Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 28
[ ] Það er eins gott að hafa kaggann í lagi þegar farið er í ferð upp á jökul með ferðafé- laginu Útivist. Á föstudaginn eftir tvær vikur er á döfinni að leggja á brattann og aka um fannbreiður Langjökuls hjá Þjófakróki, að vísu að laugar- dagsmorgni því á föstudags- kvöldið verður gist í skála í Kaldadal. „Í gönguferðunum okkar eru skór mælikvarði á erfiðleikastig ferð- arinnar og þrír skór eru erfiðast- ir. Eins er það með jeppaferðirn- ar og ferðin upp á Langjökul er svokölluð þriggja jeppa ferð,“ segir Bjarney Sigurjónsdóttir hjá Útivist. „Þegar við förum í erfið- ari ferðir sem þessar þá er ekki mikið af börnum með því helst eiga ekki að vera fleiri en einn til tveir í hverjum bíl svo hægt sé að sameina farþega í aðra bíla ef eitthvað kemur upp á.“ Á jöklinum er keyrt þannig að einn fararstjóri er aftastur á sinni bifreið og fremst keyrir fyrirlið- inn. Talstöðvar eru notaðar til að tala milli bíla. Yfirleitt þurfa jepparnir að vera á 38 tommu dekkjum, en hvort jeppi sé nógu vel búinn til að koma með í ferð er háð mati fararstjóra hverju sinni. Fararstjórinn skoðar þá bíl- inn og metur. Mat og vistir þarf fólk að taka með sér sjálft. Skúli Skúlason framkvæmda- stjóri Útivistar segir að í vetrar- ferðum sem þessum eigi veðrið stóran þátt í því hvort og hvernig ferðin gangi fyrir sig. „Stundum er keyrt í góðu færi og glampandi sólskini alla helgina og ekkert nema tóm hamingja en svo getur það líka orðið þannig að menn komi dauðþreyttir í bæinn á mánudagsmorgni ef það hefur gengið illa að komast yfir,“ segir Skúli og bætir við að engin alvar- leg óhöpp hafi nokkurn tímann orðið í ferðunum. „Það eru nú allt- af einhverjar festur en þá verður bara næsti bíll að vera snöggur með spottann. Sem betur fer hefur ekki komið upp velta hjá okkur.“ Eflaust er það mjög hressandi að fara í svona jeppaferðir upp á hvítan jökul í janúarmánuði, láta púströrið blása, þyrla upp snjó og sleppa undan eilífu hálfmyrkri ljósastauranna í þéttbýlinu. niels@frettabladid.is Á jeppum upp á jökla Í hverjum jeppa eiga helst ekki að vera nema einn til tveir svo hægt sé að flytja fólk á milli bíla ef eitthvað kemur upp á. Teppi er gott að hafa í bílum, sérstaklega yfir vetrarmán- uðina. Ef einhverjum verður kalt er gott að hafa eitthvað að breiða yfir sig. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Nýjir Suzuki Grand Vitara Luxury diesel Á GÓÐU VERÐI Eigum til nokkra nýja diesel bíla með öllum aukabúnaði til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur s: 587-8888 og 860-1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.