Fréttablaðið - 07.12.2007, Blaðsíða 93
FÖSTUDAGUR 7. desember 2007 57
Sjónvarps- og fréttamennirnir
Ómar Ragnarsson og Gísli Einars-
son standa fyrir útgáfuteiti fyrir
samstarfsmenn sína í Útvarpshús-
inu í Efstaleiti á morgun. Tilefnið
er útgáfa DVD-diska með efni úr
þáttum þeirra, annars vegar Út og
suður og hins vegar Stiklum. Yfir-
skrift teitisins vekur óneitanlega
athygli, Hár og fegurð 2007.
„Það liggur í augum uppi,“ segir
Gísli og hlær þegar hann er spurð-
ur um ástæðu þess að teitið var
nefnt þessu nafni. „Við Ómar spör-
um RÚV til að mynda stórar fjár-
hæðir í hárgreiðslukostnað á
hverju ári.“ Þetta er þriðji DVD-
diskurinn sem gefinn er út með
völdum viðtölum úr Út og suður
síðustu þrjú árin. Diskurinn sem
kom út fyrir síðustu jól seldist
upp. Stikluefni Ómars er einnig
áður óútgefið. Gísli telur ljóst að
það sé fyrst og fremst fegurð
þeirra félaga að þakka að þessar
þáttaraðir séu gefnar út framar
öðrum. „En svona í alvöru þá er
það líklega vegna þess að efnið er
klassískt og höfðar til þjóðarsálar-
innar. Ekki síst vegna þess að við
ræðum við fólk sem ekki er alltaf
í fjölmiðlum, með fullri virðingu
fyrir þotuliðinu. Auk þess fengu
þættirnir báðir mjög gott áhorf og
Ómar er náttúrulega til uppi í hillu
á hverju heimili nú þegar.“
Ómar og Gísli svíkja ekki lit í
teitinu og ætla þar að bjóða upp á
þjóðlegar veitingar – kakó, kleinur
og randalínur – auk þess sem
hljómsveitin Hundur í óskilum
tekur lagið. - sók
Standa fyrir Hári
og fegurð 2007
SPARA RÚV
STÓRFÉ Gísli
Einarsson segir
að hann og
Ómar Ragnars-
son spari RÚV
stórfé í hár-
greiðslukostnað
á ári hverju.
ÓMAR RAGNARSSON
Slökkt verður á Friðarsúlu
Yoko Ono í Viðey á morgun.
Starfsfólk í Viðey segir
súluna hafa verið mikla
lyftistöng fyrir eyjuna.
„Friðarsúlan hefur verið mikil
kynning fyrir Viðey og reynst
vera mikil lyftistöng fyrir rekstur-
inn,“ segir Örvar Eiríksson, verk-
efnisstjóri Viðeyjarstofu, en á
morgun verður slökkt á Friðar-
súlu Yoko Ono í bili. Af því tilefni
verður boðið upp á fjölbreytta
dagskrá í Viðey.
Eins og kunnugt er var Friðar-
súlan tekin formlega í notkun 9.
október síðastliðinn, sem hefði
orðið 67. afmælisdagur Johns
Lennon. Friðarsúlan hefur skinið
skært allt síðan þá, en á miðnætti
annað kvöld, þegar 27 ár eru liðin
frá dánardegi Lennons, verður
slökkt á súlunni. „Það verður
kveikt á súlunni á ákveðnum
dögum, til dæmis á áramótum og á
Menningarnótt, en annars verður
slökkt á henni þar til 9. október á
næsta ári,“ segir Örvar, en búast
má við að álagið á starfsmenn Við-
eyjarstofu minnki nokkuð frá og
með næstu viku.
„Það er búið að vera nóg að gera
hjá okkur og við erum mjög
sáttir með viðtökurnar sem
Friðarsúlan hefur fengið.
Við höfum tekið á móti
mörgum hópum frá skólum
landsins auk þess sem
erlendir ferðamenn eru
alltaf duglegir að gera sér
ferð út í eyju. En um leið
erum við sannfærðir um
að þetta sé bara byrjunin,
aðsóknin á bara eftir að
aukast á næstu árum,“
segir Örvar.
Á meðal þess sem
verður á dagskrá í Viðey á morgun
er listasmiðja í Viðeyjarnausti auk
þess sem Dómkórinn kemur fram.
Þá verður Einar Ágúst Víðisson á
staðnum og syngur Bítlalög.
Fréttablaðið hefur staðið fyrir
ljósmyndasamkeppni um
bestu ljósmyndina af
Friðar súlunni síðustu
vikur og verða vinnings-
myndirnar birtar í
Fréttablaðinu á
morgun.
vignir@frettabladid.is
Friðarsúlan leggst í dvala
MIKIÐ AÐDRÁTTARAFL Vinsældir
Viðeyjar hafa aukist mikið með tilkomu
Friðarsúlunnar.
YOKO ONO Ekkja
Johns Lennon verður
ekki á staðnum
þegar slökkt verður á
Friðarsúlunni.