Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 66
46 5. janúar 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is 12 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA HANDBOLTI Thorsten Storm, framkvæmdastjóri Rhein-Neckar Löwen, segist bjartsýnn á að fá íslenska landsliðsmanninn Guðjón Val Sigurðsson í herbúðir félagsins næsta sumar en Guðjón er samningsbundinn félaginu frá og með sumrinu 2009. Löwen hefur lagt inn tilboð í Guðjón sem hefur ekki borið árangur enda vill Gummers- bach fá 500 þúsund evrur fyrir hornamanninn, eða 45 milljónir íslenskra króna. Slíka upphæð vill Löwen ekki borga fyrir eina leiktíð. - hbg Guðjón Valur Sigurðsson: Verðmiðinn 45 milljónir króna HANDBOLTI Kristján Andrésson, þjálfari GUIF í sænsku deildinni, er bjartsýnn á gengi Íslands á Evrópumótinu i Noregi. „Þetta er hörkuriðill þar sem liðið er með bæði Svíum og Frökkum. Ég ætla að reyna að komast til Þrándheims og skoða strákana og ég held að þetta komi til með að ganga mjög vel. Það eru margir ungir strákar í liðinu sem eru búnir að fá mikla reynslu síðustu ár eins og Snorri, Einar og Robbi. Síðan eru Óli og Guðjón Valur báðir ótrúlega góðir. Ísland þarf að fá vörnina og markvörsl- una í gang og þá held ég að þetta verði mjög skemmtilegt Em fyrir Ísland,” segir Kristján sem segir að Svíarnir séu ekki búnir að gleyma tapinu á móti Íslandi í undankeppni HM sumarið 2006. „Svíar bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu. Tapið var stórt sár í hjartað á Svíunum og þeir leggja því mikla áherslu á að vinna Ísland,” segir Kristján. - óój Spá Kristjáns Andréssonar: Skemmtilegt EM fyrir Ísland AÐ GERA ÞAÐ GOTT Kristján Andrésson stendur sig vel í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRÉS KRISTJÁNSSON Einhver efnilegasti ökuþór landsins er hinn átján ára gamli Kristján Einar Kristjánsson. Hann er Íslandsmeistari í gokart-akstri en hefur nú tekið stórt stökk út í heim. Kristján Einar er þessa dagana staddur í Nýja-Sjálandi þar sem hann keppir í Toyota Racing Series, sem er lokaþáttur í lokaundirbúningi Kristjáns fyrir evrópska keppn- istímabilið, en ekki er ljóst á hvaða mótaröð hann tekur þátt í. „Það er mikið æft og síðan er ég að lyfta þess á milli. Þetta er mikið ævintýri sem ég er kominn út,“ sagði Kristján Einar við Fréttablaðið frá Nýja-Sjálandi. Upphaflega stóð til að hann tæki þátt í Formúlu BMW, sem er byrjendaformúla, en Kristján stóð sig það vel í prófunum að ákveðið var að láta hann taka þátt á sterkari mótaröð. „Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því hvað ég er kominn út í. Þetta hefur allt gerst ótrúlega hratt,“ sagði Kristján en umgjörðin í kringum hann er fyrsta flokks. Hann er á mála hjá flottu liði, er kominn með stóra styrktaraðila og nú er það undir honum komið að sýna hvað í honum býr. „Nú er loksins komið að mér. Það er mjög gott að komast hingað og fá nauðsynlega æfingu og reynslu í keppni á braut með öðrum þáttakendum. Ég hef litla sem enga keppnisreynslu og því er það dýrmætt að fá þessi mót hér úti. Þetta er erfitt enda er svona 45 til 50 stigi hiti í bílnum,“ sagði Kristján en hann hefur þótt sýna afburðahæfileika í prófunum og eru miklar vonir bundnar við hann. KRISTJÁN EINAR KRISTJÁNSSON: UNGUR OG EFNILEGUR ÖKUÞÓR Á UPPLEIÐ Í NÝJA-SJÁLANDI Það er svona 45 til 50 stiga hiti í bílnum KÖRFUBOLTI NBA-deildin hefur eins og venjan er gert upp síðasta mánuð með því að velja bestu leik- menn og þjálfara úr Austur- og Vesturdeildinni. Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, og Chris Paul, leikstjórnandi New Orleans Hor- nets, hafa verið valdir bestu leik- menn NBA-deildarinnar í desem- ber, Howard í Austurdeildinni en Paul í Vesturdeildinni. Nate McMillan, þjálfari Port- land Trail Blazers og Flip Saund- ers, þjálfari Detroit Pistons, voru einnig valdir bestu þjálfarar mán- aðarins og bestu nýliðarnir voru þeir Kevin Durant hjá Seattle SuperSonics og Yi Jianlian hjá Milwaukee Bucks. