Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 16
16 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ég fylgdist með öllum hátíðar-höldunum og ræðunum um áramótin. Tók að sjálfsögðu þátt í þeim með tilheyrandi skálag- laumi og vangakossum. Bauð nýja árið velkomið með myndarlegum flugeldi sem fór langleiðina upp í Esju áður en hann sprakk. Hlustaði á forsetann, biskupinn og forsætisráðherra flytja ávörp til þjóðarinnar og gladdist með þeim sem útnefndir voru menn ársins. Sem mér fannst þó seint í rassinn gripið því Jónas Hall- grímsson var tvímælalaust maður ársins, tvö hundruð árum frá fæðingu sinni. Geri aðrir betur. Það er svo annað mál hvort unga kynslóðin skilji Jónas. Hvað þá nýju Íslendingarnir, útlending- arnir sem hér eru að setjast að. Alþjóðavæðingin virkar nefnilega í báðar áttir. Í þau fáu skipti sem ég lagði leið mína í Kringluna og Smárann á þessu ári, til að dreifa bæklingum í kosningabaráttunni í vor og spjalla við kjósendur, reyndist annar hver maður af pólsku eða taílensku bergi brotinn og hefur sjálfsagt haldið að ég væri karlinn á kassanum eða góði dátinn Zweig. Þeir svöruðu mér á hrognamáli og hurfu á braut. Karlinn á kassanum Svo er það hitt að flestir helstu auðjöfrarnir, sem kosnir voru menn ársins hér heima, eru fluttir búferlum til New York eða London og maður má kallast hólpinn ef þeir kannast við mann og ef maður kannast við þá. Það er svo komið fyrir mér að ef ég hitti huggulegan ungan mann í dökkum jakkafötum, spyr ég sjálfan mig: skyldi hann vera milljóner þessi? Þannig fór fyrir mér þegar ég heimsótti forsetann á Bessastaði á nýjársdag (þangað er boðið öllum fyrirmönnum þjóðfélagsins og mér líka). Heilsaði mönnum í bak og fyrir án þess að þekkja þá með nafni og fór á taugum. Flúði út. Er ekki lengur samkvæmishæfur innan um alla þessa mógúla og millj- arðamæringa, þó skömm sé frá að segja. Auðvitað á ég ekki að hafa neina minnimáttarkennd gagn- vart fólki sem gerir það gott og talar ennþá íslensku og ef ég kynntist þeim betur eða þeir mér, mundi ég eflaust getað rifjað upp ættarsögu þeirra og sagt þeim frá kynnum mínum af afa þeirra eða langafa í Verkó í gamla daga. Ef þeir nenntu að hlusta á það. Vandinn er nefnilega sá að það nennir enginn að hlusta lengur. Eða má ekki vera að því. Annars gætu þeir tapað á hlutabréfa- markaðnum eða misst af góðum díl. Í sviðsljósinu Ég fékk enga rauðvínsflösku frá bankanum mínum sem segir mér að það sé búið að afskrifa mig en ég fékk golfskó í jólagjöf frá konu minni, sem eru skilaboð um það hvar hún vill hafa mig í sumar. Það er ekki svo slæmt. Hún er ekki alveg búin að afskrifa mig eins og bankinn! Þar að auki hef ég nógan tíma vegna þess að maður hefur verið kjaftstopp í þinginu með sín mál vegna málæðis annarra þing- manna. Ég brann inni með einar þrjár ræður núna fyrir áramótin, sem allar voru gulls í gildi og fólk er farið að spyrja mig, hvað ég sé eiginlega að gera niður á Alþingi og þetta fer að verða spurning um að sitja í sætinu sínu og sjást í bakgrunninum, þegar verið er að sjónvarpa frá upphlaupunum í kjaftöskunum. Annars er maður afskrifaður eins og í bankanum. Eða hvað? Þarf maður að vera stöðugt í sviðsljósinu til að vera maður með mönnum? Maður ársins? Gamall vinur minn hrósar um þessar mundir sigri yfir alkohól- isma og er hættur að drekka. Annar hefur dregið sig í hlé frá vinnu og erli og lætur sér líða vel með sjálfum sér. Sá þriðji gleðst yfir bættri heilsu á ögurstund og enn eru óupptalin hjónin sem gátu endurnýjað hjónaband sitt og ástina. Svo ekki sé minnst á fólkið sem gleðst yfir litlu, lætur lítið yfir sér en er kjarninn og grasrótin í því góða mannlífi, sem við þrífumst í. Allt er þetta fólk „maður ársins“. Hver með sínum hætti. Sumir græddu pening og ég gleðst yfir því. Aðrir græddu lengra líf og ég tek ofan fyrir þeim. Allt hefur þetta fólk lagt sitt af mörkum, þótt það hafi ekkert gert af sér og