vinsældir Viðeyjar hafa aukist mikið með tilkomu Friðarsúlunnar. YOKO ONO Ekkja Johns Lennon verður ekki á staðnum þegar slökkt verður á Friðarsúlunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.