Fréttablaðið - 05.01.2008, Page 59

Fréttablaðið - 05.01.2008, Page 59
LAUGARDAGUR 5. janúar 2008 39 MARIANA „CHICO“ FRUMBOLI OG EUGENIA PARILLA DANSA TANGÓ Fyrsti útvarps- þátturinn í röðinni fjallar um tangó á Íslandi. Í dag fer í loftið á Rás 1 fyrsti þátt- urinn af sex í nýrri útvarpsþátta- röð sem nefnist Brot af íslenskri menningarsögu. Þáttaröðin, sem verður á dagskrá næstu sex laug- ardaga, er afrakstur samstarfs Rásar 1 og námsbrautar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Farið verður yfir víðan völl í þáttunum og fjölbreyttir fletir á menningarlífi lands og þjóðar skoðaðir í þaula. Í fyrsta þættinum, sem fer í loftið í dag kl. 15.20, fjallar Hug- rún R. Hólmgeirsdóttir um arg- entínskan tangó, sem nýtur vax- andi vinsælda hér á landi, ásamt því sem ljúfir tangótónar fá að hljóma. Í öðrum þættinum fjallar Ása María Valdimarsdóttir um ungl- ingamenningu á Akranesi á sjö- unda áratug tuttugustu aldar og áhrifin sem Bítlarnir höfðu á lífið og tilveruna. Í þriðja þættinum verður fjallað um Þeistareykjagöngur, en í þeim sækja fjárbændur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu fé sitt á afrétt. Umsjónarmaður þáttarins er Sif Jóhannesdóttir. Fjórði þátturinn fjallar um ýmsar hliðar langhlaupa og mark- mið með hlaupum. Ásdís Kára- dóttir ræðir meðal annars við mar- aþonkonuna Guðbjörgu M. Björnsdóttur um hlaupaferil henn- ar, æfingar og keppni. Fimmti þátturinn fjallar svo um Íslendinga í Svíþjóð. Málfríður Gylfadóttir ræðir við Íslendinga sem búsettir hafa verið í Svíþjóð síðan á áttunda og níunda áratugn- um og leikin verður tónlist sem tengist löndunum tveimur. Í sjötta og síðasta þættinum fjallar Eggert Þór Bernharðsson um upphaf rokksins á Íslandi um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, ræðir við sérfræðinga um tímabil- ið og leikur tónlist frá fyrstu árum rokksins. - vþ Íslensk menningar- saga í útvarpinu Í dag, laugardag, gefst tónlistar- unnendum tækifæri, til að hlýða á framúrskarandi rússneska mezzó-sópran söngkonu, Irinu Romishevskayu, í Salnum í Kópavogi, en hún dvelur nú hér á landi í boði Rotary-hreyfingar- innar. Romishevskaya söng á árlegum Stórtónleikum Rotary í gærkvöld ásamt Sigrúnu Hjálm- týsdóttur og Jónasi Ingimundar- syni, en vegna mikillar eftir- spurnar verða tónleikarnir endurfluttir í dag kl. 17 og gefst því almenningi tækifæri til að verða sér úti um miða á laugar- daginn. Á efnisskránni eru þekktar óperuaríur, dúettar og fjölbreytt sönglög. Auk þeirra þriggja verður sérstakur leynigestur tónleikanna nýr styrkþegi Tón- listarsjóðs Rotary, en sjóðurinn er einmitt afrakstur þessa árlega tónleikahalds í Salnum. Fyrst var veitt úr Tónlistarsjóði Rot- ary á Hátíðartónleikum í Salnum í tilefni af 100 ára afmæli hreyf- ingarinnar í janúar 2005. Þetta er því í fjórða sinn sem veitt verður úr sjóðnum, en áður hafa þeir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Ari Þór Vilhjálms- son fiðluleikari og Bragi Berg- þórsson tenórsöngvari hlotið styrkinn. - pbb Irina Romishevskaya enn í heimsókn TÓNLIST Irina Romishevskaya ásamt Jónasi Ingimundarsyni. Hafþór Yngvason, safn- stjóri Listasafns Reykjavík- ur, og Margrét Bóasdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistarmanna, undirrituðu í gær samning um nýja tón- leikaröð kammertónleika á Kjarvalsstöðum. Tónleikaröðin er samstarfsverk- efni Listasafns Reykjavíkur á Kjar- valsstöðum og Félags íslenskra tón- listarmanna, fagfélags íslensks kammertónlistarfólks, sem nýtur styrks frá menningar- og ferða- málaráði Reykjavíkurborgar til að vinna verkefnið. „Við erum afar ánægð með að þessi samningur er orðinn að veru- leika. Við byrjuðum að vinna að þessu markmiði í sumar þegar Haf- þór vakti máls á þessu, en hann langaði til þess að endurvekja tón- leikahald á Kjarvalsstöðum. Við tókum tækifærinu fagnandi, enda eru Kjarvalsstaðir falleg bygging og vel fallin til tónleikahalds,“ segir Margrét. Tónleikaröðin hefur göngu sína í lok febrúar og munu tónleikarnir fara fram á miðviku- dagskvöldum. Fyrstu tónleikarnir í röðinni verða afar glæsilegir, en þar mun tónlist Sveinbjörns Svein- björnssonar vera í forgrunni. Að auki verður margt annað spennandi á dagskrá; haldnir verða fjórir til sex tónleikar á ári og þrátt fyrir að íslenskir flytjendur verði í meiri- hluta má gera ráð fyrir að árlega fari fram tónleikar þar sem fram koma tónlistarmenn frá hinum Norðurlöndunum. „FÍT er í sam- starfi við einleikarafélög á hinum Norðurlöndunum og út frá því sam- starfi höfum við í hyggju að starf- rækja eins konar skiptiáætlun í tengslum við þessa tónleikaröð. Þannig fáum við ekki aðeins að njóta flutnings erlendra tónlistar- manna hér á landi heldur mun hópur frá FÍT fá tækifæri til að leika erlendis. Það má því líta á þessa tónleikaröð sem visst tæki- færi til útrásar íslenskra tónlistar- manna.“ Samningurinn sem undirritaður var á föstudags er til eins árs, en Margrét segir mikinn áhuga á áframhaldandi samstarfi á milli FÍT og Listasafns Reykjavíkur. „Við stefnum ótrauð að því að þessi tónleikaröð nái að festa sig í sessi og verði að traustum lið í tónlistar- lífi höfuðborgarbúa.“ vigdis@frettabladid.is Kammertónlist á Kjarvalsstöðum MYNDLISTAMENNIRNIR RAGNAR KJART- ANSSON OG ÁSMUNDUR ÁSMUNDSSON. Myndlistarmennirnir Ragnar Kjartansson og Ásmundur Ásmundsson fremja sinn árlega jólagerning á morgun, síðasta dag jóla, í Nýlistasafninu á Laugavegi 26. Undanfarin sex ár hafa lista- mennirnir komið fram sem Kerta- sníkir og Bjúgnakrækir á listræn- an hátt við mismunandi aðstæður. Þeir hafa haldið jólagerninginn á mörgum af helstu listastofnunum Reykjavíkur, til að mynda í Kling og Bang og í Safni, en nú er röðin komin að Nýlistasafninu. Hjá mörgum listunnendum er gern- ingakvöld þeirra félaga orðið órjúfanlegur hluti jólahaldsins. Hátíð ljóss og friðar er senn á enda og ekki seinna vænna að halda hana. Áhugafólk um listir er hvatt til að mæta og taka börnin sín með þar sem hér er á ferð barnvæn list. Húsið er opnað klukkan 21 og hefst gerningurinn nokkrum mínútum síðar. - vþ Jólunum lýkur með gerningi Salurinn hefst mánudaginn 14. janúar Dansnámskeið Þjóðdansafélags Reykjavíkur Gömludansanámskeiðin hefjast 7. janúar. Opið hús 9. janúar. Upplýsingar í síma 587 1616 Þjóðdansafélag Reykjavíkur Álfabakka 14a 11. janúar 19. janúar 25. janúar Auglýsingasími – Mest lesið SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Margrét Bóasdóttir og Hafþór Yngvason undirrita samning um tónleikaröð á Kjarvals- stöðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A U Ð U N N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.