Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 62
42 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Amy Winehouse mun koma fram á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fer í Los Angeles 10. febrúar næstkomandi. Hún aflýsti tón- leikaferð sinni um Bandaríkin í september síðastliðnum, eftir að hún fór í áfengismeðferð. Hún áformar glæsilega endurkomu á verðlaunahátíðinni, en söngkonan er einmitt tilnefnd til sex Grammy- verðlauna. „Amy er mjög spennt yfir því að hafa verið beðin um að syngja á Grammy-verðlaunahátíðinni,“ segir heimildarmaður Daily Mir- ror. „Hún ætlar að syngja einhvers konar soul- og motown-syrpu, og er meira að segja að íhuga mögu- leika á dúett með einhverjum bandarískum stjörnum, eins og Kanye West, sem hefur áður talað um að hann vilji vinna með henni,“ bætir hann við. Amy gæti þó lent í einhverjum örðugleikum með að koma fram. „Eina mögulega vandamálið er að Amy mun þurfa vegabréfsáritun, þannig að hún vonar að nýleg handtaka hennar muni ekki valda vandræðum,“ segir heimildar- maðurinn. Uppákoman í Noregi á síðasta ári, þegar Winehouse var handtekin fyrir að hafa eiturlyf í fórum sínum, gæti líka orðið til vandræða. Amy á Grammy Lindsay Lohan féll í freistni á áramótunum, sem hún varði í góðum félagsskap á Ítalíu. Leikkonan var stödd á eyjunni Capri til að taka á móti verðlaunum, og komst þar í kynni við þrjá ítalska menn að sínu skapi. Hún gerði sér fyrst dælt við þjóninn Alessandro Di Nunzio, daginn eftir sást hún með miðaldra leikaranum Eduardo Costa, og lauk sólarhringnum svo á að fara upp á hótelherbergi með leikaranum Dario Faiella, sem varði nóttinni með leikkonunni. Nú hafa hins vegar öllu óheppilegri myndir af leikkonunni skotið upp kollinum, þar sem hún sést meðal annars súpa á kampavínsflösku. Lohan fór í meðferð við áfengis- og eitur- lyfjavanda sínum á síðasta ári, og dvaldi í tvo mánuði á meðferðarheimilinu Cirque Lodge í Utah. Hún hefur þótt hegða sér vel síðan hún sneri aftur til Los Angel- es, og einbeitt sér að vinnu frekar en skemmtanalífinu. Orðrómur um endurtekna áfengisneyslu hennar hefur að vísu reglulega skotið upp kollinum, en aldrei hefur verið staðfest að söngkonan hafi fallið í freistni. Myndirnar frá Ítalíu sýna hins vegar og sanna að leikkonan er dottin af vagninum góða, sem svo oft er nefndur í þessu samhengi. Lögmaður Lindsay sagði í viðtali við vefsíðuna Tmz. com að ekki væri öll von úti, þó að skjólstæðingi hans hefði fatast flugið. „Góðu fréttirnar eru þær að Lindsay stoppaði sjálfa sig af þetta kvöld, hringdi í stuðningsað- ila sinn og sneri samstundis við blaðinu,“ sagði Blair Berk í samtali við síðuna. „Hér er enga töfralausn að fá. Það leiðinlega við þetta er að Lindsay þarf að deila sínu „einn dagur í einu-ferli“ með allri heimsbyggðinni,“ bætti hann við. Lindsay farin að drekka aftur FÉLL Í FREISTNI Lindsay Lohan sást súpa á kampavíni um áramótin. Lögfræðingur hennar segir hana strax hafa snúið blaðinu við. SPENNT YFIR GRAMMY-FRAMKOMU Amy Winehouse ku vera afar spennt yfir því að syngja á Grammy-verðlaunahátíð- inni, og vonast til að hún fái nauðsyn- lega vegabréfsáritun. NORDICPHOTOS/GETTY Vandamál söngkonunnar Britney Spears náðu nýjum hæðum aðfaranótt föstu- dags. Hún og yngri sonur hennar, Jayden James, voru flutt á neyðarmóttöku Cedars-Sinai sjúkrahússins með sjúkrabíl, eftir að lög- regla var kölluð að heimili hennar. Fregnir bárust af því að lögregla hefði komið að húsinu að kvöldi fimmtudags, eftir að Britney neit- aði að láta börn sín af hendi. Líf- verðir Kevins Federline, fyrrver- andi eiginmanns hennar, komu á heimili söngkonunnar til að sækja drengina, þá Sean Preston og Jay- den James. Federline hefur for- ræði yfir drengjunum, en Britney hefur takmarkaðan umgengnis- rétt. Samkvæmt heimasíðunni pagesix.com var söngkonan „móð- ursjúk, og vildi bara halda börn- unum yfir nóttina“ þegar lögregla kom á staðinn. Aðrar heimildir herma að hún hafi læst sig inni á baðherbergi, og lögregla neyðst til að brjóta niður dyrnar. Auk lög- reglubílanna bar sjúkrabíla einn- ig að heimili söngkonunnar. Lög- fræðingar hjónana fyrrverandi komu báðir á heimili Spears, og skömmu síðar birtist Federline sjálfur. Rúmum þremur tímum eftir að lögregla kom á staðinn var söngkonan svo borin á börum í sjúkrabíl, sem ók rakleiðis á Cedars-Sinai sjúkrahúsið. Sonur hennar, Jayden James, var fluttur á sama sjúkrahús