Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 30
30 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 330
6.590 +0,09% Velta: 3.490 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,00 +0,40% ... Bakkavör
59,50 +0,34% ... Eimskipafélagið 36,55 +0,14% ... Exista 23,30
-0,21% ... FL Group 15,45 +0,00% ... Glitnir 23,25 +0,00% ... Ice-
landair 27,35 +0,37% ... Kaupþing 900,00 +0,33% ... Landsbankinn
36,95 +0,41% ... Straumur-Burðarás 15,65 -1,26% ... Össur 99,00
-0,50% ... Teymi 5,98 -0,17%
MESTA HÆKKUN
SPRON 2,47%
EIK BANKI 1,33%
LANDSBANKINN 0,41%
MESTA LÆKKUN
FÖROYA BANKI 1,58%
AIR ATLANTIC 1,53%
STRAUMUR-BURÐA. 1,26%
Gengi hlutabréfa í bandarísku flug-
rekstrarsamstæðunni AMR, móður-
félagi flugfélagsins American
Airlines, féll um rúm níu prósent á
bandarískum hlutabréfamarkaði á
þriðjudag og fór lægst í 17,60 dali á
hlut. Viðlíka gengi á bréfum félags-
ins hefur ekki sést síðan í nóvem-
ber fyrir rúmum tveimur árum.
Fallið var síður en svo einsdæmi á
bandarískum hlutabréfamarkaði
en gekk lítillega til baka í gær.
FL Group flaggaði tæpum sex
prósenta hlut í AMR í lok síðasta
árs en þá stóð það í 30 dölum á hlut.
Það hækkaði talsvert í byrjun árs
og stóð í methæðum, 40,66 dölum á
hlut, um miðjan janúar. FL Group
bætti við hlut sinn á sama tíma og
stóð uppi með rúm níu prósent í
samstæðunni á vordögum. Gengi
félagsins lækkaði hins vegar á sama
tíma og hafði á þriðjudag fallið um
56 prósent frá hæsta gildi.
FL Group seldi stærstan hluta
bréfanna um síðustu mánaðamót
en heldur eftir um 1,1 prósenti.
Markaðsvirði hans hleypur á um
þremur milljörðum króna, miðað
við markaðsverðmæti AMR við
lokun markaða á þriðjudag. - jab
INNRITUN Í FLUG AMERICAN AIRLINES
Gengi bréfa FL Group í AMR brotlenti
í sínu lægsta gildi á þriðjudag. Slíkur
verðmiði á hlutabréfum AMR hefur ekki
sést í rúm tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Skörp dýfa hjá AMR
Gengi hlutabréfa AMR lækkaði um rúm níu prósent.
Til stendur að stofna sér-
staka stórfyrirtækjaein-
ingu hjá Ríkisskattstjóra.
Þar fari fram álagning,
þjónusta og sérstakt eftir-
lit með skilgreindum hópi
stærri fyrirtækja. Hug-
myndin með þessu er að
auka þjónustu skattyfir-
valda með stærstu fyrir-
tækjum landsins, að því er fram
kemur í leiðara Skúla Eggerts
Þórðarsonar, ríkisskattstjóra, í
nýjasta tölublaði Tíundar, frétta-
bréfi Ríkisskattstjóra.
Stórfyrirtækjum á að verða
auðveldara að fá úrlausn tiltek-
inna álitamála og upplýsingar
um túlkun laga og reglna hjá
skattyfirvöldum. Þetta sé í sam-
ræmi við þróun erlend-
is.
Skúli segir að
stærstu fyrirtækin
hérlendis starfi í mun
flóknara og snarpara
umhverfi en áður. Þá
sé rekstur stórs hluta
þeirra í öðrum löndum
og samskipti séu oftast
um jafnvel einvörðungu yfir
landamæri.
Ekki kemur fram í leiðaran-
um hvaða fyrirtæki sé um að
ræða, en benda má á að fjár-
málastofnanir greiða næstum
helming fyrirtækjaskatts hér
á landi. Þá eru raunar fleiri en
fjármálafyrirtæki í hópi þeirra
stærstu. - ikh
Skoða stórfyrirtæki
SKÚLI EGGERT
ÞÓRÐARSON
20 STÆRSTU
1 Kaupþing
2 Landsbanki Íslands
3 Avion Group
4 Icelandic Group
5 Bakkavör Group
6 Glitnir
7 Hagar
8 Exista
9 FL Group
10 Actavis Group
11 Baugur Group
12 Alfesca
13 Samskip
14 Straumur - Burðarás
15 Norvik
16 VÍS
17 Milestone
18 Alcan á Íslandi
19 Egla
20 Síminn
Heimild: Frjáls verslun. 300 stærstu.
Björgólfur Thor Björgólfsson er
harðorður í garð stjórnar finnska
símafyrirtækisins Elisa í viðtali
við dagblaðið Financial Times.
„Þeir haga sér eins og skrif-
finnar,“ er haft eftir Björgólfi í
blaðinu. Félagið sé rekið þannig
að það standi í stað. Stjórnin
ráðleggi þeim að rugga ekki
bátnum. „En það er kominn tími
til að taka í taumana,“ segir
Björgólfur Thor.
Stjórn Elisa hefur tekið fálega í
hugmyndir fyrirtækis Björgólfs,
Novators, um breytingar á
félaginu. Novator, sem er
langstærsti einstaki hluthafinn,
hefur krafist hluthafafundar til
þess að knýja á um þær. - ikh
Harðorður
í garð Elisa
Seðlabankar í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og
Sviss, auk evrópska seðlabankans, tóku höndum saman
í gær og ákváðu að dæla allt að 40 milljörðum dala,
rúmum 2.400 milljörðum íslenskra króna, inn á fjár-
málamarkaði í formi skammtímalána til að draga úr
lausafjárkreppunni. Ákvörðunin er talin viðbrögð við
gremju bandarískra fjárfesta með vaxtaákvörðuna
bandaríska seðlabankans á þriðjudag.
Gengi hlutabréfa tók snarpa dýfu og dró hlutabréfa-
vísitölur vestra niður um rúm tvö prósent skömmu
eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um
25 punkta á þriðjudag. Stýrivextir þar í landi standa
eftirleiðis í 4,25 prósentum.
Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en
aðrir bjuggust við allt að 50 punkta lækkun þrátt fyrir
almennt ágætar fréttir af bandarísku efnahagslífi upp
á síðkastið. Lækkunin dró flesta fjármálamarkaði víða
um heim með sér í kjölfarið, þar á meðal Úrvalsvísitöl-
una, sem lækkaði um 0,78 við opnun viðskipta í gær.
Hún jafnaði sig lítillega eftir því sem leið á daginn.
Svipaða sögu að segja um þróunina á öðrum mörkuð-
um. - jab
Dæla fjármagni á markaðinn
Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri landa tóku í gær
höndum saman um aðgerðir til að vinna á móti lausafjárkreppunni.
ÚR BANDARÍSKU KAUPHÖLLINNI Fjárfestar voru fremur ósáttir
við 25 punkta lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum á þriðjudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP