Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 54

Fréttablaðið - 13.12.2007, Page 54
● fréttablaðið ● farið á fjöll 13. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR10 Vaxtarsamningur Eyjarfjarðar er samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila sem miðar að eflingu atvinnulífs við Eyja- fjörð. Verkefnið fór af stað árið 2004 og vindur vel áfram. „Upphaf verkefnisins má rekja til þess að Alþingi ákvað að efla Eyja- fjarðarsvæðið sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið með áætlana- gerð. Gerð var skýrsla um áætlun- ina og út frá henni var ákveðið að setja á laggirnar Vaxtarsamning, samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila um að byggja upp at- vinnulíf í Eyjafirði. Samningurinn var síðan undirritaður í júlí 2004.“ Þetta segir Hjalti Páll Þórarins- son, starfsmaður hjá Atvinnuþró- unarfélagi Eyjafjarðar, um tildrög- in að Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, verkefni sem byggir á svokölluðu klasasamstarfi þar sem fyrirtæki á sama sviði og svæði starfa saman þótt þau eigi í samkeppni. Atvinnu- þróunarfélagið stýrir verkefn- inu en auk þess koma margir að því, þar á meðal iðnaðarráðuneyt- ið, Háskólinn á Akureyri, KEA og sveitarfélög við Eyjafjörð. „Ákveðið var að einblína á fjögur aðalsvið í þessu verkefni, það er að segja ferðaþjónustu, heilsugeirann, matvælafram- leiðslu og menntun og rannsókn- ir,“ segir Hjalti og bætir við að klasastjórar, sem séu eins konar umsjónarmenn, hafi verið ráðn- ir fyrir klasana til að draga lykil- fólk í hverri atvinnugrein að borð- inu og búa til forystuhópa utan um þá sem stýrðu vinnunni. „Hlutirnir fóru á skrið í ársbyrj- un 2005 og hafa gengið eins og í sögu eftir það,“ segir Hjalti. „Auð- vitað hefur maður rekið sig á ýmsa annmarka eins og gerist í þróunar- starfi. En ég held að segja megi núna eftir tímabilið að árangur- inn af samningnum hafi verið ótví- ræður.“ Hjalti nefnir sem dæmi að mörg góð verkefni hafi komið út úr samningnum, bæði á þessu ári og eins í fyrra, sem séu svæð- inu til framdráttar. „Til dæmis RES-orkuskólinn, sem tók form- lega til starfa í maí árið 2007, og er starfræktur hér við Háskólann á Akureyri,“ bendir hann á. „Þar er áhersla lögð á vistvæna orku- gjafa, sem eru mikið hitamál í dag, og er námið kennt á meistarastigi. Nemendur eru flestir erlendir, mestmegnis frá Evrópu en einnig Bandaríkjunum.“ Félagasamtökin Matur úr hér- aði er annað verkefni sem Hjalti nefnir til sögunnar, en samtökin stóðu síðast í október að sýning- unni Matur-INN 2007 á Akureyri, sem talið er að 10.000 manns hafi sótt. „Þetta er félag framleiðenda, vinnslustöðva og veitingahúsa á svæðinu sem halda á lofti hráefni sem hér er framleitt. Samstarfið hófst með sýningunni Matur 2006 í Kópavogi og vegna þess hversu vel gekk hélt það áfram og er allt- af að eflast. Þetta tvennt er aðeins brot af verkefnunum sem hafa komið út úr Vaxtarsamningi Eyja- fjarðar.“ Að sögn Hjalta rennur samning- urinn út um næstu áramót og er nú unnið að endurnýjun hans. Hann efast ekki um að fengin reynsla muni þar nýtast mönnum vel. -rvew Keppinautar snúa bökum saman Hjalti Páll Þórarinsson, starfsmaður hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, segir mörg góð verkefni hafa kom út úr Vaxtarsamn- ingi Eyjafjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS „Stemningin hefur verið mjög góð síðustu daga,“ segir Jón Halldórs- son, umsjónarmaður skíðasvæð- isins á Dalvík, sem var opnað 1. desember. „Það mættu reynd- ar ekki margir fyrsta daginn en aðsókn hefur aukist eftir það. Hér mætir daglega fjöldi manns, stundum yfir hundrað, mestmegnis eru þetta krakkar á æfingum en fullorðnum fjölgar hratt.“ Snjórinn er sérstaklega fram- leiddur fyrir skíðasvæðið á Dal- vík og þótt liðin séu þrjú ár frá því að það var fyrst gert vekur uppákoman alltaf jafn mikla athygli að sögn Jóns. „Alls kyns spurningar vakna, eins og hvort þetta sé gervisnjór. Þetta er í raun bara venjulegur snjór búinn til úr vatni og nær að tala um tilbúinn snjó. Hann er að vísu þéttari en sá venjulegi, sem sést af því að það eru 400 kíló af snjó framleidd á rúmmetra, meðan 170 kíló af náttúrulegum snjó þekja rúmmetra.“ Jón segir að snjórinn virki því harður en sé engu að síður mjúk- ur þegar menn renna sér eftir honum. Hann bendir á að það sé algengur misskilningur að menn slasi sig frekar í hörðum snjó, en í rauninni stafi þeim meiri hætta af þeim mjúka. Að auki sé tilbúni snjórinn opnari svo að rigningin hripar bara í gegnum hann. Á Jóni er þó ekki annað að heyra en tilbúni snjórinn njóti jafn mik- illa vinsælda og sá náttúrulegi og til marks um það segir hann bros- andi börn hafa hópast í brekkuna þegar lyftan var opnuð. En skyldi Jón sjálfur, sem sér- legur umsjónarmaður svæðisins, finna fyrir auknum vinsældum á þessum árstíma? „Ég veit nú ekki með það,“ svarar Jón hógværð- in uppmálið en viðurkennir þó að ýmis viðurnefni hafi fest við hann, meðal annars snjómaður- inn, en öll séu þau búin til í mesta bróðerni. - rve Dalvík býður á skíði Jón segir að margir hafi lagt í sjóð svo hægt sé að halda skíðasvæðinu opnu, þar á meðal Samherji sem rekur stóra vinnslustöð á Dalvík.SKÍÐI OG BRETTI FRÁBÆR TILBOÐ Í GANGI NÚNA 99.000 Göngu- og hlaupaband, auðvelt að leggja saman. KETTLER RUN ME! 109.000 HAMMER CHICAGO BIO FORCE KETTLER FITMASTER Boxsett - púði, hanskar, sippuband og teljari. Æfi ngastöð sem notar ekki lóð og því alveg hljóðlaus. Minna álag á liðamót. 10.800 5.900 69.000 Þú getur þjálfað allan líkamann í þessari stöð Í miklu úrvali FRÁ 690 SIPPUBÖND FINNLO AB-DOMINOX Frábært tæki til að þjálfa maga- vöðvana. SENDUM Í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT P IPA R • S ÍA • 72287 TILBOÐ 36.160 24.900 45.200 12.900 21.900 karla og konur, dempari að framan og í hnakk. og dempara. Dúkkusæti og karfa NORCO RIVET FREESTYLE GIANT SEDONA DX VIVI SWEETY 14” NORCO 24” HARROWS PÍLUR 6.400 21.000 3.700 Offi cial Competition KETTLER CUP KETTLER HANDLÓÐ alhliða æfi ngin! FRÁ 990 Barnahjól ára. 11.500 NORCO ZX-50 16” börn á aldrinum 6.900 ÞRÍHJÓL - TRANSPORTER
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.