Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 86

Fréttablaðið - 13.12.2007, Side 86
54 13. desember 2007 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > VISSIR ÞÚ? Amy Winehouse fékk sér sitt fyrsta húðflúr af mörgum þegar hún var að- eins fimmtán ára gömul, litla teikni- myndafígúru á bakið. Að hennar sögn gerðu foreldrar hennar sér grein fyrir því að þau kæmu engum vörnum við. „Þau vissu að ég myndi gera það sem mér sýndist og þar með var málið úr sögunni,“ segir Amy. Olsen-tvíburarnir Mary-Kate og Ashley eru ekki ofarlega á vinsældalista dýra vernd- unar samtakanna PETA. Leikkonurnar hafa áður sætt harðri gagnrýni fyrir að klæðast pelsum og feldi og nota sömu efni í tískulínu sinni. Línan ber heitið The Row, en henni hefur verið vel tekið af mörgum tískuunnendum. Gagnrýn- in hefur hins vegar ekki borið mikinn árangur og hefur PETA nú opnað sérstaka heimasíðu tvíburun- um til handa. Ekki er þó hægt að segja að hún sé þeim til heiðurs. Á síðunni gefur að líta teiknaðar myndir af tvíburunum, en þar ganga þær undir nöfnunum Hairy-Kate og Trashley Trollsen. Lesendum gefst kostur á að senda tvíburunum sérstakt bréf, þar sem þær eru beðnar um að hætta notkun felda og pelsa í bæði tískulínu sinni og daglegu lífi. Þá er hægt að kaupa boli með teiknaðri mynd af systrunum í blóði drifnum pelsum og feldskóm. Enn hafa engin viðbrögð við síðunni borist úr herbúðum tvíbur- anna. Síðuna má skoða á www.peta2. com/trollsens. PETA gagnrýnir Olsen-systur HAIRY-KATE OG TRASHLEY Dýraverndunar- samtökin PETA gagnrýna tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen harðlega á nýrri heimasíðu. NORDICPHOTOS/GETTY J.K. Rowling hefur lagt lokahönd á fyrstu bókina sem hún sendir frá sér síðan Harry Potter-ævintýrinu lauk svo eftirminnilega fyrr í ár. Bókin heitir The Tales of Beedle the Bard, en á hana er minnst í síð- ustu bókinni um Harry Potter. Bókin er handskrifuð og mynd- skreytt af Rowling, en hún kemur einungis út í sjö eintökum – jafn mörgum og bækurnar um Harry Potter urðu. Ein bók verður boðin upp hjá Sotheby’s í London í vikunni en ágóði af sölu hennar mun renna til góðgerðasamtakanna Children’s Voice. Inngangur fremst í bókinni útskýrir hvað verður um hinar, en þær „verða gefnar þeim sem hafa tengst Harry Potter-bókunum hvað mest síðustu sautján árin“. Rowling færir kaupanda bókar- innar einnig persónulegar þakkir: „Til þess sem nú á bókina, takk fyrir – og megi gæfan fylgja þér.“ Beedle boðinn upp SJÖ EINTÖK J.K. Rowling sendir frá sér bókina The Tales of Beedle the Bard í einungis sjö eintökum. Eitt þeirra verður selt. „Við höfum alltaf litið á það þannig að þeir sem hafa verið gæfu aðnjót- andi í lífinu eiga að gefa til baka,“ segir Steinunn Camilla úr stúlkna- sveitinni Nylon, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur sveitin ákveðið að gefa samtökun- um Blátt áfram allan ágóða af safn- plötu sinni, Best of Nylon. „Út af því hvað við höfum verið heppnar í gegnum tíðina þá höfum við velt fyrir okkur hvernig við gætum gefið til baka. Okkur lang- aði til að gefa til Blátt áfram. Það er svolítið tabú málefni. Það er eins og það megi ekki hjálpa nema að hafa lent í einhverju sjálfur. Okkur finnst frábært hjá öllum þeim sem hjálpa til og þótt við höfum verið heppnar langaði okkur að gefa þess- um samtökum ágóðann,“ segir hún. „Það eru sautján prósent barna undir átján ára aldri sem lenda í þessu. Þetta er allt of algengt í sam- félaginu og við viljum vekja athygli á þessu,“ segir Steinunn en Blátt áfram vinna að því að efla forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum. Í lok mánaðarins syngur Nylon á jólatónleikum til styrktar krabba- meinssjúkum börnum sem umboðs- maður þeirra, Einar Bárðarson, hefur staðið fyrir undanfarin ár. Á næsta ári er ferðinni síðan heitið til Bretlands þar sem þær ætla að halda áfram að koma sér á fram- færi. - fb Nylon gegn barnaníði NYLON Stelpurnar styrkja Blátt áfram. Þuríður Stefánsdóttir hefur hannað nýja íslenska förðun- arlínu sem hún segir henta öllum konum. Línan verður fáanleg á heimasíðunni mak- euptime4u.is. Þuríður, sem oftast er kölluð Þura, er menntaður förðunar- og snyrti- fræðingur og hefur lengi starfað sem slíkur. „Ég kenndi förðun í mörg ár og síðastliðið eitt og hálft ár hef ég unnið við að þróa snyrti- vörulínu fyrir erlent fyrirtæki,“ útskýrir Þura, sem nú ýtir nýrri íslenskri förðunarlínu úr vör. „Ég veit ekki um aðra íslenska línu sem stendur, ekki eftir að Rifka hætti,“ segir Þura. Eigin lína Þuru, sem hefur feng- ið nafnið Makeuptime4u, verður eingöngu seld á netinu til að byrja með. „Það ættu allar konur að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þarna,“ segir Þura. „Línan er svo passlega stór. Konur verða ekkert ruglaðar í ríminu af að skoða hana. Það er allt til alls, en ekkert aukavesen. Það er bara mjög þægilegt að vinna með hana,“ bætir hún við. Vefsíðan opnaði í gær, en þá höfðu þegar borist nokkrar pantan- ir. „Já, við erum strax farin að selja. Fólk virðist hafa komist í að panta þó að við værum ekki búin að opna síðuna formlega,“ segir Þura hlæjandi, en hún og eiginmaður hennar, Rúnar Arnarson, sjá sjálf um fyrirtækið eins og er. Í verslun- inni er einnig hægt að nálgast aðrar vörur, svo sem upphitaðan augn- hárabrettara og gerviaugnahár. Á síðunni verður svo einnig að finna ýmiss konar fróðleik og fyrir- spurnahorn. Línunni verður ýtt opinberlega úr vör á föstudaginn, með opnunar- teiti á Apótekinu. „Eftir það förum við á fullt og verðum til dæmis með námskeið fyrir konur,“ segir Þura, sem er vongóð um að viðskipti á netinu gangi vel. „Það er alltaf að færast í aukana að fólk versli á vefnum, og við bindum vonir okkar líka við fólk úti á landi,“ segir Þura, en hún segist hafa passað upp á að myndir á síðunni séu eins nákvæm- ar og hægt sé. „Þær eiga að gefa hárrétta mynd af litum og slíku,“ segir Þura. „Nú hlakka ég bara til að sjá hvernig þetta fer af stað,“ bætir hún við. sunna@frettabladid.is Ný íslensk snyrtivörulína ÍSLENSKAR SNYRTIVÖRUR Þuríður Stefánsdóttir hefur kennt snyrtingu og förðun í mörg ár. Nú ýtir hún úr vör nýrri íslenskri förðunarlínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KRINGLUNNI OG SMÁRALIND pils 5.990 eyrnalokkar 2.790 sokkabuxur 2.490 kjóll 13.990 skór 4.990 hringur 1.090 veski 3.490 toppur 5.490
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.