Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 32
32 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís
Þorgeirsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson, Kristján Hjálmarsson og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
issn 1670-3871
Óþörf umræða?
Staða kristni í skólakerfinu og á
Íslandi var rædd á þingi í gær að
frumkvæði Guðna Ágústssonar,
formanns Framsóknarflokksins. Guðni
telur að kirkjan eigi í vök að verjast
sem aldrei fyrr. Það beri þjóðmála-
umræða síðustu vikna vott um og
þá umræðu eigi að kveða niður sem
fyrst. Séra Karl V. Matthíasson, sem
seint verður kallaður erindreki trúleys-
ingja, tók hins vegar í
taumana og benti for-
manninum á að það
væri ekkert sérstak-
lega kristilegt að
ætla að kveða
niður gagnrýni
sem beindist
gegn þjóðkirkj-
unni.
Evrópusambandið?
Guðni sté þá tvíefldur aftur í pontu
og bryddaði upp á þeirri nýstárlegu
kenningu að sú „atlaga“ sem gerð
hefði verið að kristni hér á landi væri
runnin undan rifjum Evrópusam-
bandsins. „Ef Evrópusambandið
ætlar nú að reka guð út úr þjóð-
sögnum og krossinn af fánanum
er til lítils að taka mark á því,“
sagði formaðurinn. „Ég vil
leggja til að menntamála-
ráðherra, kirkjumálaráð-
herra og biskup hittist og
ræði þetta mál sín á milli.“
Brúnaðar kartöflur?
Umræðan um „harða atlögu
að þjóðsöngnum“ hefur nú náð
nýjum hæðum. Sannleikurinn
er sá að enginn hefur lagt til að
guði verði úthýst úr þjóðsöngnum.
Þessi umræða, sem nú er komin í
fullkomnar ógöngur, á rætur að rekja
til þess að formaður Vantrúar sagði
aðspurður í viðtali við Fréttablaðið að
sér þætti þjóðsöngurinn ekki boð-
legur fyrir sitt leyti. Í sömu andrá
tók hann skýrt fram að hann ætl-
aði ekki að berjast fyrir því að
þjóðsöngnum yrði breytt.
Hvernig í ósköpunum
tókst Guðna að flækja
Evrópusambandið inn
í þetta mál? Að lokum
lagði formaður Fram-
sóknarflokksins til að fólk
ræktaði guðsótta sinn
með því að borða meira
af lambasteik og brúnuðum
kartöflum.
bergtsteinn@frettabladid.is
Á
liðnu vori var gerður samningur um yfirfærslu á
vatnsréttindum ríkissjóðs í Þjórsá til Landsvirkj-
unar. Gera átti út um endurgjaldið á síðari stigum.
Í reynd var um að ræða tilfærslu á eignarréttindum
innan ríkiskerfisins. Ríkisendurskoðun hefur komist
að þeirri niðurstöðu að gildi samningsins sé eftir fjárreiðulögum
háð samþykki Alþingis.
Svipað mál kom upp í aðdraganda kosninganna 1991. Þá
gleymdi landbúnaðarráðherrann að setja fyrirvara um sam-
þykki Alþingis við kaup á búrekstri sem nauðsyn þótti að ákveða
í skyndi.
Eðlilegt hefði verið að leggja Þjórsársamninginn fyrir Alþingi
án tafar eða gera nýjan endanlegan samning með ákvæðum um
endurgjald. Það á hins vegar ekki að gera. Þess í stað er boðað að
málið verði leyst þegar og ef Landsvirkjun fær virkjunarleyfi.
Hvað felst í þessu?
Svarið er: Óvissa um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi virkj-
unaráformin í Þjórsá og þá nýsköpun í atvinnumálum sem þau
miða að með orkufrekum hátækniiðnaði eins og netþjónabúum.
Það eru vond skilaboð einmitt á þeim tíma þegar útlit er fyrir að
mikil þörf verði fyrir nýsköpun af því tagi.
Eftir þessa niðurstöðu er Landsvirkjun í lausu lofti. Hún getur
ekki byggt neinn rétt á samningi sem ekki er bindandi. Vandi
Landsvirkjunar felst í gamaldags lögbundnum leikreglum sem
enn taka mið af úreltri hugmyndafræði um sjálfvirkt eignarnám
ef samningar takast ekki milli orkufyrirtækja og handhafa lands
og orkuréttinda.
Samkvæmt gildandi lögum fellur virkjanaleyfi niður ef samn-
ingar takast ekki innan níutíu daga eftir að það hefur verið gefið
út. Nú segir ríkisstjórnin að samningar um vatnsréttindi og land-
not eigi ekki að hefjast fyrr en þessi frestur byrjar að líða. Engin
leið er að setja frjálsu samningaferli og þinglegri meðferð svo
þröngar skorður.
Vitaskuld getur svo farið að samningar náist ekki við þá land-
eigendur sem fara með um það bil fimm hundraðshluta vatns-
réttindanna á móti ríkinu. Þá verður að sæta því. En það á ekki
að vera skálkaskjól fyrir rétt stjórnvöld til að komast hjá því að
sýna á spilin. Reyndar er eðlilegast að fyrst liggi á borðinu hvað
skattborgararnir vilja fá fyrir nýtingu þessara réttinda.
