Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 98

Fréttablaðið - 07.12.2007, Síða 98
62 7. desember 2007 FÖSTUDAGUR HNEFALEIKAR Eftir mikinn fjöl- miðlasirkus undanfarna daga í tengslum við stórbardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkj- unum aðfaranótt sunnudags, reyndu hnefaleikakapparnir að halda aftur af sér í orðaskakinu á lokafjölmiðlafundi í fyrrakvöl. „Það er tími til að hlæja og grínast eins og ég á að mér, en sá tími er liðinn núna þegar bardag- inn er að skella á,“ sagði Hatton, sem stóðst þó ekki mátið að skjóta létt á Mayweather. „Ég trúi ekki hvað munurinn er lítill á stuðlunum fyrir bardagann hjá veðbönkunum, miðað við allt sem Mayweather og hans menn voru að segja um að ég væri bara lítill feitur bjórþambandi Breti sem gæti ekkert. Nei, í sannleika sagt þá held ég að þetta eigi eftir að ganga fínt hjá þér Floyd,“ sagði Hatton í kaldhæðnistón. Það ætlaði svo allt um koll að keyra á fjölmiðlafundinum þegar Hatton lagðist örlítið á May- weather þegar þeir stóðu augnliti til augnlitis á fundinum og þeim var stíað í sundur í framhaldinu. „Hann sagði snertu mig ekki og ef hann pirrast yfir svona smá- ræði þá veit hann ekki hverju hann á von á þegar kemur í hring- inn,“ sagði Hatton en Mayweather kvaðst hins vegar vita nákvæm- lega hverju hann mætti búast við frá Hatton. „Ég hef mætt öllum tegundum af hnefaleikaköppum og Hatton hefur ekkert fram að færa sem ég hef ekki séð áður. Ég verð samt til- búinn og hef aldrei vanmetið einn né neinn. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá virkaði Hatton frekar stressaður, en það er svo sem ekkert nýtt að mótherjar mínir hagi sér á þennan hátt þegar þeir eru að fara að mæta mér,“ sagði Mayweather af sinni alkunnu hógværð. - óþ Ricky Hatton og Floyd Mayweather berjast í Las Vegas næstkomandi laugardag: Styttist óðum í bardaga ársins SPENNA Gríðarleg eftirvænting hefur skapast fyrir bardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather eftir mikið orðaskak þeirra í fjölmiðlum undanfarið og talað er um bardaga ársins. NORDICPHOTOS/GETTY Sendu sms BTC BMF Á númerið 1900og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD myndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 6. desember! FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum BBC Sport mun enska knatt- spyrnusambandið líklega leita til David Beckham í sambandi við að vera andlit umsóknar Englend- inga til að halda heimsmeistara- mótið í knattspyrnu árið 2018. Beckham er ekki alveg ókunnur kynningarstörfum sem þessum, eða fyrirsætustörfum yfir höfuð, þar sem hann hjálpaði til við að kynna umsókn Englend- inga til að halda ólympíuleikana árið 2012. Sú umsókn var einmitt samþykkt, en England mun án vafa fá mikla samkeppni frá Ástralíu, Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu sem hafa öll lýst yfir áhuga á að halda HM í knatt- spyrnu árið 2018. - óþ HM í knattspyrnu árið 2018: Kapphlaupið þegar hafið FRÆGUR David Beckham er þekkt and- lit. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Younes Kaboul, varnar- maður Tottenham, hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Frakkinn ungi, sem Tottenham keypti frá Auxerre á tæpar átta milljónir punda síðasta sumar, hefur gert dýrmæt mistök í síðustu leikjum liðsins og fyrir vikið var hann ekki einu sinni í leikmannahópi Tottenham þegar liðið mætti Anderlecht. Það er ef til vill ekki í frásögur færandi nema hvað að liðið á í miklum erfiðleikum með meiðsli og þá sérstaklega í vörn, þar sem Ledley King, Ricardo Rocha og Anthony Gardner eru allir frá vegna meiðsla. - óþ Younes Kaboul, Tottenham: Er úti í kuldan- um hjá Ramos BOX Wayne Rooney mun ekki standa í horninu hjá Ricky Hatton er hann mætir Floyd Mayweather á laugardag en Rooney stóð við hlið Hattons í síðasta bardaga. Rooney spilar með Man. United gegn Derby á laugardag og ætlar ekki að leggja á sig að fljúga í kjölfarið til Vegas en mun þó fylgjast með í sjónvarpi og hvetja félaga sinn Hatton til dáða. - hbg Hatton-Mayweather: Rooney ekki til Las Vegas HANDBOLTI Fram-konur eru komn- ar á topp N1-deildar kvenna í handbolta eftir að hafa lagt Íslandsmeistara Stjörnunnar í ótrúlegum leik í gærkvöldi, 21-20. Guðrún Þóra Hálfdánardóttir skoraði sigurmark Fram um leið og lokaflautan gall. Þjálfarar beggja liða fóru vægast sagt ófögrum orðum um dómara leiks- ins. Liðin skiptust