Fréttablaðið - 05.01.2008, Side 28

Fréttablaðið - 05.01.2008, Side 28
[ ] Það er eins gott að hafa kaggann í lagi þegar farið er í ferð upp á jökul með ferðafé- laginu Útivist. Á föstudaginn eftir tvær vikur er á döfinni að leggja á brattann og aka um fannbreiður Langjökuls hjá Þjófakróki, að vísu að laugar- dagsmorgni því á föstudags- kvöldið verður gist í skála í Kaldadal. „Í gönguferðunum okkar eru skór mælikvarði á erfiðleikastig ferð- arinnar og þrír skór eru erfiðast- ir. Eins er það með jeppaferðirn- ar og ferðin upp á Langjökul er svokölluð þriggja jeppa ferð,“ segir Bjarney Sigurjónsdóttir hjá Útivist. „Þegar við förum í erfið- ari ferðir sem þessar þá er ekki mikið af börnum með því helst eiga ekki að vera fleiri en einn til tveir í hverjum bíl svo hægt sé að sameina farþega í aðra bíla ef eitthvað kemur upp á.“ Á jöklinum er keyrt þannig að einn fararstjóri er aftastur á sinni bifreið og fremst keyrir fyrirlið- inn. Talstöðvar eru notaðar til að tala milli bíla. Yfirleitt þurfa jepparnir að vera á 38 tommu dekkjum, en hvort jeppi sé nógu vel búinn til að koma með í ferð er háð mati fararstjóra hverju sinni. Fararstjórinn skoðar þá bíl- inn og metur. Mat og vistir þarf fólk að taka með sér sjálft. Skúli Skúlason framkvæmda- stjóri Útivistar segir að í vetrar- ferðum sem þessum eigi veðrið stóran þátt í því hvort og hvernig ferðin gangi fyrir sig. „Stundum er keyrt í góðu færi og glampandi sólskini alla helgina og ekkert nema tóm hamingja en svo getur það líka orðið þannig að menn komi dauðþreyttir í bæinn á mánudagsmorgni ef það hefur gengið illa að komast yfir,“ segir Skúli og bætir við að engin alvar- leg óhöpp hafi nokkurn tímann orðið í ferðunum. „Það eru nú allt- af einhverjar festur en þá verður bara næsti bíll að vera snöggur með spottann. Sem betur fer hefur ekki komið upp velta hjá okkur.“ Eflaust er það mjög hressandi að fara í svona jeppaferðir upp á hvítan jökul í janúarmánuði, láta púströrið blása, þyrla upp snjó og sleppa undan eilífu hálfmyrkri ljósastauranna í þéttbýlinu. niels@frettabladid.is Á jeppum upp á jökla Í hverjum jeppa eiga helst ekki að vera nema einn til tveir svo hægt sé að flytja fólk á milli bíla ef eitthvað kemur upp á. Teppi er gott að hafa í bílum, sérstaklega yfir vetrarmán- uðina. Ef einhverjum verður kalt er gott að hafa eitthvað að breiða yfir sig. KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! Nýjir Suzuki Grand Vitara Luxury diesel Á GÓÐU VERÐI Eigum til nokkra nýja diesel bíla með öllum aukabúnaði til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur s: 587-8888 og 860-1998

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.