Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 LAUGARDAGUR 5. janúar 2008 — 4. tölublað — 8. árgangur hús&heimili Íslenskur viður er vel nothæfur í húsgagnasmíði að sögn Gulleiks Lövskar hús- gagnahönnuðar. FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG hús&heimiliLAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008● HÖNNUÐUR Gulleik og gítarstóllinn● HEIMILIÐ Baðherbergi nútímans● DRAUMAHÚS Flash-dance íbúð við East River Myndu setja Ólaf Ragnar í jóga STEINN ÁRMANN OG SOLLA Á GRÆNUM KOSTI SETJAST Á RÖKSTÓLA 28 VIÐSKIPTI „Bankinn þarf að fjármagna sig jöfnum höndum á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði og með áframhaldandi aukningu innlána,“ segir Halldór J. Kristj- ánsson, bankastjóri Landsbank- ans. Bankamenn segjast almennt geta komist af í heilt ár eða lengur án þess að sækja sér fé annað. Alls þurfa þeir að inna af hendi sem nemur um 600 milljörð- um króna, vegna langtímaskuld- bindinga sem gjaldfalla á árinu. - ikh / sjá síðu 12 Langtímaskuldir bankanna: 600 milljarðar gjaldfalla í ár LÖGREGLUMÁL Sömu menn og réðust á Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðs- mann í knattspyrnu, aðfaranótt 22. desember á efri hæð Hverfisbars- ins fótbrutu mann inni á salerni veitingahússins Apóteksins aðfara- nótt 30. desember. Fórnarlamb árásarinnar, sem er karlmaður á 29. aldursári, var í tvo daga á sjúkrahúsi eftir árásina en hann þurfti að gangast undir skurð- aðgerð vegna alvarlegra áverka á ökkla. Liðbönd slitnuðu auk þess sem hann margbrotnaði. Hann hlaut einnig áverka í andliti og á líkama. Báðar árásirnar hafa verið kærð- ar til lögreglu og hefur hún nú málin til rannsóknar. Árásin á Hannes náðist á eftirlitsmyndavél. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er Davíð Smári Helenar- son, sem hefur ítrekað komið við sögu lögreglu vegna ofbeldisbrota, grunaður um að hafa haft sig mest í frammi í báðum árásunum. Hann hefur verið kærður til lögreglu fyrir báðar árásirnar. Hinn 30. ágúst í fyrra kom hann fram í sjónvarpsviðtölum bæði í Kastljósþætti RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2, eftir árás hans á dómara í leik Dynamo Gym 80 og Vatnalilj- anna í utandeildinni í knattspyrnu. Í viðtali við Helga Seljan, fréttamann RÚV, sagði hann meðal annars: „Ég verð greinilega að gera eitthvað í mínum málum, það er alveg aug- ljóst […] Þetta er bara endapunkt- ur.“ Áður hafði hann tekið fram sér- staklega að hann vildi biðja dómarann „afsökunar, alveg bara endalaust“. Dómarinn, Valur Stein- grímsson, rifbeinsbrotnaði. Lögreglan staðfestir að skýrslu- tökur hafi farið fram vegna árás- anna beggja en verst frekari frétta. Málin eru litin alvarlegum augum enda um tilefnislausar árásir að ræða. Árásin á Apótekinu átti sér stað um fjögurleytið að nóttu. Fórnar- lambinu var haldið inni á salerninu og ýtt ítrekað inn aftur, að því er vitni hafa greint frá, þegar það reyndi að fara út. Gestur á staðnum kom manninum til hjálpar og kall- aði til dyraverði. - mh / sjá síðu 4 Fótbrutu mann á salerni Apóteksins Sömu menn og börðu landsliðsmanninn Hannes Þ. Sigurðsson illa á Hverf- isbarnum skömmu fyrir jól fótbrutu mann inni á salerni á Apótekinu viku seinna. Þekktur ofbeldismaður er grunaður um að hafa haft sig mest í frammi. OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 20% afsláttur í næstu verslun Opið 10–18 í dag VEÐRIÐ Í DAG Dæmir hunda-idol Unnur Birna Vilhjálms- dóttir er einn dómara í hundahæfileikakeppni