Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 11 ÖRYGGISMÁL Jón Viðar Matthías- son, slökkviliðsstjóri á höfuð- borgar svæðinu, segir að nú hilli loks undir úrbætur í flugelda- geymslum eftir svarta skýrslu um málið um síðustu áramót. Ástandið þá var talið óviðunandi vegna nálægðar sprengjulagera við aðra byggð. Jón segir að eftir tafir sé kominn skriður á flugeldageymslu fyrir Lands- björg í Grófarhverfi í Hafnar- firði. Landsbjörg er stærsti innflytjandi flugelda á Íslandi. „Sú geymsla er að rísa og það er sérstaklega hannað hús fyrir þetta, þannig að það er bjart fram undan í þessum efnum,“ segir slökkviliðsstjóri. - gar Flugeldageymslurnar: Eru enn í ólagi en lausn fundin JÓN VIÐAR MATTHÍASSON Væntanleg flugeldageymsla er til framtíðar segir slökkviliðstjóri höfðuborgarsvæðisins. DÓMSMÁL Fyrrverandi eigendur Bræðranna Ormsson þurfa að greiða nýjum eigendum rúmar sautján milljónir í bætur vegna endurálagningar skattyfirvalda. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þótti ljóst að seljend- urnir hafi vitað af því að vafi ríkti um skattalega meðferð viðskipta- vildar. Bræðurnir Ormsson skiptu um eigendur árið 2004, þegar hópur fjárfesta keypti öll hlutabréf þess fyrir 644 milljónir króna. Ríkis- skattstjóri sendi fyrirtækinu til- kynningu síðla árs 2005 um að fyr- irhugað væri að endurákvarða opinber gjöld félagsins fyrir árin 2000 til 2004. Fyrningar af við- skiptavild vegna kaupa á bréfum í fjórum hlutafélögum hefðu verið færðar ranglega í skattskilum. Nýir eigendur höfðuðu mál á hendur þeim gömlu vegna þessa og kröfðust bóta. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki verði séð að seljendurnir hafi vísvitandi blekkt kaupendurna, en hins vegar teljist það á ábyrgð þeirra að hafa ekki upplýst kaupendurna um vaf- ann sem lék á skattalegri meðferð viðskiptavildar. Því voru nýju eig- endunum dæmdar 17,3 milljónir í bætur, auk 1,3 milljóna í sakar- kostnað. - sþs Fyrrverandi eigendur létu kaupendur ekki vita af vafa um skattalega meðferð viðskiptavildar: Dæmdir til að greiða 17 milljónir í bætur BRÆÐURNIR ORMSSON Nýju eigendurnir höfðuðu mál á hendur þeim gömlu vegna endurálagningar skattyfirvalda. „Rjóminn er ómissandi í góða matargerð“ Gerðu það gott með rjóma! uppskriftir á www.ms.is Gunnar Karl Landsliðskokkur MALASÍA, AP Lögreglan í Malasíu handtók um tuttugu manns sem reyndu að mótmæla við þinghúsið í höfuðborginni Kúala Lúmpúr á þriðjudag. Var þetta ein af nýlegum tilraunum til mótmæla í Malasíu sem eru fátíð þar í landi. Einn helsti stjórnarandstöðu- leiðtogi Malasíu, Anwar Ibrahim, var handtekinn í gær eftir að hann kom til landsins. Ibrahim var sleppt skömmu seinna en atburðir síðustu daga hafa aukið á ótta um að stjórnvöld séu að herða aðgerðir gegn stjórnarand- stöðunni. - sdg Tuttugu manns handteknir: Tilraun til mót- mæla í Malasíu ÁTÖK VIÐ ÞINGHÚSIÐ Lögreglan kom í veg fyrir mótmæli í höfuðborginni Kúala Lúmpúr. NORDICPHOTOS/AFP JAPAN, AP Japönsk stjórnvöld greindu í fyrsta sinn opinberlega frá nöfnum þriggja dæmdra morðingja sem teknir voru af lífi fyrir skömmu. Er þetta í sam- ræmi við nýja stefnu um að aflétta leynd á aftökum í Japan. Japan er eitt fárra iðnvæddra ríkja þar sem dauðarefsing tíðkast og hefur ítrekað sætt gagnrýni mannréttindasamtaka fyrir leynd á aftökum. Fram til ársins 1998 birtu stjórnvöld aðeins tölur um fjölda aftaka árlega. Síðan þá hafa upplýsingar um fjölda aftaka verið veittar daginn eftir hverja þeirra. - sdg Greint frá nöfnum líflátinna: Leynd aflétt á aftökum í Japan Háttsettur líbanskur hershöfðingi, Francois al-Hajj, lést í bílspreng- ingu í Líbanon í gær. Hajj var talinn líklegur eftirmaður Michel Suleiman, hershöfðinga og yfirmanns líbanska hersins, sem hefur verið nefndur sem mögulegt forsetaefni. LÍBANON Hershöfðingi myrtur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.