hvergi verið í sviðsljósinu. Og sést ekki einu sinni í bakgrunninum. Einhvern veginn leggst það þannig í mig, að þetta fólk verði áfram menn ársins, hver með sínum hætti. Hver með sína litlu sigra í hverdagsleikanum. Maður ársins Í DAG | Ársuppgjör ELLERT B. SCHRAM Hlustaði á forsetann, biskup- inn og forsætisráðherra flytja ávörp til þjóðarinnar og gladd- ist með þeim sem útnefndir voru menn ársins. Sem mér fannst þó seint í rassinn gripið því Jónas Hallgrímsson var tvímælalaust maður ársins, tvö hundruð árum frá fæðingu sinni. UMRÆÐAN Kjarasamningar Samningaviðræður eru ekki komnar af stað aftur, utan örfárra funda um tiltek- in mál. Samningamenn telja sig þurfa skýr- ari svör frá ríkisstjórninni um hver séu áform hennar um lækkun skatta og breyt- ingar á jaðarsköttum. Við upphaf viðræðna lagði SA fram tillögu um að allir lágmarks- taxtar yrðu hækkaðir um krónutölu, auk svokallaðrar launatryggingar. Launatrygg- ing þýðir að þeir sem hafa fengið minni launahækkun frá 1. sept. 2006 en tiltekinn brotpunktur, fá launahækkun sem nemur því sem upp á vantar. Þeir sem hafa fengið launaskrið umfram brotpunkt fá ekkert. Þessi aðferð gerir það að verkum að það skapast meira svigrúm til þess að setja í lægstu taxtana. ASÍ forystan telur að þetta dugi ekki nema að stjórnvöld komi að málinu og persónuafsláttur verði hækkaður upp í 150 þús.kr. en deyi út við 300 þús. kr. tekjur. Skerðing barnabóta verði hækkuð í 150 þús. kr. úr 90 þús. kr. og eignastuðull í vaxta- bótakerfinu verði færður í sama stað og hann var eða hækkaður um 50%. Þessar aðgerðir myndu kosta ríkissjóð um 14 milljarða króna og er lagt til að þær dreifist á 3 ár. Ef ríkisstjórn fellst á þessar aðgerðir þá aukast ráðstöfunartekjur hjóna með tvö börn, sem eru samtals með 300 þús. kr. laun á mánuði, a.m.k. um 40 þús. kr. á mánuði. Ef ekki verði hægt að spila þessu saman þá telja stéttarfélögin að þá verði SA að setja mun meiri kostnaðarauka í tillögur sínar. Það eykur hins vegar hættuna á að fyrirtækin nái ekki að verja það með aukinni framleiðni og hleypi kostnaðar- auka út í verðlagið sem auki á verð- bólguna. Það tryggir nánast tveggja stafa verð- bólgu þegar líður á árið. En svo er hin klassíska leið með sem nánast alltaf hefur verið farin, að setja flata prósentuhækkun á alla taxta, það er talin pottþétt leið til þess að tryggja verðbólgu í tveggja stafa tölu í nokkur ár. Vilji ríkisstjórnin koma að efnahagsstjórn af festu verður hún að koma að þessari afdrifaríku ákvörðun. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Beðið eftir ríkisstjórninni GUÐMUNDUR GUNNARSSON Aðstoð óskast Björn Bjarnason þykir með duglegri ráðherrum, reyndar svo duglegur að hann þarf ekki einu sinni á sérstök- um aðstoðarmanni að halda eins og aðrir ráðherrar. Björn hefur verið án aðstoðarmanns allar götur síðan Þorsteinn Davíðsson kvaddi hann til að gerast deildarstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið haust. Í Mannlífi voru leiddar að því líkur að Björn hefði ekki haft fyrir því að ráða annan í starfið því hann sé á leið út úr pólitík. Því neitar Björn, sem hlýtur að þýða að hann er enn að leita að rétta manninum í starfið, góðir aðstoðarmenn eru jú ekki á hverju strái. Sem leiðir hugann að því að ekkert hefur spurst til Jóns Kristins Snæhólms lengi. Skyldi hann vera á lausu? Hvað gerir Ástþór? Landsmenn bíða nú með kvíða- hnútinn í maganum eftir því að Ástþór Magnússon kveði upp úr með hvort hann bjóði sig fram til forseta í sumar. Geri hann það væri það í þriðja sinn sem hann byði sig fram. Í kosningunum fyrir fjórum árum lét hann engan bilbug á sér finna þótt hann hafi fengið innan við 2000 atkvæði. Aðspurður á kosninga- nótt hvort það væru honum ekki vonbrigði svaraði hann kokhraustur: „Hvað hafði Jesú marga lærisveina?