Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 4

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 4
4 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR VINNUMARKAÐUR Forysta Alþýðu- sambands Íslands, ASÍ, afhenti ríkisstjórninni í gær kröfugerð gagnvart stjórnvöldum. ASÍ vill að tekinn verði upp sérstakur mánaðarlegur 20 þúsund króna persónuafsláttur sem fari lækk- andi frá 150 þúsund króna tekjum og fjari út við 300 þúsund krónum á mánuði. Framkvæmdin á per- sónuafslættinum verði svipuð og með barnabæturnar þannig að staðgreiðslukerfinu verði ekki raskað. ASÍ vill einnig að skerðingar- mörk barnabóta verði hækkuð í 150 þúsund krónur á hvern full- orðinn. Tekjutenging vegna ann- ars og þriðja barns lækki um eitt prósentustig. Skerðingarmörk vaxtabóta verði hækkuð og sömuleiðis húsa- leigubætur. ASÍ leggur einnig áherslu á að stefnt verði að því að ekki verði fleiri en tíu prósent á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsmenntunar árið 2020. Þetta hlutfall er nú fjörutíu prósent. Framlög til starfsmenntunar og fullorðins- fræðslu verði aukin í 500 milljónir á ári sem er nánast hrein hækkun á framlögum ríkisins. Í kröfugerðinni er lögð fram krafa um að tryggt verði að lág- marksviðmið í velferðarkerfinu verði á hverjum tíma skilgreind út frá tekjudreifingu 25 ára og eldri og miðist við helming af meðal- tekjum þeirra. Samkvæmt þessu yrðu lágmarksbætur 150 þúsund krónur og með tekjuþróunartrygg- ingu. Grunnatvinnuleysisbætur verði 150 þúsund og hámarks- bætur verði 270 þúsund á mánuði. Ólafur Darri Andrason, hag- fræðingur ASÍ, áætlar að persónu- afslátturinn kosti ríkissjóð um 14 milljarða. Barnabæturnar kosti um tvo milljarða og vaxtabæturn- ar 3 til 3,5 milljarða. Samtals sé þetta um 20 milljarðar en nettó- áhrifin á ríkissjóð verði um 14 milljarðar. „Við tökum því auðvitað vel að það sé leitað til okkar með við- ræður. Næsta skref verður að fara yfir þetta vel og vandlega og reikna út og velta fyrir sér hvað gengur upp og hvað ekki, hvað er eðlilegt að við blöndum okkur í og hvað ekki,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra og vill ekki áætla hvenær afstaða ríkisstjórnarinnar liggur fyrir. Félagsmálaráðherra hefur sagt að bæta þurfi húsnæðismál hinna lægstlaunuðu. Ekki er tæpt á því í kröfugerð ASÍ. Forsætisráðherra vill ekki segja hvort búast megi við aðgerðum í húsnæðismálum og þá hvenær. ghs@frettabladid.is Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 Tekjulágir fái aukaafslátt Forysta ASÍ vill að tekinn verði upp sérstakur mánaðarlegur persónuafsláttur upp á tuttugu þúsund krónur fyrir þá tekjulægstu. Skerðingarmörk barnabóta verði hækkuð þannig að fleiri fái þær. FARA VANDLEGA YFIR MÁLIÐ Forysta Alþýðusambandsins hitti ríkisstjórnina í Ráð- herrabústaðnum í gær og afhenti sameiginlega kröfugerð ASÍ gagnvart stjórnvöldum. Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að næsta skref verði að fara vandlega yfir plaggið og reikna út hvað gangi upp og hvað ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra fagnar því að aðildar- félög ASÍ stilli saman strengi sína og setji fram hugmyndir að því hvernig verkalýðshreyfing, atvinnurekendur og stjórnvöld geti saman unnið að því að jafnvægi sé í efnahagsmálum og hið félags- lega kerfi sé þróað. „Við eigum eftir að fara yfir þetta og sjá hvað þetta kostar, hvaða áhrif það myndi hafa, bæði á ríkisfjármálin og efnahagsmálin. Aðalatriðið er að það er algjörlega nauðsynlegt að þessir aðilar stilli saman strengi og gangi í takt. Það er farsælasta leiðin til að ná jafnvægi í efnahagsmálin og halda aftur af verðbólgu.