sem fram fer í dag. FÓLK 50 Hlegið án ástæðu á nýju ári Fyrsti hláturjógatími ársins. TÍMAMÓT 26 LÖGREGLUMÁL Götuhópur fíkni- efnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók í gær 77 e-töflur, tíu grömm af kókaíni og fjármuni sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Það var um miðjan dag í gær að götuhópurinn fór í húsleit í austurborginni, að fengnum úrskurði. Einn karlmaður var handtekinn á staðnum og færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni. - jss / sjá síðu 8 Götuhópur fíkniefnalögreglu: Tók 77 e-töflur og söluágóða ÞURRT SUÐVESTAN TIL Í dag verður yfirleitt norðaustlæg átt, 5-15 m/s hvassast með ströndum nyrðra og eystra og á Vestfjörðum. Rigning eða slydda en þurrt og skýjað með köflum suðvestan til. Hiti 0-7 stig, mildast við suðausturströndina. VEÐUR 4      Tap gegn Pólverjum Íslenska hand- boltalandsliðið tapaði fyrsta leik æfinga- mótsins í Danmörku í gær. ÍÞRÓTTIR 46 VEL BÚNIR INNI SEM ÚTI Vegfarendur um Austurstrætið geta oft verið vitni að asa og afslöppun í sömu andránni líkt og þessi mynd ber með sér. Þó betur viðraði í gær en undanfarna daga voru afslappaðir sem og hraðskreiðir vegfarendur vel búnir enda tekur því varla að venja sig af höfuðfatnaði, hönskum og þykkri yfirhöfn því kuldaboli er í kortum Veðurstofu Íslands og er gert ráð fyrir að hann bíti með 7 stiga frosti næstkomandi miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er ágætis síli en ekki stærsta gerð, eins og er yfirleitt í byrjun,“ segir Finnbogi Böðvarsson, skipstjóri á Þorsteini ÞH-360, sem fann fyrstu loðnu vetrarins fimmtíu mílum norður af Hraunhafnartanga í gærdag. Skítabræla er á miðunum og of snemmt að meta hversu mikið af loðnu er á ferðinni. Það er þó góðs viti að sögn Finnboga að Börkur NK-122 var nýkominn á svæðið og búinn að kasta á loðnutorfu þrjátíu mílum austar. Finnbogi segist hafa dregið flottrollið í stuttan tíma og fengið um hundrað tonn. „Það var ágætt enda ekki gott að fá meira en það í þessu leiðinda veðri.“ Hann segir að veðurspáin lofi góðu fyrir helgina. „En þessi slatti sem við fengum dugir í vinnsluna í bili.“ Tvö önnur loðnuskip, Aðalsteinn Jónsson SU 11 og Ingunn AK-150, eru væntanleg á miðin. Hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson leggur af stað til mælinga og leitar eftir helgi. Fyrir réttu ári lögðu bæði skip Hafrannsóknastofnunar úr höfn í það sem var kallað „örvæntingarfulla leit“ að loðnunni. Sjávarútvegsráðuneytið gaf út bráðabirgðaloðnu- kvóta í október upp á 205 þúsund tonn og þar af koma rúmlega 120 þúsund tonn í hlut íslenskra loðnuskipa. Heildarveiði íslenskra skipa var 308 þúsund tonn árið 2007. - shá Fjölveiðiskipið Þorsteinn ÞH-360 fann loðnu fyrir norðan land í gær: Loðna fundin við Kolbeinsey LOÐNA Fyrsta loðna vetrarins er fundin. LÖGREGLUMÁL Par var handtekið í gærkvöldi eftir að maðurinn ógnaði starfsmönnum í Laugar- dalshöll með hnífi og keyrði síðar utan í tvo bíla. Lögreglan naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglu- stjóra við handtökuna, sem var við Meðalholt. Manninum var gert að yfirgefa tónleika Bubba Morthens þar sem hann var í annarlegu ástandi. Hann trylltist og sparkaði í rúðu svo hann skarst á fæti, ógnaði þá starfsmönnum og yfirgaf tónleikana á bíl með lagskonu sinni. Maðurinn var færður á slysavarðstofu til aðhlynningar. Málið er í rannsókn - shá Sérsveitin kölluð út: Dró upp hníf á Bubbatónleikum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.