Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 32
● hús&heimili T réð er farið, Jesús kominn ofan í geymslu og seríurnar í ruslið. Jólin sem sagt á bak og burt og margir sem standa og klóra sér í hausnum yfir því hvernig þeir eigi að gera heimilið aftur hlýlegt þegar öll hjálpartæki hátíðarlífsins eru á bak og burt. Undirrituð var í sömu sporum og gerði því lauslega könnun meðal vinkvenna sinna sem allar henda jólunum á haugana ekki degi seinna en á þrettándanum. Ráðleggingarnar um hvernig gera skyldi þung- lyndisheimili í janúar dýrðleg á ný voru marg- hljóðandi: A) „Maður þrífur auðvitað allt hátt og lágt eins og fjandinn sé laus.“ B) „Maður tekur kristalinn og pússar. Byrjar að rækta páskablómin í garðskálanum, fer að bródera páskagardínur. Þú veist ... þetta vana- lega.“ C) „... og kaupir ný gæludýr ef hin skyldu hafa farist á gamlárskvöld.“ D) „Setur pelsana í geymsluna og dregur fram þunnu kápurnar. Berð tekkolíu á viðinn eftir frosthörkurnar og færð þér nýtt sófasett.“ E) „Þú skipuleggur. Flokkar, sorterar, hendir og merkir allt sem þú getur merkt. Ekki bara föt barnanna heldur líka ykkar foreldranna. Skrifar skilmerkilega inn í fóður jakkans: Helga Bára Keransdótt- ir, Kaupþingi, greiningardeild, sími 440 3425. „Þetta dreifir huganum, dregur hugann frá hvers kyns geðlægðum. Hvað?!“ Ekki veit ég hvort þetta nýtist mér. Hamsturinn lifði gaml- árskvöld af (fyrir utan símtal á læknavakt dýraspítalans á Þor- láksmessu en það var bara flensa) en mér fannst eftir þessi símtöl vert að deila þessu ef einhverjum skyldi verða að gagni. Jólin gáfust upp hér á bæ og sögðu upp störf- um 2. janúar þegar jólatréð horfði smástund í augun á mér, þar sem ég var á leið út úr dyrun- um í vinnuna, áður en það lagðist svo hægt á hliðina í fullum skrúða. Dramatískt tré og að lokinni svo afdráttarlausri yf- irlýsingu þess var ekki hægt að halda lengur í jólin. Ég er hins vegar enn að leita að leið til að ná einhverri stemningu aftur hingað inn og hef ekki haft er- indi sem erfiði. Kannski er ekkert annað að gera en splæsa í gleði- lampa í Elkó og bíða vorsins. Janúarhreinsun Jólin gáfust upp hér á bæ og sögðu upp störfum 2. janúar þegar jólatréð horfði smástund í augun á mér, þar sem ég var á leið út úr dyrunum í vinnuna, áður en það lagðist svo hægt á hliðina í fullum skrúða. ● Forsíðumynd: Anton Brink tók þessa mynd af Gulleik Lövskar húsgagnahönnuði. Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. HEIMILISHALD JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR „Fallegasta stofustássið mitt er lampi sem hefur verið til á heim- ili föðurömmu minnar, eða ömmu Rannsíar, frá því ég man eftir mér. Hann er appelsínugulur og brúnn og eins og fugl í laginu. Ég held að hann hafi verið fram- leiddur í Svíþjóð í kringum 1960,“ segir Diljá Ámundadóttir, starfs- maður Herra Örlygs. Amma Diljár bjó lengi í Sví- þjóð og fékk hún lampann árið 1975 frá sænskri vinkonu sinni sem lá á dánarbeðinum. Hún tók hann svo með sér þegar hún flutti heim. „Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að suða um lampann og kom það til af því að amma vildi alltaf vera að gefa mér einhverja hluti sem hún átti. Ég sagðist bara þiggja lampann en amma sagði að ég fengi hann þegar dagar henn- ar yrðu allir. Þegar ég flutti heim í gömlu íbúðina mína í vor, eftir fjögurra ára nám í Danmörku, komst hann hins vegar í mínar hendur,“ lýsir Diljá. Hún segir ömmu sína hafa hringt og boðið sér að sækja lampann og virðist henni hafa þótt tilvalið að gefa Diljá gripinn á þessum tímamót- um. „Lampinn vekur mikla at- hygli og fæ ég mikið hrós fyrir hann. Hann gefur líka mjög fal- lega birtu.“ Diljá stundaði nám í skapandi verkefnastjórnun ytra og er nú einn af starfsmönnum Herra Ör- lygs sem sér um hina árlegu Ice- land Airwaves-hátíð. „Þessa dag- ana erum við að hlusta á fullt af tónlist með hljómsveitum og tón- listarmönnum sem eru á barmi frægðar. Svo fer umsóknarferli erlendra tónlistarmanna bráðum af stað og síðan taka íslensku um- sóknirnar við.“ - ve Fuglalampi ömmu ● Diljá Ámundadóttir á einstakan lampa frá sjöunda áratugnum sem amma hennar gaf henni síðastliðið vor. Lampinn vekur mikla athygli og gefur frá sér fallega birtu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HÖNNUN Þessi skápur er hluti af seríu eftir Giuseppe Canevese, með áprentunum eftir listamanninn Guido Crepax (1933 - 2003), sem var áhrifavaldur í evrópskri teiknimyndasögugerð á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Frægasta persóna hans Valentina var búin til árið 1965 og er mjög í anda þess tíma, en í verkum Crepax er fjöldi vísana í avant-garde listamenn eins og Man Ray og Andy Warhol. Skápurinn hérna er einmitt skreyttur með Valentinu. Þráðlaus þægindi frá Danfoss Gólfhiti - einfaldari en nokkru sinni fyrr Þráðlausar gólfhitastýringar Háþróaðar en einfaldar Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu gólfhitastýringa Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins 5. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.