Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 11
ÖRYGGISMÁL Jón Viðar Matthías-
son, slökkviliðsstjóri á höfuð-
borgar svæðinu, segir að nú hilli
loks undir úrbætur í flugelda-
geymslum eftir svarta skýrslu
um málið um síðustu áramót.
Ástandið þá var talið óviðunandi
vegna nálægðar sprengjulagera
við aðra byggð. Jón segir að eftir
tafir sé kominn skriður á
flugeldageymslu fyrir Lands-
björg í Grófarhverfi í Hafnar-
firði. Landsbjörg er stærsti
innflytjandi flugelda á Íslandi.
„Sú geymsla er að rísa og það er
sérstaklega hannað hús fyrir
þetta, þannig að það er bjart fram
undan í þessum efnum,“ segir
slökkviliðsstjóri. - gar
Flugeldageymslurnar:
Eru enn í ólagi
en lausn fundin
JÓN VIÐAR MATTHÍASSON Væntanleg
flugeldageymsla er til framtíðar segir
slökkviliðstjóri höfðuborgarsvæðisins.
DÓMSMÁL Fyrrverandi eigendur
Bræðranna Ormsson þurfa að
greiða nýjum eigendum rúmar
sautján milljónir í bætur vegna
endurálagningar skattyfirvalda.
Samkvæmt dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur þótti ljóst að seljend-
urnir hafi vitað af því að vafi ríkti
um skattalega meðferð viðskipta-
vildar.
Bræðurnir Ormsson skiptu um
eigendur árið 2004, þegar hópur
fjárfesta keypti öll hlutabréf þess
fyrir 644 milljónir króna. Ríkis-
skattstjóri sendi fyrirtækinu til-
kynningu síðla árs 2005 um að fyr-
irhugað væri að endurákvarða
opinber gjöld félagsins fyrir árin
2000 til 2004. Fyrningar af við-
skiptavild vegna kaupa á bréfum í
fjórum hlutafélögum hefðu verið
færðar ranglega í skattskilum.
Nýir eigendur höfðuðu mál á
hendur þeim gömlu vegna þessa
og kröfðust bóta.
Í niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur segir að ekki verði
séð að seljendurnir hafi vísvitandi
blekkt kaupendurna, en hins vegar
teljist það á ábyrgð þeirra að hafa
ekki upplýst kaupendurna um vaf-
ann sem lék á skattalegri meðferð
viðskiptavildar. Því voru nýju eig-
endunum dæmdar 17,3 milljónir í
bætur, auk 1,3 milljóna í sakar-
kostnað. - sþs
Fyrrverandi eigendur létu kaupendur ekki vita af vafa um skattalega meðferð viðskiptavildar:
Dæmdir til að greiða 17 milljónir í bætur
BRÆÐURNIR ORMSSON Nýju eigendurnir höfðuðu mál á hendur þeim gömlu vegna
endurálagningar skattyfirvalda.
„Rjóminn er ómissandi
í góða matargerð“
Gerðu það gott með rjóma!
uppskriftir á www.ms.is
Gunnar Karl
Landsliðskokkur
MALASÍA, AP Lögreglan í Malasíu
handtók um tuttugu manns sem
reyndu að mótmæla við þinghúsið
í höfuðborginni Kúala Lúmpúr á
þriðjudag. Var þetta ein af
nýlegum tilraunum til mótmæla í
Malasíu sem eru fátíð þar í landi.
Einn helsti stjórnarandstöðu-
leiðtogi Malasíu, Anwar Ibrahim,
var handtekinn í gær eftir að
hann kom til landsins. Ibrahim
var sleppt skömmu seinna en
atburðir síðustu daga hafa aukið á
ótta um að stjórnvöld séu að
herða aðgerðir gegn stjórnarand-
stöðunni. - sdg
Tuttugu manns handteknir:
Tilraun til mót-
mæla í Malasíu
ÁTÖK VIÐ ÞINGHÚSIÐ Lögreglan kom í
veg fyrir mótmæli í höfuðborginni Kúala
Lúmpúr. NORDICPHOTOS/AFP
JAPAN, AP Japönsk stjórnvöld
greindu í fyrsta sinn opinberlega
frá nöfnum þriggja dæmdra
morðingja sem teknir voru af lífi
fyrir skömmu. Er þetta í sam-
ræmi við nýja stefnu um að
aflétta leynd á aftökum í Japan.
Japan er eitt fárra iðnvæddra
ríkja þar sem dauðarefsing
tíðkast og hefur ítrekað sætt
gagnrýni mannréttindasamtaka
fyrir leynd á aftökum.
Fram til ársins 1998 birtu
stjórnvöld aðeins tölur um fjölda
aftaka árlega. Síðan þá hafa
upplýsingar um fjölda aftaka
verið veittar daginn eftir hverja
þeirra. - sdg
Greint frá nöfnum líflátinna:
Leynd aflétt á
aftökum í Japan
Háttsettur líbanskur hershöfðingi,
Francois al-Hajj, lést í bílspreng-
ingu í Líbanon í gær. Hajj var talinn
líklegur eftirmaður Michel Suleiman,
hershöfðinga og yfirmanns líbanska
hersins, sem hefur verið nefndur sem
mögulegt forsetaefni.
LÍBANON
Hershöfðingi myrtur