Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 5. janúar 2008 39 MARIANA „CHICO“ FRUMBOLI OG EUGENIA PARILLA DANSA TANGÓ Fyrsti útvarps- þátturinn í röðinni fjallar um tangó á Íslandi. Í dag fer í loftið á Rás 1 fyrsti þátt- urinn af sex í nýrri útvarpsþátta- röð sem nefnist Brot af íslenskri menningarsögu. Þáttaröðin, sem verður á dagskrá næstu sex laug- ardaga, er afrakstur samstarfs Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Farið verður yfir víðan völl í þáttunum og fjölbreyttir fletir á menningarlífi lands og þjóðar skoðaðir í þaula. Í fyrsta þættinum, sem fer í loftið í dag kl. 15.20, fjallar Hug- rún R. Hólmgeirsdóttir um arg- entínskan tangó, sem nýtur vax- andi vinsælda hér á landi, ásamt því sem ljúfir tangótónar fá að hljóma. Í öðrum þættinum fjallar Ása María Valdimarsdóttir um ungl- ingamenningu á Akranesi á sjö- unda áratug tuttugustu aldar og áhrifin sem Bítlarnir höfðu á lífið og tilveruna. Í þriðja þættinum verður fjallað um Þeistareykjagöngur, en í þeim sækja fjárbændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu fé sitt á afrétt. Umsjónarmaður þáttarins er Sif Jóhannesdóttir. Fjórði þátturinn fjallar um ýmsar hliðar langhlaupa og mark- mið með hlaupum. Ásdís Kára- dóttir ræðir meðal annars við mar- aþonkonuna Guðbjörgu M. Björnsdóttur um hlaupaferil henn- ar, æfingar og keppni. Fimmti þátturinn fjallar svo um Íslendinga í Svíþjóð. Málfríður Gylfadóttir ræðir við Íslendinga sem búsettir hafa verið í Svíþjóð síðan á áttunda og níunda áratugn- um og leikin verður tónlist sem tengist löndunum tveimur. Í sjötta og síðasta þættinum fjallar Eggert Þór Bernharðsson um upphaf rokksins á Íslandi um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, ræðir við sérfræðinga um tímabil- ið og leikur tónlist frá fyrstu árum rokksins. - vþ Íslensk menningar- saga í útvarpinu Í dag, laugardag, gefst tónlistar- unnendum tækifæri, til að hlýða á framúrskarandi rússneska mezzó-sópran söngkonu, Irinu Romishevskayu, í Salnum í Kópavogi, en hún dvelur nú hér á landi í boði Rotary-hreyfingar- innar. Romishevskaya söng á árlegum Stórtónleikum Rotary í gærkvöld ásamt Sigrúnu Hjálm- týsdóttur og Jónasi Ingimundar- syni, en vegna mikillar eftir- spurnar verða tónleikarnir endurfluttir í dag kl. 17 og gefst því almenningi tækifæri til að verða sér úti um miða á laugar- daginn. Á efnisskránni eru þekktar óperuaríur, dúettar og fjölbreytt sönglög. Auk þeirra þriggja verður sérstakur leynigestur tónleikanna nýr styrkþegi Tón- listarsjóðs Rotary, en sjóðurinn er einmitt afrakstur þessa árlega tónleikahalds í Salnum. Fyrst var veitt úr Tónlistarsjóði Rot- ary á Hátíðartónleikum í Salnum í tilefni af 100 ára afmæli hreyf- ingarinnar í janúar 2005. Þetta er því í fjórða sinn sem veitt verður úr sjóðnum, en áður hafa þeir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Ari Þór Vilhjálms- son fiðluleikari og Bragi Berg- þórsson tenórsöngvari hlotið styrkinn. - pbb Irina Romishevskaya enn í heimsókn TÓNLIST Irina Romishevskaya ásamt Jónasi Ingimundarsyni. Hafþór Yngvason, safn- stjóri Listasafns Reykjavík- ur, og Margrét Bóasdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna, undirrituðu í gær samning um nýja tón- leikaröð kammertónleika á Kjarvalsstöðum. Tónleikaröðin