“ Nútíma stjórnunarhættir Eins og allir framkvæmdastjórar vita skiptir fátt meira máli í rekstri fyrirtækja en hagræðing. Í þeim tilgangi hafa fyrirtæki á Vesturlönd- um gripið sífellt meira til þess ráðs á undanförnum árum að úthýsa störfum, sem svo er kallað. Þetta fyrirkomulag hefur verið að ryðja sér til rúms meðal fyrirtækja hér á landi. Nú hefur Guðjón Pedersen leikhús- stjóri til dæmis fundið glænýjan flöt á þessu og úthýst Jóni Viðari Jónssyni, leikhúsrýni DV, úr Borgarleikhúsinu. Þetta hefur sjálfsagt mikla hagræð- ingu í för með sér; Leik- félag Reykjavíkur þarf ekki lengur að splæsa miða á Jón Viðar og er talið að sparnaðurinn hlaupi á þúsundum króna. bergsteinn@frettabla- did.isÓ lafur Ragnar Grímsson hefur ár sín á Bessastöðum gegnt embætti forseta Íslands af óvenju miklum mynd- arskap. Geislandi sjálfstraust og fumleysi hefur ein- kennt allt fas hans og gerðir. En eins og er gjarnan um menn sem eru búnir slíkum kostum, er Ólafur Ragnar ekki óumdeildur maður. Sem betur fer er óhætt að segja. Ef öllum væri slétt sama um hvað forsetinn er að fást við hverju sinni mætti alveg eins þurrka embættið út úr stjórnarskrá landsins. Ólafur Ragnar hefur hins vegar séð til þess að forseti Íslands rykfellur ekki á Bessastöðum. Með framgöngu sinni hefur Ólafur Ragnar tryggt að embætti forseta er lifandi og áhrifamikil stofnun. Hiklaust má fullyrða að Ólafur Ragnar hafi lyft embættinu upp um nokkra þyngdarflokka. Á það bæði við innan lands og utan. Innan landsteinanna má fyrst og fremst þakka það ákvörðun hans að synja umdeildum fjölmiðlalögum Davíðs Oddssonar undir- ritunar sumarið 2004. Varð Ólafur Ragnar þar með fyrstur forseta lýðveldisins til að nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt embættisins til að leggja mál í dóm þjóðarinnar. Og þar þurfti sterk bein til. Þjóðin var að vísu svikin um þjóðaratkvæðagreiðsluna þegar þing- ið dró lögin til baka en sigur forsetans var afgerandi eins og hann rifjar upp í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs: „Þegar ég skrifaði ekki undir fjölmiðlalögin á sínum tíma spáðu margir, sumir virtir aðilar í okkar samfélagi, að það myndi leiða til alvarlegrar stjórn- kerfiskreppu, það myndi hrikta í stjórnskipun landsins. Staðreynd- in varð sú að stjórnskipunin virkaði fullkomlega eðlilega og for- setinn beitti því valdi sem stjórnarskráin fól honum. Þingið brást við með því að lögin voru afnumin. Þau höfðu ekki stuðning þings eða þjóðar þegar á reyndi, allt féll í ljúfa löð og engin stjórnkerfis- kreppa birtist okkur,“ segir forsetinn. Og úti í heimi hefur Ólafur Ragnar verið glæsilegur og heims- borgaralegur fulltrúi þjóðar sinnar, hvort sem það er þegar hann hefur greitt götu íslenskra fyrirtækja eða komið fram sem gesta- fyrirlesari við virta háskóla á borð við Harvard. Í Mannlífsviðtalinu er athyglisverður kafli þar sem Ólafur Ragn- ar ræðir um mikilvægi trausts sambands forsetans og þjóðarinnar: „Ef hann nýtur ekki trúnaðar þorra þjóðarinnar þá er alveg sama hvað einstaklingurinn sem gegnir embættinu lætur sér detta í hug, það er einfaldlega ekki framkvæmanlegt. Ætli þetta sé ekki kjarn- inn í hinu lýðræðislega eðli embættisins; þessi samræða forsetans og þjóðarinnar sem hvergi er nákvæmlega skilgreind en er engu síður fyrir hendi.“ Ólafi Ragnari hefur hingað til hvergi skjöplast í samræðulist sinni við þjóðina. Staða hans er svo sterk að engar líkur eru á að fram komi frambjóðandi sem getur att kappi við hann í sumar. Það á einfaldlega enginn séns í hann. Hitt er annað mál að svipuð lögmál gilda um setu manna í áber- andi embættum og um bækur. Góð bók skilur þannig við lesendur að þeir vilji meira, ekki þannig að þeir séu orðnir leiðir. Forsetinn hefur hingað til lesið þjóð sína hárrétt. Það á eftir að koma í ljós hvort sú sé einnig raunin nú þegar fjórða kjörtímabil hans á Bessa- stöðum blasir við. Ólafur Ragnar Grímsson hefur lyft embætti forseta upp um nokkra þyngdarflokka. Samræða forseta og þjóðar JÓN KALDAL SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.