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Dwight Howard er valinn bestur en hann var með 21,7 stig og 16,1 frákast að meðaltali í 15 leikjum Orlando en átta þeirra unnust. Chris Paul hefur leikið frábær- lega með New Orleans en í desem- ber var hann með 24,5 stig, 10,4 stoðsendingar og 3,0 stolna bolta að meðaltali í leik. Hornets-liðið vann 9 af þessum 14 leikjum, þar á meðal tvo leiki gegn Memphis þar sem þessi snaggaralegi bak- vörður var með 41,5 stig, 9 stoð- sendingar pog 4,5 stolna bolta að meðaltali. Nate McMillan hefur náð frá- bærum og mjög svo óvæntum árangri með yngsta lið deildarinn- ar en Portland vann 13 af 15 leikj- um sínum í desember en Detroit vann 15 af 17 leikjum sínum undir stjórn Flip Saunders. Kevin Durant var með 19,7 stig að meðaltali í mánuðinum, en hann var valinn annar í nýliðaval- inu í sumar. Kínverski framherj- inn Yi Jianlian, sem var valinn sjötti, skoraði 12,1 stig og tók 6,6 fráköst að meðaltali í desember. - óój NBA-deildin er búin að velja þá sem sköruðu fram úr í desembermánuði: Howard og Paul spiluðu best CHRIS PAUL Stjórnaði sóknarleik New Orleans Hornets í desember og skoraði tvisvar yfir 40 stig. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Leikið verður í 3. umferð FA-bikarsins á Englandi á morgun og þá verða nokkur úrvalsdeildarlið í eldlínunni. Bikarmeistarar Chelsea hefja titilvörnina með Lúndúnaslag gegn Queen‘s Park Rangers á Stamford Bridge og Hermann Hreiðarsson ferðast á sinn gamla heimavöll þegar Ipswich tekur á móti Portsmouth á Portman Road. Ívar Ingimarsson og félagar í Reading verða án Brynjars Björns Gunnarssonar, sem tekur út leikbann, þegar þeir mæta í heimsókn til Tottenham aðeins viku eftir rosalega tíu marka rimmu liðanna á White Hart Lane. Englandsmeistarar Manchester United ferðast svo til Birmingham og leika gegn Aston Villa á Villa Park en þetta er í fjórða skipti á síðustu sjö árum sem liðin mætast í keppninni. West Ham og Manchester City mætast í enn einni viðureign úrvalsdeildarliða í FA-bikarnum, sem og reyndar Sunderland og Wigan. - óþ 3. umferð FA-bikarsins: Úrvalsdeildarlið í eldlínunni BIKARMEISTARAR Chelsea hefur titilvörn sína gegn QPR í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY LK-Bikarinn í Danmörku Ísland-Pólland 31-35 (13-15) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 9 (9), Ólafur Stefánsson 7/1 (11/2), Logi Geirsson 5 (10), Róbert Gunnarsson 4 (4), Vignir Svavars son 3 (4), Arnór Atlason 1 (2), Einar Hólmgeirsson 1 (4), Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 (2), Snorri Steinn Guðjónsson 0 (4/1). Varin skot: Roland Valur Eradze 9 (spilaði í 40 mín.), Birkir Ívar Guðmundsson 4) Mörk Póllands: Karol Bielecki 6, Bartosz Jurecki 6, Tomasz Tluczylski 6/3, Krzysztof Lijewski 3, Michal Jurecki 3, Marcin Lijewski 3, Mariusz Jurkiewicz 3, Mateusz Jachlewski 2, Damian Wleklak 2, Patryk Kuchczylski 1, Bartlomiej Jaszka 1, Mariusz Jurasik 1. ÚRSLITIN Í GÆR > Alexander meiddur á ökkla Alexander Petersson mun ekki spila með landslið- inu á mótinu í Danmörku þar sem hann meiddist á ökkla á æfingu og er kominn heim til Íslands þar sem hann fer í frekari skoðun og meðferð. „Hann er svo bólginn eftir þessar tvær æfingar og var farinn að haltra aftur þannig að við ákváðum að gefa honum fjögurra til fimm daga frí samkvæmt læknisráði. Ég hugsa samt að hann komi inn í þetta fljótlega og að þetta verði allt í lagi,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðs- þjálfari í gær. Bjarni Fritzson fór út í morgun og tekur sæti