“ - ghs Nauðsynlegt að ganga í takt Vegna frétta sem birtust í vikunni um höfnun Fjarskiptasjóðs á tilboði svissneska símfyrirtækisins Amitelo í rekstur GSM-kerfis skal áréttað að fyrirtækið tengist ekki IceCell, hinu svissneska símafyrirtækinu sem hyggst koma upp þjónustu hérlendis. ÁRÉTTING ÁHRIF SKATTATILLAGNA ASÍ Dæmi 1 Hjón með samtals 300 þúsund í mánaðartekjur og tvö börn, 8 og 10 ára. Að óbreyttu Tillaga ASÍ Ávinningur Skattskyldar tekjur 300.000 300.000 Greiddur skattur -39.066 0 39.066 Laun eftir skatta 260.934 300.000 39.066 Skattaávinningur á ári 468.795 Barnabætur á ári 239.595 315.967 76.372 Samtals á ári 545.167 Dæmi 2 Hjón með samtals 500 þúsund í mánaðartekjur og tvö börn, 8 og 10 ára Að óbreyttu Tillaga ASÍ Ávinningur Skattskyldar tekjur 500.000 500.000 Greiddur skattur -110.506 -102.506 8.000 Laun eftir skatta 389.494 397.494 8.000 Skattaávinningur á ári 96.000 Barnabætur á ári 95.595 195.967 100.372 Samtals á ári 196.372 LÖGREGLUMÁL Ragnar Magnússon veitingamaður, sem átti bílana tíu er brunnu í Vogum á Vatnsleysu- strönd um síðustu helgi, kveðst upphaflega hafa fengið þá flesta sem hluta af greiðslu fyrir jarðar- hluta á Mýrum í Borgarfirði sem hann seldi í haust. Hann kveðst hafa verið með þá á bílasölu en ákveðið að taka þá þaðan, þrífa þá almennilega og taka af þeim myndir fyrir áframhaldandi sölu- meðferð. Því hafi þeir staðið á planinu í Vogum. Sumir bílanna sem brunnu voru nýlegir en aðrir eldri árgerðir. „Einn þeirra kom til landsins fyrir fimm mánuðum,“ segir Ragnar. „Hinir voru löngu komnir.“ Ragnar kveðst ekki vilja greina frá nafni kaupanda jarðarpartsins á Mýrum því óþarfi sé að draga nöfn fleira fólks en orðið sé inn í þetta leiðindamál. „Það er þegar búið að taka mig af lífi í fjölmiðlum og það er sorg- legt að þetta fari að koma illa niður á konu minni og börnum.“ Lögreglan á Suðurnesjum heldur rannsókn á tildrögum brunans áfram af fullum krafti. Hún vinnur nú meðal annars að því að taka sýni úr flökunum sem síðan verða send í rannsókn til að ganga úr skugga um hvort eldfimum vökv- um hefur verið hellt yfir þá eða ekki. Enginn hefur verið handtek- inn né er grunaður um íkveikju enn sem komið er. - jss BRUNNU BÍLARNIR Sumir voru nýlegir, aðrir af eldri árgerðum. Ragnar Magnússon veitingamaður: Fékk bílana upp í jarðarpart                       UMFERÐ Útiloka á sauðfé og annan búfénað frá tilteknum þjóðvegum um Þingvallasveit. Bláskógabyggð vill semja við Vegagerðina um „friðun þjóðvega í Þingvallasveit fyrir lausagöngu búfjár“. Valtýr Valtýsson sveitarstjóri segir ætlunina að bæta öryggi vegfarenda og búfénaðarins með bættum og nýjum girðingum og vörsluhlið- um. Segist hann vonast til að málið verði rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar í þessum mánuði. - gar Samkomulag í burðarliðnum: Búfé útlægt af þjóðvegum í Þingvallasveit KINDUR Í VEGI Friða á þjóðvegi í Þing- vallasveit fyrir búfénaði. Þessar kindur eru úr Mývatnssveit. Festist á lokuðum vegi Björgunarsveitin á Hólmavík aðstoð- aði í gær ökumann Subaru-fólksbif- reiðar sem festi sig í snjó á Þorska- fjarðarheiði. Ökumaður hafði hunsað viðvaranir Vegagerðarinnar um að heiðin væri lokuð. LÖGREGLUFRÉTTIR LÖGREGLAN Rannsókn á meiðyrð- um og hótunum í garð ungs manns vegna hunds sem hvarf og fannst aftur mun nú aftur komin í hendur yfirvalda á Akureyri, samkvæmt heimildum blaðsins. Jón Snorrason aðstoðarlög- reglustjóri lýsti því yfir í Fréttablaðinu í september að Lúkasarmálið færi „alls ekki í einhvern stjórnlausan sendingar- feril milli embætta“. Þá hafði málið verið sent til sýslumanns á Akureyri, eftir að það var kært í Reykjavík. Sýslumaður sendi það svo aftur suður og nú síðast sendi Reykja- víkurembættið það norður. - kóþ Lúkasarmálið flækist um: Í annað sinn til Akureyrar GENGIÐ 12.12.2007 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,6159 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 61,04 61,34 124,82 125,42 89,69 90,19 12,02 12,09 11,224 11,29 9,495 9,551 0,5494 0,5526 96,69 97,27 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.