er samstarfsverk- efni Listasafns Reykjavíkur á Kjar- valsstöðum og Félags íslenskra tón- listarmanna, fagfélags íslensks kammertónlistarfólks, sem nýtur styrks frá menningar- og ferða- málaráði Reykjavíkurborgar til að vinna verkefnið. „Við erum afar ánægð með að þessi samningur er orðinn að veru- leika. Við byrjuðum að vinna að þessu markmiði í sumar þegar Haf- þór vakti máls á þessu, en hann langaði til þess að endurvekja tón- leikahald á Kjarvalsstöðum. Við tókum tækifærinu fagnandi, enda eru Kjarvalsstaðir falleg bygging og vel fallin til tónleikahalds,“ segir Margrét. Tónleikaröðin hefur göngu sína í lok febrúar og munu tónleikarnir fara fram á miðviku- dagskvöldum. Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða afar glæsilegir, en þar mun tónlist Sveinbjörns Svein- björnssonar vera í forgrunni. Að auki verður margt annað spennandi á dagskrá; haldnir verða fjórir til sex tónleikar á ári og þrátt fyrir að íslenskir flytjendur verði í meiri- hluta má gera ráð fyrir að árlega fari fram tónleikar þar sem fram koma tónlistarmenn frá hinum Norðurlöndunum. „FÍT er í sam- starfi við einleikarafélög á hinum Norðurlöndunum og út frá því sam- starfi höfum við í hyggju að starf- rækja eins konar skiptiáætlun í tengslum við þessa tónleikaröð. Þannig fáum við ekki aðeins að njóta flutnings erlendra tónlistar- manna hér á landi heldur mun hópur frá FÍT fá tækifæri til að leika erlendis. Það má því líta á þessa tónleikaröð sem visst tæki- færi til útrásar íslenskra tónlistar- manna.“ Samningurinn sem undirritaður var á föstudags er til eins árs, en Margrét segir mikinn áhuga á áframhaldandi samstarfi á milli FÍT og Listasafns Reykjavíkur. „Við stefnum ótrauð að því að þessi tónleikaröð nái að festa sig í sessi og verði að traustum lið í tónlistar- lífi höfuðborgarbúa.“ vigdis@frettabladid.is Kammertónlist á Kjarvalsstöðum MYNDLISTAMENNIRNIR RAGNAR KJART- ANSSON OG ÁSMUNDUR ÁSMUNDSSON. Myndlistarmennirnir Ragnar Kjartansson og Ásmundur Ásmundsson fremja sinn árlega jólagerning á morgun, síðasta dag jóla, í Nýlistasafninu á Laugavegi 26. Undanfarin sex ár hafa lista- mennirnir komið fram sem Kerta- sníkir og Bjúgnakrækir á listræn- an hátt við mismunandi aðstæður. Þeir hafa haldið jólagerninginn á mörgum af helstu listastofnunum Reykjavíkur, til að mynda í Kling og Bang og í Safni, en nú er röðin komin að Nýlistasafninu. Hjá mörgum listunnendum er gern- ingakvöld þeirra félaga orðið órjúfanlegur hluti jólahaldsins. Hátíð ljóss og friðar er senn á enda og ekki seinna vænna að halda hana. Áhugafólk um listir er hvatt til að mæta og taka börnin sín með þar sem hér er á ferð barnvæn list. Húsið er opnað klukkan 21 og hefst gerningurinn nokkrum mínútum síðar. - vþ Jólunum lýkur með gerningi Salurinn hefst mánudaginn 14. janúar Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur Gömludansanámskeiðin hefjast 7. janúar. Opið hús 9. janúar. Upplýsingar í síma 587 1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a 11. janúar 19. janúar 25. janúar Auglýsingasími – Mest lesið SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Margrét Bóasdóttir og Hafþór Yngvason undirrita samning um tónleikaröð á Kjarvals- stöðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.