Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 22

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 22
22 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur 10 .6 09 11 .0 43 10 .3 27 1997 2001 2006 FRÉTTASKÝRING KLEMENS ÓLAFUR ÞRASTARSON klemens@frettabladid.is > Ógiftar konur, skráðar í sambúð: HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS Jólaverslunin virðist standa með miklum blóma þessa dagana enda aðeins rúm vika til jóla. Hvernig gengur jólaverslunin? Ég fór af stað fyrstu vikuna í desember og kíkti þá í Smáralind, Kringluna, á Laugaveginn og í Húsa- smiðjuna og stærstu staðina og þá var mér sagt að jólaverslunin hefði byrjað vel. Í Kringlunni og Smáralind höfðu mælst auknar heimsóknir miðað við sömu helgi í fyrra en ekki lágu fyrir neinar sölutölur frá einstaka verslunum. Hvað þýðir það? Það er erfitt að segja. Á þessari stundu er ekki hægt að segja hvort jólaverslunin verði í heildina meiri en í fyrra en viðskipt- in eru augljóslega fyrr á ferðinni. Maður veltir fyrir sér hvort verslunin dreifist betur en í fyrra en svo getur verið að verslunin verði jöfn og þétt alveg til jóla. Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur spáð því að aukningin verði tæplega 9,5 prósent frá því sem var í fyrra. Er það samt ekki mikil aukning? Það er aukning en samt minni aukning en var milli áranna þar á undan. Samkvæmt því er kannski að hægjast eitthvað á aukningunni en samt er ennþá aukning. Á hvaða sviðum er mesta aukn- ingin? Rannsóknarsetrið telur að mikil verslun verði í leikföngum vegna aukinnar samkeppni á leikfangamarkaði og svo er líka talið að aukning verði í íþróttavörum og rafmagnsvörum. SPURT & SVARAÐ JÓLAVERSLUNIN Byrjaði vel í desember 1 2 3 4 1 2 3 4 KRISTÍN HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR Markaðsstjóri SVÞ. Fyrir nokkrum mánuðum töldu fáir að Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri í Arkansas, ætti nokkurn möguleika á útnefningu Repúblikanaflokksins sem frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum sem fram fara í Bandaríkjunum eftir tæpt ár. Nýlegar kannanir sýna hann á gífurlegri siglingu, með sextán prósentustiga forystu á næsta frambjóðanda í Iowa, ríkinu þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram. Hver er Mike Huckabee? Mike Huckabee er 52 ára gamall, fæddur og uppalinn í Arkansas-ríki. Hann var vígður til prests í söfnuði baptista og hefur haft íhaldssöm kristileg gildi í hávegum frá upp- hafi stjórnmálaferils síns. Hann er einnig mikill áhugamaður um tónlist og leikur á bassa í rokksveitinni Capitol Offense. Árið 1996 varð hann ríkisstjóri í Arkansas og gegndi því embætti þar til fyrr í ár. Hver eru stefnumál Hucka- bees? Huckabee segist sjálfur vera íhaldsmaður. Hann styður dauðarefsingar, er andvígur fóstureyðingum, giftingum samkynhneigðra og hertri vopnalöggjöf. Hann styður stríðið í Írak og dregur þróunarkenningu Darwins í efa. Mesta áherslu hefur hann lagt á að vernda landamærin við Mexíkó gegn ágangi ólöglegra innflytjenda. Hefur hann meðal annars fengið leikarann Chuck Norris til að lýsa yfir stuðningi við sig og þá stefnu sína. Hvað segja andstæðingar hans? Andstæðingar Huckabees hafa gagnrýnt íhaldssamar skoðanir hans. Fyrr á stjórnmálaferli sínum lýsti hann því yfir að konur og sam- kynhneigðir ættu ekki að fá að gegna hermennsku. Árið 1992 lét hann hafa eftir sér að best væri að setja alnæmissjúklinga í sóttkví. Segja demó- kratar að hann sé ekki í tengslum við almenning í Bandaríkjunum. FBL-GREINING: MIKE HUCKABEE Íhaldsmaðurinn skýst upp í könnunum Fyrir fjórum árum fór Ásgeir Ebenezersson niður í Landsbanka til að kynna hugmyndir að nýrri versl- unarmiðstöð sem næði frá Skúlagötu til Laugavegs. Vel var tekið í hugmyndina. Nú ætlar félag eins eigenda bankans að byggja þar. „Það tók langan tíma fyrir mig að viðurkenna þetta fyrir sjálfum mér, en nú er ljóst að Björgólfur og hans félag, Samson Properties, hafa stolið þessari hugmynd minni frá A til Ö,“ segir Ásgeir Ebenez- ersson athafnamaður, sem hefur í fórum sínum fjögurra ára gamlar teikningar að verslunarmiðstöð, sem átti að ná frá Skúlagötu að Laugavegi. Samson Properties, félag Björg ólfsfeðga, kynnti nýverið ekki alls ólíkar