Aukheldur er úrelt að gera út um verð orkuréttinda eftir að
ákvörðun hefur verið tekin um að virkja og samningar hafa verið
gerðir um raforkuverð jafnvel til langs tíma. Þetta á sérstaklega
við um verð á þeim orkuréttindum sem ríkið ræður sjálft yfir í
umboði skattborgaranna.
En hér er unnt að fara tvær leiðir. Í sjálfu sér er engin nauð-
syn að yfirfæra vatnsréttindin og þau landnotkunarréttindi sem
ríkið á til Landsvirkjunar. Iðnaðarráðherra getur sjálfur samið
við þá sem sitja ríkisjarðirnar um landnotkun. Síðan getur hann
á þeim grundvelli samið við Landsvirkjun um afnotarétt að landi
og verð fyrir nýtingu vatnsréttindanna.
Trufli náttúruverndarsjónarmið þau nýsköpunaráform sem
hér eru í húfi á að segja það tæpitungulaust. Vera má að vírus
einhvers konar samviskuveiki valdi ráðherrum Samfylkingar-
innar óþægindum enda koma þeir nýir að málinu. Það er hins
vegar ekki gild afsökun fyrir loðinni afstöðu.
Þjórsársamningarnir:
Samviskuveiki?
ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Bændur rækta landið, verka-menn sækja auð í fjöll og
mýrar, handverksmenn búa til
nýtan varning, og kaupmenn
koma honum til fólksins. Þess er
engin þörf að bíða eftir tilskipun-
um frá ríkisvaldinu: hver maður
vinnur sitt verk fyrir sjálfan sig.
Ódýr varningur flæðir þangað
sem mest fæst fyrir hann, en dýr
varningur fær menn til að leita
sér heldur að ódýrari vöru. Þegar
hver og einn stundar iðju sína
handa sjálfum sér, alveg eins og
vatnið rennur niður fjallshlíðina
dag og nótt, mun framleiðslan
skila sér til fólksins ótilkvödd.“
Hver skyldi hafa skrifað þetta?
Adam Smith? Nei, höfundurinn
heitir Sima Qian og var kínversk-
ur sagnfræðingur, hann dó árið 90
fyrir Krists burð. Þannig var
skrifað í Kína röskum átján
hundruð árum áður en Adam
Smith birti Auðlegð þjóðanna
1776. Texti Kínverjans lýsir
glöggum skilningi á gangverki
markaðsbúskapar eins og Smith
átti eftir að lýsa því í höfuðriti
sínu fyrstur manna í okkar heims-
hluta.
Tvær bommertur
Kínverjar stunduðu markaðs-
búskap um aldir og tóku ekki að
dragast aftur úr Evrópu í
efnalegu tilliti fyrr en á fjórtándu
öld. Keisarinn lokaði Kína fyrir
erlendum viðskiptum 1433.
Kínverjar höfðu þá staðið feti
framar en Evrópa í þúsund ár og
urðu nú á nokkrum öldum að
einni fátækustu þjóð heimsins.
Valdataka Kínverska kommún-
istaflokksins 1949 bætti gráu ofan
á svart, ef frá er talin skrykkjótt
framsókn kommúnista í heil-
brigðis- og menntamálum. Maó
formaður stýrði landinu með
harðri hendi 1949-76. Þegar Maó
hófst handa, gat nýfæddur
Kínverji vænzt þess að verða
fertugur líkt og nýfæddur
Íslendingur um 1890. Þegar Maó
dó í embætti (enginn þorði að
stugga við honum lifandi), hafði
meðalævi Kínverja lengzt í 65 ár.
Háskólastúdentum fjölgaði úr
röskum hundrað þúsundum 1949 í
tæpa milljón 1960, en þeim
fækkaði síðan í fimmtíu þúsund
1970. Kínverjar liðu miklar
hörmungar og mannfall af
völdum „Stóra stökksins fram á
við“ 1958-60, þegar Maó ætlaði að
breyta Kína úr bændasamfélagi í
iðnríki, og menningarbyltingar-
innar 1966-76, þegar hann setti
landið allt á annan endann af
innanflokksástæðum.
Ástandið fyrir byltingu
En hvernig var umhorfs í Kína
fyrir byltinguna 1949? Nær er að
spyrja um ástandið fyrir innrás
Japana 1937, því að hún setti strik
í reikninginn og henni lauk ekki
fyrr en með ósigri Japana í
heimsstyrjöldinni 1945. Árin eftir
1930 stunduðu nær níu af
hverjum tíu Kínverjum landbún-
að á móti fjórum af hverjum tíu
nú. Iðnaður var þó umtalsverður
og viðskipti, einkum í Sjanghæ,
sem hafði breytzt úr fámennu
fiskiþorpi árið 1000 í líflega
viðskiptamiðstöð og heimsborg,
en það kom ekki að öllu leyti til af
góðu af sjónarhóli Kínverja.