Alexanders í hópnum. FÓTBOLTI Stórstjarnan David Beckham mætti á æfingu með Arsenal í gær í viðleitni við að koma sér í betra líkamlegt ástand fyrir endurkomuna til LA Galaxy þegar MSL-deildin hefst að nýju í febrúar. „Við erum að hjálpa honum að komast í toppform og það er ekkert nema sjálfsagt mál að leyfa honum að æfa með liðinu,“ sagði Wenger og kvaðst ekki vera að reyna að fá hinn 32 ára gamla Beckham til þess að ganga til liðs við Lundúnaliðið. - óþ Arsene Wenger, Arsenal: Beckham ekki á leið í Arsenal HANDBOLTI Íslenska landsliðið tap- aði 31-35 fyrir Pólverjum í Lauritz Knudsen æfingamótinu í hand- boltahöllinni í Roskilde í Dan- mörku í gær. Pólverjar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13, en íslenska liðið var komið yfir þegar um sjö mínútur voru eftir en gerði of mörg mistök á lokakaflanum og kastaði frá sér sigrinum. Alfreð Gíslason var ekki sáttur með of marga tapaða bolta en sá engu síður margt jákvætt í leik liðsins. „Þetta varð fjögurra marka tap að lokum sem voru fúl úrslit því við spiluðum þennan leik að mörgu leyti vel. Það má segja að við höfum klúðrað þessum leik sjálfir því við vorum með átján tapaða bolta í leiknum,“ sagði Alfreð en skotnýting íslenska liðs- ins var hins vegar ágæt þar sem 62 prósent skot skiluðu sér í mark- ið. „Við vorum með tólf tapaða bolta í fyrri hálfleik en miðað við það hvernig bæði liðin spiluðu þá áttum við að leiða leikinn með sex mörkum,“ segir Alfreð. „Það hefur loðað við okkur og gerir enn að þegar við erum komn- ir yfir og erum að spila vel þá fara menn að taka of mikla áhættu. Við gefum mótherjanum því alltaf tækifæri á að koma inn í leikinn aftur,“ segir Alfreð. Liðið átti góðan kafla um miðjan seinni hálf- leik en það var ekki nóg. „Við lentum fjórum mörkum undir í seinni hálfleik en fórum þá að spila eins og menn aftur og vorum komnir einu marki yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Þá kom sería af töpuðum boltum aftur,“ segir Alfreð sem var sér- staklega ósáttur við hvernig gekk að spila manni fleiri en íslenska liðið tapaði 0-5 þann tíma sem Pól- verjar voru manni færri. Íslenska liðið var hins vegar að vinna þann tíma sem liðið var með mann í skammarkróknum. „Það var margt gott í þessu. Þetta var miklu betra en í leik á sama tíma í fyrra og það var ekki eins og við höfum fengið mikla hjálp frá dómurum í seinni hálf- leik sérstak- lega. Þá var mikið af vafa- sömum dómum Pólverj- um í hag,“ sagði Alfreð en íslenska liðið tapaði þá með tólf mörk- um fyrir Noregi í fyrsta leik sínum á þessu sama móti. Alfreð skoðaði sérstaklega þá leikmenn sem hafa verið að spila lítið. „Logi (Geirsson) átti allt í lagi leik en hann var samt svolítið köfl- óttur. Einar (Hólmgeirsson) átti erfitt með að finna fjölina sína og við verðum að fá hann betur inn í þetta. Sigfús (Sigurðsson) spilaði síðustu 20 mínúturnar í vörninni og var allt í lagi,“ sagði Alfreð. „Vörnin var mjög góð fyrstu 20 mínúturnar og Roland varði líka mjög vel framan af leik. Mark varslan dalaði mikið í seinni hluta fyrri hálfleiks og í seinni hálfleik vörðu mark- verðirnir bara fimm skot sem er alltof lítið,“ sagði Alfreð. „Þetta er sterkt mót og þessi undirbúings- mót gerast ekki sterk- ari,“ sagði Alfreð að lokum en hann býst við mjög öflugu norsku liði sem mætir Íslandi í hádeginu í dag. ooj@frettabladid.is Klúðruðum þessu sjálfir Íslenska landsliðið tapaði með fjórum mörkum fyrir silfurliði síðasta heims- meistaramóts í fyrsta leiknum á æfingamótinu í Danmörku sem landsliðsþjálf- aranum fannst vera fúl úrslit miðað við ágæta frammistöðu liðsins. KÖFLÓTTUR Logi Geirsson lék sinn fyrsta leik í nokkurn tíma og var með 5 mörk úr 10 skotum og 2 tapaða bolta. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.