Fréttablaðið - 13.12.2007, Blaðsíða 6
6 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR
HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA
ÞÚ FÆRÐ DECUBAL
Í NÆSTA APÓTEKI HEILBRIGÐISMÁL „Þetta var reynt í
Finnlandi og þeim sem lifðu af
hjartastopp fækkaði mikið. Hér
myndi það samsvara sjö mannslíf-
um. Að lágmarki,“ segir Bjarni
Þór Eyvindarson, læknir við Land-
spítalann.
Bjarni vísar til þess að yfir-
stjórn Landspítalans hyggst hætta
að bjóða upp á læknisþjónustu í
neyðarbíl Landspítala og slökkvi-
liðs.
Starfsfólk bílsins þjónar þeim
sem veikjast skyndilega utan spít-
ala, til dæmis í heimahúsum, og
kemur að um hundrað endurlífg-
unum á ári. Í stað læknanna á
sjúkraflutningafólk að fram-
kvæma endurlífganir. Með þessu
á að spara þrjátíu milljónir króna.
„Það er verið að skera niður
þjónustu til veikustu einstakling-
anna,“ segir Bjarni. Nánast alls
staðar í Evrópu séu læknar með í
för í neyðarútköllum. Bandaríkja-
menn hafi hins vegar kosið að láta
sjúkraflutningamenn eina um
endur lífgun.
„Þeir tímdu bara ekki að hafa
lækna á bílunum, enda eru Amer-
íkanar ekki hátt á listanum yfir
endurlífganir,“ segir Bjarni. Þetta
sé spurning um hvernig mannslíf
eru verðlögð.
„Auðvitað bætir þetta ekki þjón-
ustuna, það segir sig sjálft,“ segir
Magnús Pétursson, forstjóri Land-
spítalans. „En það er mjög sterk
fullyrðing að með þessu séu
mannslíf lögð í hættu.“ - kóþ
Læknir við Landspítalann óttast mjög niðurskurðaráætlanir spítalans:
Sparnaður upp á sjö mannslíf
BJARNI ÞÓR EYVINDARSON Segir
skelfilega reynslu af sparnaði við svona
neyðarþjónustu í Finnlandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLAN Þýfi sem tekið var úr
Austurbæjarskóla á föstudags-
kvöld fannst við húsleit í Reykja-
vík í gær.
Óprúttnir innbrotsþjófarnir
höfðu annað hvort læðst inn fyrr
um kvöldið eða haft lykil að
húsinu, því engin ummerki voru
um eiginlegt innbrot. Bar
glæpurinn merki atvinnu-
mennsku. Meðal horfinna muna
voru skjávarpar og fartölvur.
Guðmundur Sighvatsson,
skólastjóri Austurbæjarskóla,
hvatti skólaræningjana til að
skila þýfinu í Fréttablaðinu í gær
en lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu varð fyrri til að nappa þá. - kóþ
Þjófnaður í Austurbæjarskóla:
Þýfið fannst
við húsleit
KJARAMÁL Fimmtán rafvirkjar af þeim sautján sem
starfa á Landspítalanum hafa sagt upp störfum.
Rafvirkjarnir eru allir sérhæfðir í störfum innan
spítalans og getur tekið langan tíma að þjálfa nýja
menn til að gegna stöðum þeirra. Uppsagnirnar gætu
því haft víðtækar afleiðingar innan spítalans.
Uppsagnir rafvirkjanna tóku gildi 1. desember og
losna samningar þeirra í byrjun mars. Guðmundur
Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir
þá tvo rafvirkja sem ekki sögðu upp ætla að hætta
fljótlega sökum aldurs. „Búnaðurinn á spítalanum er
mjög viðkvæmur og flókinn. Það segir sig sjálft að
það þarf sérmenntaða menn til að fást við rafkerfi
spítala. Sérfræðiþekkingin er ekki metin að verðleik-
um og hafa þeir því ákveðið að fara til starfa annars
staðar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að miðað við
launakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir
Rafiðnaðarsambandið í ágúst ættu meðal dagvinnu-
laun rafvirkja á Landspítalanum að vera um 330
þúsund á mánuði. Fréttablaðið hafði samband við
Hafstein Guðmundsson, einn þeirra sem sagt hafa
upp, og sagði hann að eftir 46 ára starf sem rafvirki
fengi hann 213 þúsund og 211 krónur sem dagvinnu-
laun. Hann sagðist vita til víðtækrar óánægju meðal
rafvirkja spítalans vegna kjaramála en ítrekaði að
ekki væri um skipulagða hópuppsögn að ræða og
Rafiðnaðarsambandið hefði ekki haft milligöngu um
málið. „Það segir hver og einn upp á sínum forsend-
um,“ sagði hann.
Aðalsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri tækni og
eigna Landspítalans, segir aðdragandann hafa verið
óánægju rafvirkja með kjör. Spítalinn fari eftir
gildandi kjarasamningum en rafvirkjar miði við
launaskrið sem hafi orðið í samfélaginu. „Það er
alvarleg staða komin upp en við vinnum eins og við
getum að því að finna lausn á þessu máli og tryggja
öryggi inni á spítalanum,“ segir Aðalsteinn.
„Framkvæmdastjórinn sýnir feikilega mikið
ábyrgðarleysi í þessu máli því spítalinn mun ekki fá
annað en lærlinga á þessum kjörum og þá tekur um
þrjú ár að þjálfa upp í störf inni á spítalanum,“ segir
Guðmundur. karen@frettabladid.is
Landspítalinn að
verða rafvirkjalaus
Nær allir rafvirkjar Landspítalans hafa sagt upp starfi sínu. Uppsagnirnar eru
taldar geta haft víðtækar afleiðingar innan spítalans. Formaður Rafiðnaðar-
sambandsins sakar forsvarsmann spítalans um „feikilegt ábyrgðarleysi“.
GÆTI HAFT VÍÐTÆKAR AFLEIÐINGAR Rafvirkjar sjá ekki um viðgerðir á viðkvæmum lækningartækjum en hins vegar sjá þeir til
þess að þau fái straum til að geta starfað. FRÉTTABLAÐIÐ/ÚR SAFNI
Það segir sig sjálft að það
þarf sérmenntaða menn
til að fást við rafkerfi spítala.
GUÐMUNDUR GUNNARSSON
Auglýsingasími
– Mest lesið
Telur þú að maðkar séu í
mysunni vegna sölu á ríkis-
eignum á Keflavíkurflugvelli?
Já 49,8%
Nei 50,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Telur þú rétt að takmarka
þyngd lyftingalóða í líkams-
ræktarsölum fangelsa?
Segðu þína skoðun á visir.is
ORKUMÁL Breytt hönnun á fyrirhuguðum virkjunum í
neðri hluta Þjórsár hefur það í för með sér að
flatarmál uppistöðulóna minnkar um fjórðung. Í stað
23,8 ferkílómetra verða lónin um 18 ferkílómetrar, um
fjórðungi minni.
„Nú er verið að vinna að nánari hönnun á
virkjunum, og sú vinna miðar meðal annars að því að
lágmarka rask en halda orkugetu virkjananna,“ segir
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkj-
unar. Þrjár virkjanir og þrjú lón eru fyrirhuguð. Það
lón sem minnkar mest er Heiðarlón, neðsta og stærsta
lónið. Áður stóð til að það yrði 12,5 ferkílómetrar, en
það verður 9 ferkílómetrar samkvæmt nýrri hönnun.
Hin lónin áttu að vera samtals 11,3 ferkílómetrar en
verða 9 ferkílómetrar.
Þessu samhliða verður yfirborðshæð Heiðarlóns
lækkuð úr fyrirhuguðum 51 metra yfir sjávarmáli í 50
metra hæð, eins og greint hefur verið frá.
Þorsteinn segir að jafnframt sé nú ætlunin að hlaða
upp tvo grjótgarða við austurströnd Heiðarlóns. Þeir
muni koma í veg fyrir að vatn setjist í lægðir í
landinu. Með þessu og öðrum aðgerðum muni
einungis þrír af átján ferkílómetrum lónanna verða
utan núverandi árfarvegs. - bj
Hönnun virkjana í neðri hluta Þjórsár breytt og uppistöðulón minnkuð:
Lónin minnka um fjórðung
ÞJÓRSÁ Grjótgarðar verða hlaðnir við austurströnd Þjórsár til
að koma í veg fyrir að vatn setjist í lægðir.
KJÖRKASSINNVEISTU SVARIÐ?