Ósigrar Kínverja fyrst fyrir
Bretum og Frökkum í ópíumstríð-
unum 1839-42 og 1856-60 og síðan
fyrir Japönum 1895 neyddu þá til
að opna Sjanghæ fyrir sigurveg-
urunum. Upp á þau býti breyttist
Sjanghæ í heimsborg, og þangað
streymdi framkvæmdafé að utan
í stríðum straumum: þarna voru
sterkir bankar, kauphöll og
hvaðeina líkt og í Hong Kong,
sem laut stjórn Breta frá 1842.
Þegar kommúnistar tóku völdin í
Kína 1949, skrúfuðu þeir fyrir
uppganginn í Sjanghæ, en Hong
Kong dafnaði á móti meðal
annars fyrir tilstilli margra
flóttamanna frá meginlandinu og
frjálslegra búskaparhátta.
Gróskan í Hong Kong sýndi
umheiminum, hvers markaðs-
búskapur er megnugur í höndum
Kínverja. Þjóðartekjur á mann í
Hong Kong sigldu fram úr
tekjum á mann á Bretlandi 1992.
Meðalævi Kínverja í Hong Kong
fór fram úr meðalævi Breta 1975.
Nýfætt barn í Hong Kong getur
nú vænzt þess að ná 82 ára aldri á
móti 81 ári á Íslandi, 79 árum á
Bretlandi og 72 á meginlandi
Kína. Hong Kong er nú mitt á
milli Ítalíu og Þýzkalands á
lífskjaralista Þróunarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna.
Taflið snýst við
Maó formaður féll frá 1976. Deng
Xiaoping tók árið eftir við
völdum í Kommúnistaflokknum
og hófst þegar handa um stór-
felldar efnahagsumbætur.
Misheppnaður áætlunarbúskapur
að sovézkri fyrirmynd var látinn
víkja fyrir markaðsbúskap með
gamla laginu, fyrst í landbúnaði
1978 og síðan smám saman í
iðnaði, verzlun og þjónustu. Kína
var opnað á ný fyrir erlendum
viðskiptum og fjárfestingu og
einkaframtaki, enda þótt Komm-
únistaflokkurinn haldi enn fast í
sjálftekið einkaleyfi sitt til
landsstjórnarinnar. Lífskjara-
munurinn á Hong Kong og Kína
var fimmtánfaldur 1976, þegar
Maó féll frá. Munurinn er nú
fimmfaldur, og hann heldur
áfram að minnka. Sjanghæ hefur
aldrei verið glæsilegri. Gróskan
stendur á gömlum merg.
Gróska á gömlum merg
UMRÆÐAN
Menntamál
Í upphafi aðventunnar voru birtar niður-stöður alþjóðlegrar samanburðarrann-
sóknar sem Ísland tók þátt í á síðasta ári.
Um er að ræða svonefnda PISA-rannsókn.
Sem kunnugt er voru niðurstöður hennar
vonbrigði enda er staða íslenskra nem-
enda þar lakari á öllum sviðum en var í
sambærilegri könnun frá árinu 2000. Sér-
stakt áhyggjuefni eru niðurstöður varð-
andi lesskilning og stærðfræði því þar er
að ræða grunnfög. Nú er það svo að skoð-
anakannanir sem þessi eru á engan hátt óumdeildar
en hana ber samt sem áður að taka alvarlega.
Fyrir skemmstu var frá því skýrt að Ísland væri
komið í efsta sæti þjóða heims þar sem lífsgæði
eru mest og best samkvæmt einkunnagjöf Samein-
uðu þjóðanna. Menntakerfið okkar er gott og það
hefur m.a. fleytt okkur í þetta sæti. Menntakerfinu
má ekki hraka því þá föllum við niður þennan lista.
Menntunin er enda undirstaða framfara og
íslenska menntakerfið hefur lengi verið grunnstoð
íslensks samfélags.
Ljóst er af niðurstöðum þessarar nýju
rannsóknar að við erum að dragast aftur
úr á þessu sviði. Enn á ný vil ég ítreka að
engin töf má verða á úrbótum í þessu
máli. Strax verður að hefjast handa og
setja fyrir lekann með þeim hætti að
tryggt verði að íslenskt menntakerfi
verði aftur í fremstu röð. Forgangsatriði
er að hækka laun og aðbúnað hinna góðu
kennara landsins.
Menntamálaráðherra má ekki bregðast
illa við þegar rætt er um fjöreggið heldur
taka ábendingum vinsamlega og vinna
með öllum sem málið varðar, bæði
menntasamfélaginu en ekki síst okkur
sem sitjum á Alþingi og erum boðin og búin til
aðstoðar í því starfi. Ég vil því að við sameinumst
öll um hið verðuga markmið að reisa menntakerfið
aftur til vegs og virðingar svo það sé samboðið
bókmenntaþjóðinni og mæti þörfum margbreyti-
legs nútímasamfélags.
Ekkert aðalatriði er í málinu að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur farið með menntamálin í 16 ár en
það er hins vegar staðreynd.
Höfundur er alþingismaður.
Staðan í menntamálum
HÖSKULDUR
ÞÓRHALLSSON
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
Kína