hugmyndir. Áform Ásgeirs voru kynnt Reykjavíkurborg í apríl 2003. Hann segir að formanni skipulagsráðs og skipulagsstjóra hafi litist vel á hug- myndina og hún var send áfram í kerfinu. Í ágúst 2003 svarar Jóhannes S. Kjarval, hverfisarkitekt hjá skipu- lagssviði, Ásgeiri. Í bréfi Jóhannes- ar er Ásgeiri uppálagt að „skýra þátt stærsta núverandi eiganda, þ.e. Landsbankans“. Ásgeir segir svo frá: „Ég fór með hugmyndina í Landsbankann í maí 2003. Ég skildi eftir gögnin og var skömmu síðar boðaður á fund hjá fyrirtækjasviði bankans. Þar var mér sagt að Landsbanka litist vel á verkefnið. Ég þyrfti að fjármagna tuttugu prósent, en bankinn myndi koma með afganginn.“ Samkomu- lagið var munnlegt. Líður nú og bíður. Árið 2004 var Ásgeir „búinn að fá annan fjár- mögnunaraðila og beið eftir því að Skipulagssjóður seldi lóðir sínar á svæðinu. Mér skildist að þær yrðu auglýstar.“ Batt vonir við nýjan meirihluta Snemma árs 2005 segist Ásgeir hafa hitt Halldór Kristjánsson, bankastjóra Landsbankans, og fengið hjá honum staðfestingu á að samkomulagið stæði. Halldór hafi vísað á Landsafl, fasteigna- félag Landsbanka. Þar hafi verið ákveðið að bíða niðurstöðu borgar- stjórnarkosninga, „vegna aðgerðaleysis R-lista“. Þeir hafi bundið vonir við að hugsanlegur nýr meirihluti myndi selja eignir á reitnum. Skipulagssjóður borgarinnar átti þá margar fasteignir á svæðinu. Stóð á tímabili til að selja þær í almennri sölu. Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skipulagssjóðs, kannast við hugmyndir Ásgeirs. Hún hefur enga skýringu á hvers vegna fór sem fór, en hugmynd- irnar hafi ekki náð fram að ganga. Upphaflega hafi lóðakaup á reit- unum verið gerð með íbúðarhús- næði í huga en ekki verslun. „Þetta strandaði ekkert sérstak- lega hjá Skipulagssjóði. Við héld- um bara okkar striki að kaupa þessar eignir. Um tíma stóð til að bjóða þær út, en síðan [í september 2006] var ákveðið að ganga til við- ræðna við Samson.“ Það hafi verið gert í ljósi þess að Samson var þá með ráðandi hlut eigna á svæðinu og lauslegar hug- myndir að uppbyggingu. Hvort þær hafi verið sömu tillögur og Ásgeir var með segist Kristín ekki þess umkomin að meta það. Bréf til Björgólfs Mánuði eftir að borgin gekk til við- ræðna við Samson sendi Ásgeir Björgólfi bréf. Hann þóttist sjá að hann hefði tapað leiknum og lauk bréfinu á þeim orðum að honum „þætti vænt um að fá að vera með í spilinu“. Björgólfur hefur ekki svarað bréfinu. Ásgeir segist orðlaus yfir fram- komu Björgólfs, sem hann kynntist fyrst árið 1966. „Og ég held að fólk með góðar hugmyndir ætti að vara sig á Landsbankanum.“ Ekki einstök hugmynd Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Guðmundssonar og Sam- son Properties, segist aldrei hafa séð hugmyndir nafna síns, en í tví- gang rætt við hann um þær. Hann þvertekur fyrir að hug- myndin hafi síast úr Landsbanka til Samson Properties. „Við höfðum ekki hugmynd um að þetta hefði verið í Landsbankan- um og það er mjög alvarleg ásökun að halda því fram að bankinn hafi brugðist trúnaði.“ Í ársbyrjun 2006 hafi félög boðið Samson eignir á reitunum til kaups. Samson hafi þá leitað til innlendra sem erlendra sérfræðinga eftir hugmyndum að uppbyggingu. Endan leg hugmynd Samson hafi komið frá erlendum hönnuðum. Ekki komi til greina að þeir hönn- uðir hafi fengið sendar hugmyndir Ásgeirs Ebenezerssonar til að byggja á. Ásgeir Ebenezersson hafi ein- faldlega ekkert haft fram að færa í verkefnið, hvorki fjármagn né fer- metra. „En ég skil vonbrigði mannsins mætavel. Því miður var þetta farið of langt af stað þegar hann kom til okkar. Þetta er góð hugmynd, en augljóslega ekki einstök.“ Björgólfur stal hugmynd minni ÁSGEIR EBENEZERSSON KRISTÍN EINARSDÓTTIR ÁSGEIR FRIÐGEIRSSON 1. ÍBÚÐARBLOKKIR VIÐ SKÚLAGÖTU 2. VERSLUNARMIÐSTÖÐ BARÓNSREITSMEGIN 3. GÖNG YFIR HVERFISGÖTUNA 4. VERSLUNARMIÐSTÖÐ MILLI LAUGAVEGS OG HVERFISGÖTU Teikning Samson Properties gerir ráð fyrir hringflæði, tveimur göngum yfir Hverfisgötu, en hin fyrir einföldum göngum. Báðar tillögurnar gera ráð fyrir miklum bílastæðakjallara. HUGMYND ÁSGEIRS EBENEZERSSONAR FRÁ ÁRINU 2003 HUGMYND SAMSON PROPERTIES, KYNNTAR ÁRIÐ 2007 LAUGAVEGUR HVERFISGATA SKÚLAGATA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.