Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 13.12.2007, Síða 30
30 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 330 6.590 +0,09% Velta: 3.490 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,00 +0,40% ... Bakkavör 59,50 +0,34% ... Eimskipafélagið 36,55 +0,14% ... Exista 23,30 -0,21% ... FL Group 15,45 +0,00% ... Glitnir 23,25 +0,00% ... Ice- landair 27,35 +0,37% ... Kaupþing 900,00 +0,33% ... Landsbankinn 36,95 +0,41% ... Straumur-Burðarás 15,65 -1,26% ... Össur 99,00 -0,50% ... Teymi 5,98 -0,17% MESTA HÆKKUN SPRON 2,47% EIK BANKI 1,33% LANDSBANKINN 0,41% MESTA LÆKKUN FÖROYA BANKI 1,58% AIR ATLANTIC 1,53% STRAUMUR-BURÐA. 1,26% Gengi hlutabréfa í bandarísku flug- rekstrarsamstæðunni AMR, móður- félagi flugfélagsins American Airlines, féll um rúm níu prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði á þriðjudag og fór lægst í 17,60 dali á hlut. Viðlíka gengi á bréfum félags- ins hefur ekki sést síðan í nóvem- ber fyrir rúmum tveimur árum. Fallið var síður en svo einsdæmi á bandarískum hlutabréfamarkaði en gekk lítillega til baka í gær. FL Group flaggaði tæpum sex prósenta hlut í AMR í lok síðasta árs en þá stóð það í 30 dölum á hlut. Það hækkaði talsvert í byrjun árs og stóð í methæðum, 40,66 dölum á hlut, um miðjan janúar. FL Group bætti við hlut sinn á sama tíma og stóð uppi með rúm níu prósent í samstæðunni á vordögum. Gengi félagsins lækkaði hins vegar á sama tíma og hafði á þriðjudag fallið um 56 prósent frá hæsta gildi. FL Group seldi stærstan hluta bréfanna um síðustu mánaðamót en heldur eftir um 1,1 prósenti. Markaðsvirði hans hleypur á um þremur milljörðum króna, miðað við markaðsverðmæti AMR við lokun markaða á þriðjudag. - jab INNRITUN Í FLUG AMERICAN AIRLINES Gengi bréfa FL Group í AMR brotlenti í sínu lægsta gildi á þriðjudag. Slíkur verðmiði á hlutabréfum AMR hefur ekki sést í rúm tvö ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Skörp dýfa hjá AMR Gengi hlutabréfa AMR lækkaði um rúm níu prósent. Til stendur að stofna sér- staka stórfyrirtækjaein- ingu hjá Ríkisskattstjóra. Þar fari fram álagning, þjónusta og sérstakt eftir- lit með skilgreindum hópi stærri fyrirtækja. Hug- myndin með þessu er að auka þjónustu skattyfir- valda með stærstu fyrir- tækjum landsins, að því er fram kemur í leiðara Skúla Eggerts Þórðarsonar, ríkisskattstjóra, í nýjasta tölublaði Tíundar, frétta- bréfi Ríkisskattstjóra. Stórfyrirtækjum á að verða auðveldara að fá úrlausn tiltek- inna álitamála og upplýsingar um túlkun laga og reglna hjá skattyfirvöldum. Þetta sé í sam- ræmi við þróun erlend- is. Skúli segir að stærstu fyrirtækin hérlendis starfi í mun flóknara og snarpara umhverfi en áður. Þá sé rekstur stórs hluta þeirra í öðrum löndum og samskipti séu oftast um jafnvel einvörðungu yfir landamæri. Ekki kemur fram í leiðaran- um hvaða fyrirtæki sé um að ræða, en benda má á að fjár- málastofnanir greiða næstum helming fyrirtækjaskatts hér á landi. Þá eru raunar fleiri en fjármálafyrirtæki í hópi þeirra stærstu. - ikh Skoða stórfyrirtæki SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON 20 STÆRSTU 1 Kaupþing 2 Landsbanki Íslands 3 Avion Group 4 Icelandic Group 5 Bakkavör Group 6 Glitnir 7 Hagar 8 Exista 9 FL Group 10 Actavis Group 11 Baugur Group 12 Alfesca 13 Samskip 14 Straumur - Burðarás 15 Norvik 16 VÍS 17 Milestone 18 Alcan á Íslandi 19 Egla 20 Síminn Heimild: Frjáls verslun. 300 stærstu. Björgólfur Thor Björgólfsson er harðorður í garð stjórnar finnska símafyrirtækisins Elisa í viðtali við dagblaðið Financial Times. „Þeir haga sér eins og skrif- finnar,“ er haft eftir Björgólfi í blaðinu. Félagið sé rekið þannig að það standi í stað. Stjórnin ráðleggi þeim að rugga ekki bátnum. „En það er kominn tími til að taka í taumana,“ segir Björgólfur Thor. Stjórn Elisa hefur tekið fálega í hugmyndir fyrirtækis Björgólfs, Novators, um breytingar á félaginu. Novator, sem er langstærsti einstaki hluthafinn, hefur krafist hluthafafundar til þess að knýja á um þær. - ikh Harðorður í garð Elisa Seðlabankar í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og Sviss, auk evrópska seðlabankans, tóku höndum saman í gær og ákváðu að dæla allt að 40 milljörðum dala, rúmum 2.400 milljörðum íslenskra króna, inn á fjár- málamarkaði í formi skammtímalána til að draga úr lausafjárkreppunni. Ákvörðunin er talin viðbrögð við gremju bandarískra fjárfesta með vaxtaákvörðuna bandaríska seðlabankans á þriðjudag. Gengi hlutabréfa tók snarpa dýfu og dró hlutabréfa- vísitölur vestra niður um rúm tvö prósent skömmu eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 25 punkta á þriðjudag. Stýrivextir þar í landi standa eftirleiðis í 4,25 prósentum. Flestir höfðu reiknað með þessari niðurstöðu en aðrir bjuggust við allt að 50 punkta lækkun þrátt fyrir almennt ágætar fréttir af bandarísku efnahagslífi upp á síðkastið. Lækkunin dró flesta fjármálamarkaði víða um heim með sér í kjölfarið, þar á meðal Úrvalsvísitöl- una, sem lækkaði um 0,78 við opnun viðskipta í gær. Hún jafnaði sig lítillega eftir því sem leið á daginn. Svipaða sögu að segja um þróunina á öðrum mörkuð- um. - jab Dæla fjármagni á markaðinn Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og fleiri landa tóku í gær höndum saman um aðgerðir til að vinna á móti lausafjárkreppunni. ÚR BANDARÍSKU KAUPHÖLLINNI Fjárfestar voru fremur ósáttir við 25 punkta lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.