Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 91

Fréttablaðið - 13.12.2007, Qupperneq 91
FIMMTUDAGUR 13. desember 2007 59 Breski plötusnúðurinn Nick Warren þeytir skífum á Nasa föstudagskvöldið 28. desember. Warren er ákaflega þekktur plötusnúður sem hefur spilað með kunnum köppum á borð við Sasha og Digweed auk hljómsveitar- innar Massive Attack. Warren hefur á ferli sínum sett saman sex Global Underground- plötur sem eru tileinkaðar Prag, Brasilíu, Búdapest, Amsterdam, Reykjavík, Sjanghæ og nú síðast París. Einn heitasti plötusnúður Íslands, Danni Bigroom, sér um að hita upp fyrir Warren. Miðar í forsölu kosta 2.000 krónur og fer miðasalan fram í búðunum Mohawks og Skór.is. Nick Warren þeytir skífum NICK WARREN Breski plötusnúðurinn Nick Warren þeytir skífum á Nasa 28. desember. Rokksveitin Helgi og hljóðfæra- leikararnir heldur aðventutón- leika á Græna hattinum á Akureyri 14. desember. Á efnisskránni verða lög af nýjustu plötu sveitarinnar, Veislan á Grund, í bland við eldri slagara. „Við reiknum með að hin sígilda jólaplata „Ég veit hvað þú gerðir um síðustu jól“ verði leikin niður í öreindir,“ segir söngvarinn Helgi Þórsson. „Svo reiknum við auðvitað með að spila nýja jólalagið „80 kvenna jól“ svona rúmlega hundrað sinnum yfir kvöldið,“ segir Bobbi Brynjólfsson gítarleikari. Tónleikarnir hefjast á Græna hattinum kl. 22 en húsið verður opnað kl. 21. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Spila lög af nýrri plötu HELGI OG HLJÓÐFÆRALEIKARARNIR Rokkararnir halda aðventutónleika á Akureyri 14. desember. Bandaríska hljómsveitin Rage Against the Machine verður aðalnúmerið á tónlistarhátíðinni Pinkpop í Hollandi næsta sumar. Rokkararnir í Foo Fighters ætla einnig að spila á hátíðinni. Þeir félagar í Rage Against the Machine hafa verið mjög eftirsóttir af tónleikahöldurum síðan þeir komu aftur saman á Coachella-hátíðinni í Bandaríkj- unum í fyrra. Sveitin hefur þegar boðað komu sína á Big Day Out- hátíðina sem verður haldin í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í byrjun næsta árs auk þess sem fleiri tónleikar eru fyrirhugaðir á næsta ári. Rage spilar í Hollandi Barnalánið í Hollywood virðist síst í rénun, en tímaritið People greindi frá því í gær að leikkonan Jessica Alba ætti nú von á barni með kærasta sínum. „Ég get staðfest að Jessica og Cash eiga von á barni í byrjun sumars,“ sagði talsmaður leikkonunnar, Brad Cafarelli. Alba, sem er tuttugu og sex ára gömul, hefur átt í sambandi við Cash Warren frá árinu 2004, þegar þau hittust við tökur á myndinni The Fantastic Four, en Warren var þar aðstoðarmaður leikstjóra kvikmyndarinnar. Alba er þó kannski hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í myndinni Sin City, en nú er unnið að gerð Sin City 2. Barnið verður fyrsta barn bæði Alba og Warren. Alba er ólétt FJÖLGAR MANNKYNINU Jessica Alba á von á barni með kærastanum Cash Warren. Það mun koma í heiminn í vor eða sumar. NORDICPHOTOS/GETTY RAGE AGAINST THE MACHINE Banda- rísku rokkararnir ætla að spila í Hollandi á næsta ári. Franskur doktorsnemi í tölvunarfræði hefur gert helstu stærðfræðinga veraldar agndofa með því að reikna þrettándu rót af 200 stafa tölu í huganum – og á aðeins 70 sekúndum. „Þetta snýst ekki einungis um stærðfræði. Þetta er ákveðin tækni sem maður notar til að tvinna saman stærðfræði og minni,“ sagði hinn 27 ára gamli stærðfræðisnillingur Alexis Lamaire, spurður um aðferðina sem hann notaði við að reikna hið ótrúlega stærðfræðidæmi á mánudag. Þetta mun vera stærsta tala sem reiknuð hefur verið í huganum frá upphafi. Fyrir þá sem ekki vita er rétt að taka fram að þrettánda rót gengur út á að finna tölu sem samsvarar upphaflegri tölu ef hún er margfölduð með sjálfri sér þrettán sinnum. Og þegar talan er með 200 tölustafi, eins og í dæminu sem Lamaire fékk, þá geta svörin orðið um 393 trilljón talsins. Lamaire, eða „hin mennska reiknivél“, eins og hann er kallaður nú um stundir, fann rétta svarið á 70 sekúndum. „Þetta var með ólíkindum. Hann settist niður og það hefði mátt heyra saumnál detta í salnum. Allt í einu stóð hann upp og var þá búinn að skrifa svarið niður. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Jane Wess, forstöðumaður Vísindasafnsins í London, þar sem gjörningurinn fór fram. Lamaire hefur í mörg ár rannsakað þrettándu rót stærðfræðinnar og gerir daglega æfingar sem ganga út á að bæta minnið og æfa heilann í að svara slíkum dæmum. Sérfræðingar hafa ráðlagt honum að leggja ekki of mikið á heilann á sér því annars eigi hann á hættu að verða sjálfhverf- ur. „Svona þrautir krefjast gríðarlegrar einbeitingar og álagið á heilann er mikið. Við of mikið álag geta afleiðingarnar orðið alvarlegar,“ segir Bernard Mazoyer, heilasér- fræðingur við háskólann í Caen. Reiknaði 200 talna dæmi í huganum á 70 sekúndum MENNSKA REIKNIVÉLIN Alexis Lamaire hefur rannsakað 13. rót stærðfræðinnar í mörg ár og gerir daglega æfingar til að þjálfa heilann og bæta minnið. DÆMIÐ SEM LAMAIRE FÉKK: Hver er þrettánda rótin af: 836895668823695693983732866 222564522472678046649383667 749735755815730350757040896 252880238578315683768029349 382010563433638555959315144 5041514949070 94190977044493 05660268402771869624155 688082648640933? Rétta svarið, sem Lamaire fann á 70 sekúndum: 2391481494636373.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.