Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 44
[ ]
Housestyle og Greengate eru
dönsk vörumerki á heimilis-
vörum eftir unga hönnuði og
eru nýlega komin á markað.
„Þetta eru vandaðar vörur og
áherslan í hönnuninni er á mýkt,
einfaldleika og afslappað and-
rúmsloft. Allar tilheyra þær
hinum skandinavíska lífsstíl sem
er að taka við af naumhyggjunni
að hluta til,“ segir Kristjana
Jenný Ingvarsdóttir í heildversl-
uninni Serica um nýju vörurnar
frá House style og Greengate.
Hún segir þær auðveldlega geta
blandast saman við bæði gamalt
og nýtt á heimilum og tekur fram
að þær séu ekki unnar í barna-
þrælkun. „Það er sérstaklega
tekið fram af eigendum,“ segir
hún.
Meðal þess sem um ræðir eru
sloppar, handklæði, teppi, púðar
og dúkar. Einnig borðbúnaður
eins og bollar, könnur og glös.
Greengate-vörurnar eru nú
þegar komnar í verslanir og fást
hjá Snúði og Snældu á Selfossi og
Pipar og salt við Klapparstíg í
Reykjavík en Housestyle er rétt
að nema land. Frekari upplýsing-
ar er hægt að fá á vefnum www.
serica.is.
gun@frettabladid.is
Kanna og krús frá Greengate.
Einfaldleiki og afslöppun
Glervörur frá Housestyle. Blátt í eldhúsið. Tilheyrir Housestyle-línunni.
Púðar og sessur punta upp á heimilið.
Frá Housestyle.
Gull er að komast í tísku aftur. Víða sjást þess merki í hönnun
og húsbúnaði, og má til að mynda sjá ljósakrónur með gyllingu
og ýmiss konar smáhluti eins og glös, kertastjaka og fleira.
Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919
GLÆSILEGT OG VANDAÐ
pottasett FRÁ Provance
TILBOÐSVERÐ
17.900 kr.