með öðrum bíl. Ástæðan fyrir flutningi Spears á neyðarmóttökuna var sú að lög- regla taldi hana vera „undir áhrif- um óþekktra efna“. Pagesix grein- ir einnig frá því að líkamlegt ástand hennar hafi verið áhyggju- efni. Heimildarmaður þeirra segir að forræðisdeila hennar og Kevin Federline hafi valdið því að Spears hafi „lést gríðarlega mikið á síð- ustu vikum“. Spears er haldið undir eftirliti á spítalanum, þar sem grunur leikur á að hún gæti skaðað sjálfa sig eða aðra. Þar kemur einnig fram að Spears muni gangast undir geðrannsókn á sjúkrahúsinu, þó ekki liggi fyrir í hvaða formi hún verði. Federline fylgdi syni sínum og barnsmóður á Cedars-Sinai sjúkrahúsið. Þangað komu einnig Jamie Spears, faðir söngkonunn- ar, og vinur hennar, Sam Lutfi. Í gær var reiknað með því að lög- maður Federline myndi flýta sér á fund dómara og fara fram á að Britney yrði svipt umgengnisrétti við börn sín, í ljósi atburða nætur- innar. Britney á neyðarmóttöku Vandræðin við tökur á mynd Reese Witherspoon og Vince Vaughn, Four Christmases, halda áfram. Fyrir skömmu fréttist að leikurunum tveimur kæmi afar illa saman á tökustað, og hefðu mjög mismunandi hugmyndir um hvaða aðferðir myndu skila best- um árangri. Witherspoon þótti Vaughn ekkert undirbúinn, mæta illa og einbeita sér ekki nóg. Nú snúast átök þeirra hins vegar um kynlífsatriði. „Reese er ekki sátt við kynlífs- senuna í handritinu. Hún á að vera fyndin og galsafull, í anda „Amer- ican Pie“, með fullt af árekstrum og hlátrasköllum, en Reese er svo mikil tepra að henni finnst þetta allt of mikið,“ segir heimildarmað- ur New York Post. Það hlýtur að teljast ólíklegt að Reese fari með sigur af hólmi í þessum átökum, þar sem Vince er einn fram- leiðenda mynd- arinnar. Átök um ástarsenu ÓSÁTT VIÐ KYN- LÍFSATRIÐI Reese Witherspoon er ekki sátt við fynd- ið kynlífsatriði í myndinni Four Christmases. FRAMLEIÐANDI Vince Vaughn er líklegur til að vinna deiluna um ástarsenuna, þar sem hann er einn af framleiðend- um myndarinnar. FLUTT Á SJÚKRAHÚS Söngkonan var í annarlegu ástandi þegar lögregla kom á heimili hennar og var í kjölfarið flutt á neyðarmóttöku Ced- ars-Sinai sjúkrahúss- ins, ásamt yngri syni sínum. > HEIÐURSMAÐUR Tískuhönnuðurinn Valent- ino verður gerður að sér- stökum heiðursborgara í París í lok mánaðarins. Hann hefur sýnt tísku- línur sínar þar í borg frá árinu 1989, og verður heiðraður fyrir framlag sitt að síðustu sýningunni lokinni. Val- entino hyggst þá draga sig í hlé, en hann varð 75 ára í fyrra. Stórblaðið þýska Der Spiegel birti nýverið mikla grein og viðtal við skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson. Tilefnið er útgáfa bókar Hugleiks „Forðist okkur“ á þýsku en bókin hefur þegar vakið mikla athygli í Þýskalandi sakir frum- legra teikninga og húmors. „Ég get ekki útskýrt vinsældir teikninga minna,“ segir Hugleikur meðal annars í samtali við hinn þýska blaðamann Henryk M. Brod- er en greinin er undir fyrirsögninni Strichmännchen mit Goldhändchen eða Strikmaður (sem er eins konar Óli prik en einnig sá sem teiknar strik) með gullhendur. „Eftir því sem það er einfaldara, því óhugn- anlegra verður það: Teiknimynda- höfundurinn Hugleikur Dagsson þarf ekki nema örfá strik til að draga upp myndir sínar. En hann dregur þessi strik af þvílíku misk- unnarleysi að margir vilja banna verk hans. En aðrir vilja rífa þau út úr höndunum á honum,“ skrifar Broder og leiðist ekki umfjöllunar- efni sitt. „Ég veit ekki hvernig foreldrum mínum datt það í hug,“ segir Hug- leikur Dagsson spurður um merk- ingu nafns síns. Broder bendir á að Hugleikur þýði „leik- ur að hugsunum“ og sé vinsælt hestanafn á Íslandi. „Greinilega höfðu foreldrar Hugleiks tilhneig- ingu til þess að vera ekki eins og fólk er flest. Sem er ekki svo óvenjulegt á Íslandi. Faðir hans, lærður sagnfræðingur og guðfræð- ingur, skrifaði frásagnir, móðirin þýddi leikrit. Hugleikur, sem er fæddur árið 1977 á Akureyri, gekk framan af í ósköp venjulegan skóla, en fór síðan í Listaháskól- ann í Reykjavík. Samt ætl- aði hann sér alls ekki að verða listamaður, ekki einu sinni listkennari. „Ég prófaði allt mögulegt, alltaf í leit að sjálfum mér,“ segir Hugleikur Broder. - jbg Hugleikur vekur furðu þýskra HUGLEIKUR DAGSSON Sagður draga strik sín af þvílíku miskunnarleysi að sumir vilji banna teikningar hans. TEIKNING EFTIR HUGLEIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.