á að skora fyrstu mínúturnar en Rakel Dögg Braga- dóttir fór mikinn og skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum Stjörnunar. Fram leyfði Íslandsmeisturunum þó ekki að stinga sig af í sínu eigin húsi og jöfnuðu leikinn í 6-6. Dómarar leiksins voru snöggir að missa tök á leiknum og með því fóru varamannabekkir beggja liða að æsa sig og áhorfendur með. Fram leiddi í hálfleik, 13-11. Upphaf seinni hálfleiks snerist lítið um handbolta. Dómarar leiks- ins áttu nokkra dóma sem voru athyglisverðir í meira lagi og þjálfarar beggja liða voru hrein- lega farnir að sleppa sér. Lítið var skorað en Fram hélt frumkvæðinu og náði í fyrsta skipti þriggja marka forystu, 15-12, með fallegu marki frá Anett Köbli. Stjarnan jafnaði leikinn í 17-17 og upp frá því hófst ótrúleg spenna. Liðin skiptust á að skora og þegar 50 sekúndur voru eftir hafði Stjarnan boltann í stöðunni, 20-20. Sókn liðsins heppnaðist ekki og var dæmd á Stjörnuna leik- leysa þegar ellefu sekúndur voru eftir og þá tók Einar Jónsson, þjálfari Fram, leikhlé. Hann stillti upp í síðustu sókn sem endaði með því að Guðrún Þóra Hálfdánar- dóttir skoraði úr horninu þegar lokaflautan gall. Fram-sigur, 21- 10, í spennuþrungnum leik. Þrátt fyrir sigurinn var Einar Jónsson allt annað en sáttur með dómgæsluna. „Ég er brjálaður yfir dómgæslunni í þessum leik. Þetta er orðið þannig að við þurf- um að vera það góð að dómararnir geta ekki skemmt þetta fyrir okkur. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem við björgum okkur svona í lokin og þetta sýnir bara ótrúleg- an karakter hjá stelpunum mínum,“ sagði Einar og brosti í gegnum reiðina. Fram-konur fóru ekki strax inn á völl þegar síðasta leikhléið þeirra var búið og Aðalsteinn Eyj- ólfsson, þjálfari Stjörnunnar, var brjálaður og vildi fá boltann aftur. „Þau fá tveggja mínútna leikhlé undir lokin og eru lengur en tvær mínútur í því. Þá eigum við að fá boltann aftur,“ sagði Aðalsteinn, sem hafði ýmislegt að segja um dómara leiksins. „Teljið bara skrefdómana og ruðningana sem við erum að fá á okkur í þessum leik og berið það saman við Fram. Hér í dag voru bara bestu vinir Einars Jónssonar, þjálfara Fram, að dæma. Dómar- arnir og Einar eru bestu vinir og sjást ótt og títt saman. Allir þessir rugldómar sem við fengum á okkur neyddu liðið mitt í að bakka undan því og því var mjög erfitt að ráða við þetta,“ sagði Aðal- steinn. - tom Dómararnir eru bestu vinir þjálfara Fram-liðsins Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar, vandaði dómurunum í toppslag Fram og Stjörnunnar ekki kveðjurnar eftir leik liðanna í gær. Leikurinn var spennuþrungin og Fram vann dramatískan sigur með marki á lokasekúndunni. ÁTÖK Rakel Dögg Bragadóttir átti frábæran leik fyrir Stjörnuna en fékk oft að kenna á því hjá varnarmönnum Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KOMIN Í GEGN Landsliðskonan og Fram-stúlkan Þórey Rósa Stefánsdóttir átti ágætan leik í gær og skorar hér eitt af þrem mörkum sínum í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON N1-deild kvenna: Fram-Stjarnan 21-20 Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6 (15), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3 (4), Þórey Rósa Stefánsdóttir 3 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 3 (6/1), Anett Köbil 3 (12), Karen Knútsdóttir 1 (1), Pavla Nevarilova 1 (1), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3). Varin skot: Kristina Kvedariene 17/1 (37/8) 45% Hraðaupphlaup: 6 (Þórey 2, Guðrún, Stella, Ásta, Pavla) Fiskuð víti: 3 (Pavla 2, Sigurbjörg) Utan vallar: 12 mínútur Mörk Stjörnunar (skot): Rakel Dögg Bragadóttir 11/6 (18/7), Sólveig Lára Kærnested 3 (5), Birgit Engl 2 (3), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (4), Ásta Björk Agnarsdóttir 1 (2), Alina Petrache 1 (7). Varin skot: Florentina Stanciu 17/1 (38/3) 44% Hraðaupphlaup: 5 (Rakel 2, Sólveg 2, Elísabet) Fiskuð víti: 8 (Elísabet 2, Birgit 2, Rakel, Ásdís, Alina, Sólveig) Utan vallar: 8 mínútur UEFA-bikarinn: Bayer Leverkusen-Sparta Prag 1-0 Spartak Moskva-FC Zürich 1-0 Aris Saloniki-Braga 1-1 Rauða stjarnan-Bolton 0-1 - Gavin McCann AaB-Getafe 1-2 Anderlecht-Tottenham 1-1 Bart Goor - Dimitar Berbatov Austria Vín-Panionios 0-1 Bordeaux-Helsingborg 2-1 Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Helsing- borg. ÚRSLIT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.